Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 26
Danmarks biblioteksskole hefur með höndum mjög um- fangsmikla endurmenntun og á hverju ári sækja um 4800 starfsmenn bókasafna og upplýsingastofnana námskeið sem skólinn skipuleggur. Aðstaða í skólanum er mjög hentug fyrir slíkt og góðir fyrirlestrasalir. Skólinn gaf nýlega út stefnumörkun fyrir starfsemina sem gilda á 2000-2004. Stefnan var samþykkt af skólaráðinu ( apríl 1999 og textann í heild er að finna á heimasíðu skólans. í stuttu máli eru aðalmarkmið skólans í tíu liðum og fjalla meðal annars um að styrkja fagleg einkenni innan fjölmiðlamenningar nútímans og leggja áherslu á rannsóknir innan sviðsins, þar sem leitað er eftir vel hæfum rannsóknarmönnum til starfa og auknu vægi alþjóðlegs samstarfs. Einnig verður áhersla lögð á endurmenntun og að efla framþróun upplýsingageirans, styrkja framhaldsmenntun á eand. mag. stigi og til doktors- prófs og auka framboð á fjarnámi með hjálp nýjustu tækni. Leitast verður við að auka þekkingu og færni kennara bæði við kennslu og rannsóknir til þess að skólinn geti skapað sér sinn sérstaka sess. Jafnframt á að efla bókasafn skólans og gera það að meiri og virkari þátttakanda í kennslu innan skólans Danski bókavarðaskólinn hefur borið höfuð og herðar yfir alla norrænu skólana og hefur hrósað sér af því að vera stærsti bókavarðaskóli í heimi enda hefur hann um sjötíu kennara og rannsóknamenn á sínum vegum, Nemenda- fjöldinn er um eitt þúsund og skólinn hafði 83 milljónir danskra króna til umráða árið 1999 eða um það bil 830 milljónir íslenskra króna. Það leikur því enginn vafi á að þessi skóli er sá sem hefur mest fjárráð og mest umleikis af öllum þeim stofnunum sem annast bókavarðamenntun á Norðurlönd- unum og þótt víðar væri leitað. Finnland Nám fyrir bókaverði hófst í Finnlandí um 1920 og um nokk- urra áratuga skeið var af og til boðið upp á námskeið sem voru að jafnaðí fjórir mánuðir. Árið 1946 hóf Háskólinn í Tampere að bjóða upp á nám sem fyrst í stað veitti mönnum rétt til að starfa í almenningsbókasöfnum. Námið var innan félagsvísindadeildar og hefur verið það síðan. Þó gaf námið ekki fulla háskólagráðu heldur var skoðað sem starfsþjálfun allt fram á sjöunda áratuginn. Tampere Fyrsta prófessorstaðan á Norðurlöndunum í bókasafnsfræði var veitt við Háskólann (Tampere árið 1971 og ný skor stofn- uð sem kallaðist bókasafns- og upplýsingafræði. Þessi fyrsti prófessor var Marjatta Okko sem var í raun með doktorsgráðu í landafræði en hafði lært bókasafnsfræði ( Bandaríkjunum. Með henni voru aðeins tveir kennarar fyrstu árin svo mikið byggðist á áhuga og krafti þessara kennara. Frá þessum tíma hefur verið hægt að Ijúka meistarapróf ( greininni og síðan halda áfram og Ijúka licenciat- og doktorsgráðu frá skólanum, Á lægri stigum háskólanáms er það byggt upp á svipaðan hátt og við Háskóla íslands þar sem nemendum er gefinn kostur á að taka aukafag í öðrum greinum en helsti munurinn er að B.A.-gráða hefur verið lögð niður meðal finnskra há- skóla og bókasafnsfræðingar verða að Ijúka sem svarar fjögurra ára M.A.-gráðu til að starfa sem bókasafnsfræðingar. Nú eru fjórar prófessorstöður við Háskólann í Tampere og nokkrar dósentstöður, Fyrsti prófessorinn með próf í bóka- safnsfræði frá Tampere er Pertti Vakkari, en samkvæmt nýjum upplýsingum eru nú þrír aðrir prófessorar: Kalervo Járvelin, Reijo Savolainen og Eero Sormunen. Auk þess eru fjórir dós- entar, nokkrir kennarar og aðstoðarkennarar og tíu sem titlaðir eru rannsóknarmenn sem er einstakt fyrir norræna bóka- varðaskóla. Talsvert af náminu fer fram á ensku og háskóla- deildin kallast á ensku International School of Social Sciences (ISSS) og bókavarðanámið er hluti af námi við deildina. Tveir aðrir háskólar í Finnlandi bjóða upp á nám í bóka- safnsfræði, Háskólinn ( Oulu og Ábo Akademi sem er helsti sænskumælandi skólinn í Finnlandi. Ábo Akademi Bókavarðamenntun hófst við Ábo Akademi árið 1982 og var komið fyrir í þeirri deild sem kennir hagfræði og stjórnmála- fræði. Stofnun sú sem annast kennsluna heitir Institutionen för informationsförvaltning sem mætti kannski kalla stofnun um upplýsingastjórnun og er ( samskonar umhverfi og skorin í Tampere eða í deild þar sem kennd eru viðskiptafræði og stjórnmálafræði. Þrófessor við þessa skor varð Mariam Ginman sem varð fyrst til að Ijúka doktorsprófi við Háskólann í Tampere, Auk þess er einn svokallaður „överassistant" sem er á sama stigi og dósent á íslandi, einn lektor og nokkrir sem stunda rannsóknir, flestir að hluta til. Ábo Akademi hefur orðið mjög mikilvæg stofnun fyrir Norðurlöndin því þetta er eini skólinn þar sem kennt er á „skandinavísku” og boðið upp á háskólanám á æðri stigum. í raun hafa nemendur frá öllum Norðurlöndunum komið til Ábo til að Ijúka formlega doktors- gráðum sínum þótt þeir hafi stundað nám (sínum heimaskóla. Danir hafa átt sérstakan þátt ( að koma upp þessum tengsl- um og einn fastur kennari frá Danmarks biblioteksskole er aðjunkt í Ábo og fylgir nemendum sínum þangað. 24 Bókasafnið 24. árg, 2000 MeS allt á hreinu. Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur www.boksala.is bók/kla. /túdei\t\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.