Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 15
ings og samvínnu. Þar var talið óhjákvæmilegt að menntunin breyttist og hún yrði um margt ólík menntun flestra sem nú starfa. Hin ýmsu fagfélög settu fram lista yfir hæfni sem þau telja nauðsynlega í framtíðinni, Ef þær óskir eiga að ná fram að ganga þarf að endurskipuleggja námið og líklega lengja. Jafnvel bandarískar háskóladeíldir þykja of litlar til að bjóða upp á nægilegt val miðað við hinn fjölbreytta atvinnumarkað og námið er of stutt til að nemendur fáí nógu breiða þekk- ingu. Rætt var um að námið þyrfti að vera þverfaglegt og til viðbótar við hefðbundin víðfangsefni bókasafns- og upplýsingafræði væri æskilegt að sækjavþekkingu til hagfræðinga, sál- fræðinga, og sérfræðinga um sam- skipti og upplýsíngatækni. Talið var að margir valkostir yrðu í boði i fram- tíðinni. Háskólarnir verða að starfa saman til að bjóða upp á sérhæfingu og sérhæfð námskeið þeirra verða með fjamámssniði. Samstarf stéttar og háskóla verður nauðsynlegt og launin verða að hækka til að tryggja nýliðun í stéttinni. Eitt þeirra félaga, sem settu fram stefnu sína á þinginu, er The Library & Information Teehnology Association (LITA). Þar er staðhæft að menntunin eigi að kenna okkur að hugsa á skap- andi hátt um upplýsingar, án tillits til forms, miðils eða fram- setningar. Fram kemur að hryggjarstykki bókasafnsfræðinnar sé skipulag, aðgangur að upplýsingum og varðveisla skráðrar þekkingar til þess að mæta þörfum skilgreinds notendahóps. Þetta á við hvort heldur er fengist við prentaðar eða rafrænar heimildir (Líbrary & Information Technology Association. Statement for Congress on Professional Education). f stefnuyfirlýsingu sinni lítur félag háskólabókavarða (ACRL) svo á að bókasafnsfræði sé skuldbundið lífsstarf (profession), grundvöllur hennar fræðilegur og þeim fræðilega skilningi sem fólk öðlast í háskólanámi beiti það í starfi. Auk þess eru þeir sem starfa í háskólabókasöfnum taldir þurfa að hafa víðfeðma þekkingu á háskólaumhverfi og æskilegt að þeír hafi einnig aðrar prófgráður. Þá er mikilvægt að hinir sömu leggi fram sinn skerf til fræðistarfa, Þess utan eru undirstrikuð atriði eins og tækniþekk/hg fremur en einungis tæknileg færni, kennslu- og leiðsagnarhlutverk, stjórnun og áætlanagerð, mælingar og mat á skilvirkni safna, þekking á lögum og siðareglum og fleira (Association of College and Research Libraries 1999), Bandarískir bókaverðir í sérfræðisöfnum hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. í skýrslu frá 1996 (Competencies for ... 1996:1) er hæfni skilgreind sem samspil kunnáttu, skilnings, færni og viðhorfa sem til þarf til þess að vinna starf á skilvirkan hátt, bæði frá sjónarhóli starfsmanns og þeirra sem fylgjast með verkum hans og njóta þeirra, Sá sem starfar í sérfræði- safni þarf að þekkja gjörla bæði prentuð og rafræn gögn á sértækum efnissviðum og geta skipulagt og stjórnað upplýs- ingaþjónustu sem hæfir þörfum ein- staklinga og hópa sem safnið þjónar. Hann velur bestu fáanlegar upplýs- ingar og eykur virði þeirra með því að koma þeim í hendur réttra viðskipta- vina á réttum tíma. Hann þarf eínnig að taka forystu við notkun upplýs- ingatækni og vinna með tækni- menntuðu fólki að vali og mati upp- lýsingakerfa. í æ meira mæli kemur f hlut bókasafnsfræðinga að kynna upplýsingakerfi af ýmsum toga og kenna fólki að nota þau. Þá þarf að móta stefnu stofnana varðandi aðgang að upplýsingum bæði innan stofnunar og utan um leið og virða þarf lagalegar og siðferðilegar reglur um alla meðferð upplýsinga, Niðurstaðan er sú að bókaverðir í sér- fræðisöfnum þurfa að búa yfir tvenns konar hæfni, faglegri og persónulegri. Undir faglega hæfni fellur þekking á upplýsingaveitum og hvernig nálgast megi upp- lýsingar, á tækni, stjórnun og rannsóknum og hæfileikar til að nota þessa þekkingu sem grunn til þess að veita upplýsinga- þjónustu. Persónuleg hæfni felst í færni, viðhorfum og gildismati sem gera einstaklinginn að góðum verkmanni sem hefur gott vald á samskiptum, lítur á nám sem ævilangt viðfangsefni, sýnir fram á virðisauka i störfum sínum og getur tekist á við breytingar í umhverfi sínu (Competencies 4). Þá eru það ekki síst skólasafnskennarar sem benda á að nemendur í öllum skólum þurfi að læra að beita upplýsinga- tækni ( námi og starfi. Alls staðar er stefnt að almennu „upp- lýsingalæsi”. Hér bætast kenningar um nám og kennslu á námskrá bókasafns- og upplýsingafræðinema (Carey, James 0. 1998). Kröfur hins íslenska atvinnumarkaðar Á kennslumálaráðstefnu á vegum Háskóla fslands, sem haldin var 21. og 22. janúar 2000, ræddi starfsmannaráðgjafi hjá Breski orðabókahöfundurinn Samuel Johnson við lestur. Bókasafnið24. Arg. 2000 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.