Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 16

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 16
stóru ráðningarfyrírtæki um hvaða kröfur íslenskt atvinnulíf gerði til starfsmanna og komst að þeirri niðurstöðu að „draumablanda hvers atvinnurekanda væri starfsmaður sem hefði tilskilda menntun að baki, starfsreynslu, tölvukunnáttu, tungumálakunnáttu og hefði ákveðin persónueinkenni" (Hildur Friðriksdóttir 2000). Daginn eftir birtist í Morgunblaðinu áber- andi auglýsing eftir bókasafnsfræðingi við stóra stofnun í Reykjavík. Þar var starfssvið tilgreint í þremur atriðum en menntunar- og hæfniskröfur í fimm liðum, bókasafnsfræði eða hliðstæð menntun, gott vald á ensku og góð tölvukunnátta, sjálfstæði og metnaður, samstarfshæfni og skipulagshæfi- leikar. Þar á eftir stóð: „í boði eru krefjandi og áhugaverð verk- efni, góður starfsandi og möguleiki á endurmenntun í starfi. Einstakt tækifæri fyrir drífandi og metnaðarfullan einstakling.” Þó að margar starfsauglýsingar sýni í orði áhugaverð störf hefur komið í Ijós ( rannsókhum Gerðar G. Óskarsdóttur að í mörgum störfum reynir ekki á þá færniþætti sem taldir eru mikilvægir í atvinnulífi framtíðarinnar, að mínnsta kosti ekki I þeim mæli sem oft er látið í veðri vaka. Þetta á þó síður við í störfum sem háskólamenntað fólk sinnir. Fróðlegt væri að kanna þetta hjá starfandi bókasafns- og upplýsingafræðingum. Komin er óvenjulega mikil hreyfing á atvinnumarkað bóka- safns- og upplýsingafræðinga á íslandi. Markviss stefna stjórnvalda að nota upplýsingatækni hjá hinu opinbera og gera hana að námsgrein í skólum skapar mikla eftirspurn eftir fólki sem getur skipulagt efni ( ýmiss konar tölvu- og upp- lýsingakerfum, Stofnun nýrra þekkingarfyrirtækja, efnahagsleg velgengni ásamt aukinni viðurkenningu á gildi upplýsinga- stjórnar veldur því að eftirspurn eftir bókasafns- og upp- lýsingafræðingum hefur aukist á einkamarkaði. Þá hefur háskólum fjölgað, Ungir og áræðnir, nýútskrifaðir einstaklingar geta valið um tiltölulega vel launuð störf, einkum við skjala- og vefstjórn. Hvort tveggja hefur grundvallarþýðíngu fyrir fýrirtæki og stofnanir upplýsingaþjóðfélagsins en veldur um þessar mundir ákveðinni spennu og samkeppni innan stéttarinnar vegna þess að yfirleitt hafa bókasafnsstörf ekki verið vel launuð og lítil hreyfing hefur verið á milli starfa. Einstaklingar með einhverja tölvukunnáttu eiga þess nú kost að skipta oftar um starf en tíðkast hefur í safnaheiminum, Um leið skiptir endur- og viðbótarmenntun sköpum fyrir starfshæfni þeirra sem eldri eru til þess að þeir séu gjaldgengir á markaðnum. Hvers konar menntun viljum við? Bókasafns- og upplýsingafræði hefur nú verið kennd til B.A,- prófs í Háskóla íslands í rúmlega fjörutíu ár. Langflestir í stétt- inni hafa stundað nám þar. Auðvitað hefur námsframboðið breyst mikið á þeim tíma en nemendur hafa sjaldnast átt mikið val um að dýpka sórsvið vegna þess hve kennaralið deildarinnar hefur verið fámennt. Menntun stéttarinnar er því fremur einsleit og almenns eðlis þó benda megi á að bætt hafi verið við sérhæfingu eins og skjalastjórn og örfáír nemendur hafa á síðustu árum lokið meistaraprófi hér á landi. Það vegur hins vegar á móti að mjög margir hafa stundað nám í öðrum greinum til B.A.-prófs og hlýtur það að styrkja hópinn til þess að starfa á ólíkum fagsviðum. Aldursdreifingin er ekki jöfn því 60% stéttarinnar eru á milli fertugs og sextugs, Samkvæmt Bókasafnsfræðingatali (1998) eru nú 279 ein- staklingar innan við sjötugt, þar af aðeins örfáir á þrítugsaldri. Miðað er við hve gamall einstaklingur verður á'árinu 2000. Frá eru taldir látnir og þeir sem eru erlendis, Á næsta áratug fara líklega-á milli 10 og 15% á eftírlaun svo stéttin eldist og æski- legt væri að ungt fólk sækti meira í greininar En hvers konar menntun stuðlar að nýsköpun í atvinnulífinu og mætir þeim hæfniskröfum sem nefndar hafa verið? Og hvað er til ráða ef ekki er eftirsóknarvert að allir bókasafns- fræðingar hafi svipaða menntun? Margt bendir til að fleiri háskólar muni áður en langt um líður bjóða fram námskeið á bessu sviði, Ifklega fremur í tengslum við aðrar greinar eða bverfaglegt nám heldur en heildstætt nám undir nafni bóka- safns- og upplýsingafræði, Það námsframboð mun annars vegar þjóna því markmiði að fleiri verði hæfari til þess að afla sér upplýsinga í námi, starfi og tómstundum en hins vegar gæti skapast sóknarfæri fyrir Háskóla íslands að semja við þessa skóla um kennslu í ákveðnum námskeiðum sem nem- endur gætu valið sem hluta af námi sínu þar, Á hverju ári Ijúka margir íslendingar doktorsprófi við erlenda háskóla. Miðað við þróun í þeim starfsstéttum sem bóka- safns- og upplýsingafræðingar geta helst borið sig saman við, til dæmis kennara, hjúkrunarfræðinga og fleiri kvennastéttir, sækja þeir heldur minna en aðrir í framhaldsnám. Á síðustu árum virðast möguleikar til fjarnáms hafa bætt stöðuna aðeins en freistandi er að haida að skortur á möguleikum til fram- haldsnáms 'hór á landi standi í vegi fyrir því að fólk sæki í lengra nám. Brýna nauðsyn ber til að efla rannsóknir á við- fangsefnum stéttarinnar og þær mundu aukast ef fleiri stund- uðu framhaldsnám í greininni hér á landi. Hér þarf að snúa vörn í sókn og ættu bæði stéttin og Háskóli íslands að snúa bökum saman. Bókasöfn ættu ekki síst að styðja þetta því það eru þeirra hagsmunir að hluti starfsmanna geti helst alltaf verið í viðbótarnámi með starfi. f bókasafni Kennaraháskólans hafa á síðustu sex árum þrír einstaklingar stundað fram- haldsnám erlendis (fjarnámi og það hefur verið mikil lyftistöng fyrir faglegt starf í safninu. En það þarf ekki sfður að hvetja ungt fólk til náms erlendis. 14 BÓKASAFNIÐ24. ÁRG. 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.