Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 45

Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 45
4 Öflun upplýsinga - af sjónarhóli vísindamannsins Rannsóknir á samskiptum hafa leitt í Ijós að þau eru mikilvæg leið vísindamanna til að frétta af nýjum og áhugaverðum rannsóknum, Formleg samskipti á ráðstefnum, málþingum og fundum leiða oft til óformlegri samskipta (Allen 1991, bls, 28). Áhugavert þótti að skoða viðhorf vísindamanna til bókasafna, hvernig þeir öfluðu upplýsinga og hvort vinnuaðstæður, verksvið og ábyrgð hefðu áhrif á það. Var það gert með opnum viðtölum og er framkvæmd þeirra lýst hér á eftir. 4.1 Aðferð Talað var við fimm konur og tíu karla á aldrinum 33 til 60 ára, samtals fimmtán manns, Vali þeirra var þannig háttað að leitað var \eftir viðmælendum úr hópi vísindamanna sem unnu á rannsóknarstofnunum á sviði raunvísinda. Þeir skyldu hafa lokið háskólaprófi, helst framhaldsnámi, og starfa nokkuð sjálfstætt, Þannig var valið fólk frá alls níu raunvísindastofn- unum þar sem vinna frá 30 upp í 90-100 manns við rann- sóknir. Innan stofnana var val vísindamannanna veltiúrtak sem byggðist á því að maður þekkir mann, nema hvað reynt var áð fá breidd í aldur viðmælenda. Menntun þátttakenda var mjög fjölbreytt, Höfðu tólf þeirra doktorspróf eða sambærilegt próf, tveir voru með meistarapróf en einn viðmælenda hafði aðeins B.Se. próf. Hann var jafnframt sá eini þátttakenda sem hafði ekki stundað nám við erlendan háskóla. Aðeins einn vísindamannanna fimmtán naut ekki þjónustu bókasafns- fræðings. í viðtölunum voru könnuð áhrif aðstæðna á viðhorf fólks til upplýsinga. Auk þess var skoðað hvernig vísindamenn not- uðu bókasöfn og hvaða skýringar kynnu að liggja að baki því hversu misduglegir þeir voru að nýta sér þjónustu þeirra, Ákveðnar spurningar voru lagðar til grundvallar en viðtölin mótuðust eftir því sem leið á rannsókn, skerpt var á ákveðn- um atriðum og nýjum þáttum sem komu í Ijós var fylgt eftir. Viðtölin voru tekin á tímabilunum 24. september til 6. nóvember 1996 og 30, janúar til 9. maí 1997. Þau tóku 50-80 mínútur hvert og voru tekin upp á segulband með leyfi viðmælenda. Öll voru þau afrituð og eru gögnin tæplega 500 blaðsíður, Rætt var við fólkið í starfsumhverfi þess með þeirri undan- tekningu að við tvo vísindamenn var talað á heimili þeirra. Greining gagnanna hófst strax eftir fyrsta viðtal og var haldið stöðugt áfram. Eftir að helstu hugtök höfðu verið fundin voru mótaðir lýsandi flokkar og síðan voru hugtakaflokkar unnir upp úr þeim. Byggðust þeir aðallega á virkni viðmælenda og hæfni þeirra við að afla upplýsinga, svipað og hjá Palmer (1991). Greiningin var í samræmi við grundaðar kenningar en einnig var stuðst við kenninguna um hagkvæmustu efnisöflun, 4.2 Niðurstöður - flokkun í hópa Við flokkun sérfræðinganna í hópa var einkum tekið mið af eftirfarandi atriðum: a Efnisöflun - hversu víðtæk hún var, frumkvæði, hve margar aðferðir fólk notaði og hversu djúpt var kafað eftir efni með hverri aðferð. b Aðstæðum - ábyrgð og aðgengi að upplýsingalindum. c Rannsóknarsviði - hvort það var þröngt, vítt, einhæft (t.d. tæknileg vinna, gagnasöfnun) eða krefjandí - og þátttöku í hópum - hvort þeir voru innlendir, erlendir - litlir eða stórir. Einnig var tekið tillit til persónulegs og/eða faglegs metnaðar að svo miklu leyti sem hann virtist móta vinnulag á afgerandi hátt. Vísindamennirnir voru flokkaðir í fjóra flokka: útherja, framherja, alherja og innherja. Flokk útherja fyllti það fólk sem sýndi mest frumkvæði ( upplýsingaleit, framherjahópinn skipaði fólk sem hafði tileinkað sér ákveðnar aðferðir og vildi halda sig við þær. Megineinkenni alherja var að þeir söfnuðu mjög miklu af rituðum heimildum en innherjar á hinn bóginn afar litlu. 4.2.1 Útherjar Fjórir vísindamenn, ein kona og þrír karlar, voru flokkaðir sem útherjar. Sameiginlegt einkenni þeirra og það sem helst greindi þau frá öðrum var að þau höfðu gott vald á tölvu- tækninni og nýttu sér Internet og leitarvélar. Þau sýndu frumkvæði í upplýsingaöflun og voru tilbúin að læra nýjar leitaraðferðir enda virtust þau ekki hafa mikið fyrir því, Allir útherjar unnu á víðu eða nokkuð víðu fagsviði. Verkefni þeirra voru annaðhvort umfangsmikil eða á nýju sviði og því mjög krefjandi. Þau voru virk í bæði innlendu og erlendu samstarfi, sóttu öll ráðstefnur og vinnufundi og var sóst eftir framlagi þeirra. Enginn útherja var skipulagður í upplýsingaleit sinni en þeir leituðu þegar þörf krafði, Fólkið var metnaðarfullt, leitandi og ekki öruggt um að það hefði þá yfirsýn sem það vildi hafa. Útherjar söfnuðu allir sérprentum og tölvuskráðu enda lögðu þeir mikið upp úr því að hafa þau aðgengileg. Frumkvæð þjónusta bókasafnsfræðinga við útherja ætti fyrst -og fremst að felast í því að benda þeim á nýjar aðferðir og gagnasöfn á netinu, tímarit og aðrar upplýsingalindir. Útherjar eru fljótir að læra og miðla kunnáttu sinni til sam- starfsmanna. Bókasafnsfræðingar ættu að leita eftir samstarfi við útherja, leiðbeina þeim og læra af þeim. Bókasafnið 24. árg, 2000 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.