Bókasafnið - 01.01.2000, Page 26

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 26
Danmarks biblioteksskole hefur með höndum mjög um- fangsmikla endurmenntun og á hverju ári sækja um 4800 starfsmenn bókasafna og upplýsingastofnana námskeið sem skólinn skipuleggur. Aðstaða í skólanum er mjög hentug fyrir slíkt og góðir fyrirlestrasalir. Skólinn gaf nýlega út stefnumörkun fyrir starfsemina sem gilda á 2000-2004. Stefnan var samþykkt af skólaráðinu ( apríl 1999 og textann í heild er að finna á heimasíðu skólans. í stuttu máli eru aðalmarkmið skólans í tíu liðum og fjalla meðal annars um að styrkja fagleg einkenni innan fjölmiðlamenningar nútímans og leggja áherslu á rannsóknir innan sviðsins, þar sem leitað er eftir vel hæfum rannsóknarmönnum til starfa og auknu vægi alþjóðlegs samstarfs. Einnig verður áhersla lögð á endurmenntun og að efla framþróun upplýsingageirans, styrkja framhaldsmenntun á eand. mag. stigi og til doktors- prófs og auka framboð á fjarnámi með hjálp nýjustu tækni. Leitast verður við að auka þekkingu og færni kennara bæði við kennslu og rannsóknir til þess að skólinn geti skapað sér sinn sérstaka sess. Jafnframt á að efla bókasafn skólans og gera það að meiri og virkari þátttakanda í kennslu innan skólans Danski bókavarðaskólinn hefur borið höfuð og herðar yfir alla norrænu skólana og hefur hrósað sér af því að vera stærsti bókavarðaskóli í heimi enda hefur hann um sjötíu kennara og rannsóknamenn á sínum vegum, Nemenda- fjöldinn er um eitt þúsund og skólinn hafði 83 milljónir danskra króna til umráða árið 1999 eða um það bil 830 milljónir íslenskra króna. Það leikur því enginn vafi á að þessi skóli er sá sem hefur mest fjárráð og mest umleikis af öllum þeim stofnunum sem annast bókavarðamenntun á Norðurlönd- unum og þótt víðar væri leitað. Finnland Nám fyrir bókaverði hófst í Finnlandí um 1920 og um nokk- urra áratuga skeið var af og til boðið upp á námskeið sem voru að jafnaðí fjórir mánuðir. Árið 1946 hóf Háskólinn í Tampere að bjóða upp á nám sem fyrst í stað veitti mönnum rétt til að starfa í almenningsbókasöfnum. Námið var innan félagsvísindadeildar og hefur verið það síðan. Þó gaf námið ekki fulla háskólagráðu heldur var skoðað sem starfsþjálfun allt fram á sjöunda áratuginn. Tampere Fyrsta prófessorstaðan á Norðurlöndunum í bókasafnsfræði var veitt við Háskólann (Tampere árið 1971 og ný skor stofn- uð sem kallaðist bókasafns- og upplýsingafræði. Þessi fyrsti prófessor var Marjatta Okko sem var í raun með doktorsgráðu í landafræði en hafði lært bókasafnsfræði ( Bandaríkjunum. Með henni voru aðeins tveir kennarar fyrstu árin svo mikið byggðist á áhuga og krafti þessara kennara. Frá þessum tíma hefur verið hægt að Ijúka meistarapróf ( greininni og síðan halda áfram og Ijúka licenciat- og doktorsgráðu frá skólanum, Á lægri stigum háskólanáms er það byggt upp á svipaðan hátt og við Háskóla íslands þar sem nemendum er gefinn kostur á að taka aukafag í öðrum greinum en helsti munurinn er að B.A.-gráða hefur verið lögð niður meðal finnskra há- skóla og bókasafnsfræðingar verða að Ijúka sem svarar fjögurra ára M.A.-gráðu til að starfa sem bókasafnsfræðingar. Nú eru fjórar prófessorstöður við Háskólann í Tampere og nokkrar dósentstöður, Fyrsti prófessorinn með próf í bóka- safnsfræði frá Tampere er Pertti Vakkari, en samkvæmt nýjum upplýsingum eru nú þrír aðrir prófessorar: Kalervo Járvelin, Reijo Savolainen og Eero Sormunen. Auk þess eru fjórir dós- entar, nokkrir kennarar og aðstoðarkennarar og tíu sem titlaðir eru rannsóknarmenn sem er einstakt fyrir norræna bóka- varðaskóla. Talsvert af náminu fer fram á ensku og háskóla- deildin kallast á ensku International School of Social Sciences (ISSS) og bókavarðanámið er hluti af námi við deildina. Tveir aðrir háskólar í Finnlandi bjóða upp á nám í bóka- safnsfræði, Háskólinn ( Oulu og Ábo Akademi sem er helsti sænskumælandi skólinn í Finnlandi. Ábo Akademi Bókavarðamenntun hófst við Ábo Akademi árið 1982 og var komið fyrir í þeirri deild sem kennir hagfræði og stjórnmála- fræði. Stofnun sú sem annast kennsluna heitir Institutionen för informationsförvaltning sem mætti kannski kalla stofnun um upplýsingastjórnun og er ( samskonar umhverfi og skorin í Tampere eða í deild þar sem kennd eru viðskiptafræði og stjórnmálafræði. Þrófessor við þessa skor varð Mariam Ginman sem varð fyrst til að Ijúka doktorsprófi við Háskólann í Tampere, Auk þess er einn svokallaður „överassistant" sem er á sama stigi og dósent á íslandi, einn lektor og nokkrir sem stunda rannsóknir, flestir að hluta til. Ábo Akademi hefur orðið mjög mikilvæg stofnun fyrir Norðurlöndin því þetta er eini skólinn þar sem kennt er á „skandinavísku” og boðið upp á háskólanám á æðri stigum. í raun hafa nemendur frá öllum Norðurlöndunum komið til Ábo til að Ijúka formlega doktors- gráðum sínum þótt þeir hafi stundað nám (sínum heimaskóla. Danir hafa átt sérstakan þátt ( að koma upp þessum tengsl- um og einn fastur kennari frá Danmarks biblioteksskole er aðjunkt í Ábo og fylgir nemendum sínum þangað. 24 Bókasafnið 24. árg, 2000 MeS allt á hreinu. Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur www.boksala.is bók/kla. /túdei\t\

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.