Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 18
Ekki er hægt að treysta á að fólk sem fer í meistaranám á miðjum aldri haldi almennt áfram í doktorsnám eftir að hafa til dæmis stundað fjarnám með starfi f þrjú eða fjögur ár. Hitt er umhugsunarefni ef unga fólkið hefur ekki til þess metnað eða aðstæður eða lætur framhaldsnám sitja á hakanum þegar nóg störf er að fá fyrir sæmileg laun. Hér verður stéttin að leggja sitt af mörkum og kynna hvað starfsvettvangur hennar hefur upp á að bjóða, hvetja nýliða til að bæta við menntun sína og leggja þeim lið með stuðningi í starfi hvar sem þeir hasla sér völl. En það er þó ekki síst menntastofnunin sem þarf að vekja áhuga og finna metnaðarfullar leiðir til þess að bjóða upp á áhugaverð menntunartækifæri. Sérstaða háskólamenntunar Jón Torfi Jónasson (1999) hefur nýlega bent á togstreituna á milli hefðbundinnar háskólamenntunar og þeirrar eftirspurnar sem er eftir stuttum endurmenntunarnámskeiðum. Að sumu leyti hefur hún alið af sér nýja gerð af háskólum sem bjóða upp á styttri námsbrautir og hagnýtt nám í þeim greinum sem mest eftirspurn er eftir, eins og til dæmis tölvu- og viðskipta- greinum. Megineinkenni hins gamla hefðbundna háskóla er áhersla hans á kenningalega þekkingu og tengsl rann- sókna og kennslu. Sá grunnur er ætlaður til þess að gera háskóla- menntað fólk fært um að byggja upp sérsvið sitt, stuðla að nýsköpun, frekari menntun og þjálfun. Þegar út í starfið er komið skipta tengsl fræða og fram- kvæmdar mestu en engin leið er að tryggja að nokkur háskólanemi öðlist þá þekkingu sem dugir honum alla starfs- ævina. Því eiga stutt og beinskeytt námskeið, hvort sem þau eru haldin hjá endurmenntunarstofnunum eða innan stofnana og fýrirtækja, jafnmikinn rétt á sér, En þau þjóna öðrum tilgangi en grunn- og framhaldsmenntun á háskólastigi. Það er meira en þörf fyrir þessi tvö kerfi samhliða, þau eru nauðsynleg og geta auðveldlega þrifist hér á landi. Auk þess gerir alþjóðavæðingin fólki auðvelt að fara á milli skóla og landa og' byggja upp þekkingu sína og hæfni, hvort sem er á meðan á námi stendur eða í starfi, Og háskólar og aðrar kennslustofnanir munu taka upp fjarkennsluaðferðir sem gera skil á milli náms og starfs minni en nú er. Fjölbreytileiki er tímans tákn, aukið einstaklingsval og aukið frelsi. Valfrelsi og ábyrgð Frelsi og vali fylgir ábyrgð. Sú ábyrgð leggst bæði á einstakl- inga og starfsstéttir. Það er eðlilegt og sjálfsagt að háskólar ráði mestu um bróun námsins og rannsókna við skólana. En enginn háskóli þrífst í tómarúmi og því er jafnsjálfsagt að þar sé tekið eitthvert mið af vinnumarkaðnum eins og hann er hverju sinni og reynslu starfsstéttanna, Þar kemur einnig til ábyrgð stéttarinnar að þróa starfssvið sitt á vettvangi. Hæfilegt samráð á milli þessara tveggja aðila og gagnvirkt samspil grunn- og endurmenntunar ætti því að leiða til farsællar niður- stöðu, En eftir þvf sem starfsvettvangur bókasafns- og upp- lýsingafræðinga breikkar verður erfiðara fyrir háskóla að finna einhverja eina leið til þess að koma til móts við hann í smá- atriðum. Hin almenna þróun starfa í nútímaþjóðfélagi sýnir að mesti vöxturinn verður í þekkingariðnaði á næstu árum. Til þess að fylgja þeirri þróun verður greinin að þróast í takt við aðra háskólamenntun. Páll Skúlason (2000) hefur nýlega nefnt þrjú atriði sem hann telur skipta sköpum fyrir framtíð hins íslenska þekkingar- þjóðfélags sem hann telur raunar að sé aðeins á fósturskeiði. Það eru: efling meistara- og doktorsnáms, tengsl rann- sóknarstofnana og háskóla og öflugt samstarf háskólastofnana. Með hliðsjón af þessum orðum tel ég að í háskóla- greininni bókasafns- og upplýsingafræði verði fyrst og fremst að leggja þann fræðilega grunn sem áður er nefndur og gerir starfsmanninum kleift að bregð- ast við nýjum aðstæðum, auka stöðugt við þekkingu og skapa ný störf. Til þess að standa undir kröfum um fag- mennsku í starfi verður stéttin einnig að þekkja til þeirra efnissviða sem hún þjónar og á því stigi sem við á. Mér hefur orðið tíðrætt um breidd starfsvettvangsins en ekki vikið að því hvort ákveðnar stofnanir ættu meiri hagsmuna að gæta en aðrar. íslenska safnakerfið er sérstakt að því leyti að hér á landi eru aðeins tvö bókasöfn, Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn og Borgarbóka- safnið í Reykjavík, sem má kalla stór miðað við hvað tfðkast hjá öðrum þjóðum. Aftur á móti er.aragrúi af smáum bóka- söfnum sem annaðhvort hafa ekki faglærða starfsmenn eða örfáa og svo töluvert af söfnum sem hafa á að skipa nokkrum bókasafns- og upplýsingafræðingum. Stóru söfnunum er það lífsspursmál að vera samkeppnishæf um vinnuafl og það þyrfti að vera ákjósanlegt fyrir ungt fólk að komast þangað. Stefna 16 Bókasafnið24. Arg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.