Bókasafnið - 01.01.2000, Page 25
Sigrún Klara Hannesdóttir
Bókavarðamenntun á
Norðurlöndum
Umbrotatímar og framtíðarsýn
Bókavarðamenntun á Norðurlöndunum er nú að
ganga í gegnum meiri umbrotatíma en sést
hafa um árabíl, í flestum löndum eru miklar
breytingar, nýjar lagasetníngar og nýjar áhersl-
ur. Alls eru hér taldir tólf skólar sem kenna bókasafns- og
upplýsingafræði innan landanna fimm, en þetta er þó ekki
einhlítt því nokkrar stofnanir eins og til dæmis þjóðbókasafn
Norðmanna í Mo í Rana eru með nám í bókasafnsfræði sem
ekki er talið hér með. Pessi tala er miðuð við þá skóla sem
venjulega koma inn í umræðuna um bókavarðanám auk
þeirra sem komið hafa inn í svokallað NordlS-NET sem er
samvinnunet sem styrkja á samstarf skólanna. í þessari grein
verður reynt að lýsa einkennum hvers skóla fyrir sig, draga
saman það helsta sem er að gerast og hvaða stefnu skólarnir
eru að taka.
Danmörk
Nám fyrir bókaverði hófst í Danmörku árið 1910 og þá sem
einkaframtak. Árið 1917 var ákveðið að setja á stofn bóka-
varðaskóla og kennsla hófst 16, september árið 1918 sem
talinn er afmælisdagur bókavarðamenntunar í Danmörku. Árið
1920 voru fyrstu almenningsbókasafnalögin samþykkt og
umsjón með menntuninni var færð yfir til embættis sem
samsvarar bókafulltrúaembættinu á íslandi enda var mennt-
unin aðallega ætluð almenningsbókavörðum, Þess má geta
að einn af fyrstu nemendunum, sem luku námi, var Sigurgeir
Friðriksson sem síðar varð fyrsti yfirbókavörður núverandi
Borgarbókasafns. Árið 1956 var stofnaður sérstakur skóli,
Danmarks biblioteksskole, og honum ætlað að búa bókaverði
til starfa bæði í almenningsbókasöfnum og háskólabókasöfn-
um. Pess má geta til gamans að þetta sama ár hóf Björn
Sigfússon að kenna bókasafnsfræði við Háskóla íslands svo
ekki voru íslendingar langt á eftir í þessu tilliti.
Danmarks biblioteksskole
Danski bókavarðaskólinn hefur gengið í gegnum ýmsar laga-
breytingar, til dæmis var innleitt tveggja ára nám til meistara-
prófs (cand. scient.) árið 1990. Árið 1997 fékk skólinn nýja
löggjöf sem færir hann upp á háskólastig. Það táknar að
smátt og smátt mun skólinn geta útskrifað nemendur með
háskólagráðu og þessi nýju lög heimila honum einnig að ráða
prófessora til starfa og útskrifa nemendur með doktorspróf en
hingað til hefur það ekki verið heimilt. Eftir nýju lögunum er
skólanum skipt upp í þrjár stofnanir: Stofnun í upplýsingafræði
(Institut for informationsstudier); Stofnun um bókasafnsþróun
(Institut for biblioteksudvikling) og Stofnun um menningu og
miðla (Institut for kultur og medier) og hefur starfsliðinu verið
skipt upp á þessar stofnanir,
Nú býður skólinn upp á nokkrar mismunandi námsleiðir,
það er B.A.-próf í bókasafnsfræði (bachelorer); 4 ára nám
fyrir bókaverði (bibliotekarer); meistarapróf i bókasafns- og
upplýsingafræði (cand. scient. bibliotekarer); eins árs nám
fyrir rannsóknarbókaverði (forskningsbibliotekar og doku-
mentalist) og nám fyrir bókasafnatækna (biblioteksassistent-
er). B.A.-námið hófst haustið 1998 og byggir á eldra bóka-
varðanámi. Það nám tekur þrjú ár. Þegar þessum þremur
árum er lokið er hægt að bæta við sig sjöunda misserinu og
fá réttindi til að starfa sem bókasafnsfræðingur bæði hjá hinu
opinbera og í einkageiranum. Skólinn hefur eínnig gert samn-
ing við Syddansk Universitet sem veitir fólki með B.A.-gráðu
og bókavörðum með menntun frá skólanum möguleika á að
lesa til cand, mag. prófs í menningu og miðlun (kultur og
formidling) við Háskólann í Odense.
Danmarks biblioteksskole hefur haft eitt útibú, í Álaborg,
sem sett var á laggirnar árið 1973. Árið 1999 voru teknir 74
nýnemar í Álaborgardeildina en auk þess fer þar fram nám
fyrir bókasafnatækna (biblioteksassistenter) svo og nám-
skeiðahald fyrir starfandi bókaverði
Bökasafnið 24. árg. 2000
23