Bókasafnið - 01.01.2000, Page 44

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 44
litlu máli nema helst sérfræðínga OS þar sem þær voru 17%. Undir liðnum annað tóku margir fram að heimild væri frá námsárum eða að þeir hefðu fundið hana við grúsk á bókasafni. Bókasafnsfræðingar stofnananna höfðu aðeins í þrem tilvikum alls bent á heimild. Útgáfuform heimilda (tímaritsgrein, bók, skýrsla eða ráð- stefnurit) sagði nokkuð fyrir um hvar menn höfðu frétt af þeim. Flestar tímaritsgreinar fann fólk í heimildaskrám og næstflestar við að fletta tímariti, Mikill meirihluti heimilda sem fólk ^ r_____________________________ fann í gagnasöfnum var Ifka greinar í tímaritum en hins vegar frétti fólk af fáum slíkum á ráðstefnu eða fundi. Þar fengu sérfræðing- arnir hins vegar aðallega vitneskju um skýrslur. Félag- ar voru þó mikilvægastir þegar um skýrslur var að ræða. Flestar bækur fundust ( heimildaskrám en einnig er athyglisvert að þær virtust komast ( hendur sérfræðinganna eftir öðrum leiðum en annars konar heimildir. Þar vó þungt nám og grúsk á safni. 3.2.2 Hvar fólk náði í heimildir Á 4, mynd sést hvar vísindamennirnir á stofnununum fimm fengu ritverkin 496 sem lentu í úrtakinu. Bókasöfn viðkomandi stofnana voru mikilvægust en samtals fengu menn 61% heimilda af safninu eða í millisafnaláni. Félagar voru líka mikilvægir, þó ekki í jafnmiklum mæli og þeir voru varðandi það að frétta af heimild. Athugað var hvort útgáfuform heimilda skipti máli í þessu tilliti og reyndist svo vera. Menn töldu sig hafa fengið 52% tímaritsgreina á viðkomandi söfnum. Þar fengu menn hlut- fallslega heldur færri bækur, 44% og fæstar skýrslur, 29%, Svör vísindamannanna um hvar þeir höfðu fengið heimild voru færð inn í skrána með öllum heimildunum og þau borin saman við staðsetningu ritanna og kom þá í Ijós nokkurt misræmi. Af 241 heimild sem menn kváðust hafa fengið á viðkomandi söfnum voru 23 ekki til þar, Þarna skeikaði um 9,5%. í millisafnaláni fengu sérfræðingarnir 12% heimilda en töluverður munur var á stofnunum. Fengu sérfræðingar Rf, Hafró og RALA mun hærra hlutfall heimilda á þennan hátt heldur en félagar þeirra á Nst og OS. Þegar tölur um 42 millisafnalán til safnanna árin 1994 og 1995 voru skoðaðar (sjá 1. töflu) kom í Ijós að samræmi var hér á milli. Umfang millisafnalána var mun meira á Sjávarútvegsbókasafninu og safni RALA heldur en á OS og Nst, Frá félaga fengu þátttakendur 21% heimilda og er það í nokkuð góðu samræmi við það að menn fréttu fyrst af 25% heimilda hjá félaga. Eigin ritakaup voru aðeins tæp 7% og er það lítið hlutfall heimilda, Það sem ef til vill er athyglisvert er að rúmlega heimingur ritanna sem fólk keypti var til á bókasöfnum viðkomandi vísindamanna. Þegar gögnin voru skoðuð nánar kom hins vegar í Ijós að þetta voru mest bækur og aldur þeirra benti til þess að viðkomandi hefðu keypt þær í framhaldsnámi. (slensku vísindamennirnir virtust nota fagtímarit og heimildaskrár jafnvel meira heldur en erlendir félagar þeirra samkvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna sem voru til samanburðar. Þeir notuðu bókasöfnin í svipuðum mæli og erlendir vísindamenn. Útdráttarrit og beinlínuleitir skiptu þá íslensku vísindamenn sem höfðu aðgang að þeim meira máli en erlenda félaga þeirra og vísindamennirnir íslensku notuðu millisafnalánin einnig meira. Það átti þó ekki við um sérfræðinga á OS og Nst en á RALA, Hafró og Rf notuðu menn millisafnalánin verulega meira en fram kom í þeim erlendu rannsóknum sem til viðmiðunar voru, Það sem kom ef til vill mest á óvart í niðurstöðum könn- unarinnar var hversu lítill munur var á nýtingu bókasafnanna á stofnununum þegar tekið er tillit til þess hversu miklu munaði á eign þeirrá á þeim heimildum sem vitnað var í (sjá 2. mynd), Jafnframt virtist mega ætla að framboð á þjónustu safnanna réði nokkru um eftirspurn, það studdu tölur um heimildir fundnar í gagnasöfnum. Niðurstöðurnar sýndu að tilvitnanagreining, eins og henni var beitt í rannsókninni, er líklega réttmæt sem mæling á aðgengi ritakosts bókasafna. Fiún er hins vegar ekki réttmæt mæling á notkun hans. Könnun eða annars konar greining á notkun safnefnis þarf helst að fylgja með. Saman eiga aðferðirnar tvær að gefa nokkuð góða mynd af aðgengi og notkun heimilda. Þær gefa hins vegar ekki mynd af því hvað ræður heimildanotkun vísindamanna en það var skoðað í þriðja þætti rannsóknarinnar sem fer hér á eftir. Bókasafnið 24. árg, 2000 1 L tl rfl ii Á bókasafni Á öðru ísl. safni Millisafnalán Frá félaga Eigin kaup Annað ■ RALA * OS iNstfiHafró DRf 4. mynd. Flvar fólk náði í erlendar heimildir sem það vitnaði til 1994-95.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.