Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 48

Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 48
Laurel A. Clyde og Jane E. Klobas Lært á Internetið íslenskur hluti yfirstandandi alþjóðlegrar rannsóknar Arið 1989 gerðu höfundar þessarar greinar rann- sókn á því hvaða upplýsingamiðla þókasafns- og upplýsingafræðingar í Vestur-Ástralíu nota til að fylgjast með nýrri þróun í upplýsingatækni (Clyde og Kloóas, 1989; Klobas og Clyde, 1990). Upphafleg áætlun var að gera rannsókn sem væri lítil að umfangi og stæði yfir í takmarkaðan tíma. Pess í stað varð hún að grunni fyrir frekari rannsóknir á upplýsingaveitum sem fagfólk í upp- lýsingamiðlun notar (Klobas, 1991; Klobas, 1992; Klobas og McGill, 1993) og þeim ákvörðunum sem fólk tekur um þær (Klobas og Clyde, 1991; Klobas, 1993). Niðurstöður þessara fyrstu rannsókna virtust bæði áhugaverðar og sýna fram á mikilvægi frekari rannsókna. í framhaldi af því var ákveðið að halda áfram rannsóknarstarfinu. Áherslan í rannsóknunum hefur þó breyst frá því í byrjun sem endurspeglar breytingar á upplýsingaveitum samfélagsins. Áherslan hefur í auknum mæli verið lögð á að athuga með hvaða hætti fólk öðlast vifneskju um og lærir að nota nettengdar upplýsingaveitur, þar með talin upplýsingakerfi sem eru sett upp á háskólanetum (Klobas, 1997b) og Internetið (Clyde og Klobas, 1998). Þrátt fyrir langt samstarf höfunda hefur þetta frekar verið óformleg röð innbyrðis tengdra rannsókna en formlegt, skipulagt, langtíma verkefni (sjá yfirlit yfir rannsóknirnar ásamt skýringum, aðgengilegt frá http://www.hi.is/~anne/clyde_klobas.html). Gögnum hefur verið safnað með ýmsum hætti síðastliðinn áratug í Ástralíu, Namibíu og á íslandi, í framtíðinni er áætlað að safna gögnum í Singapore og viðar. Höfundarnir hafa á stundum, ýmist báðir eða annar, notið aðstoðar fólks við rannsóknirnar. í þessari grein verður fjallað um greiningu gagna sem safnað var á íslandi. Gögnum var í fyrsta lagi safnað í lang- tímarannsókn á íslenskum Internetnemum sem var gerð á árunum 1993 til 1996, Fyrir íslenska lesendur verður hér birt yfirlit yfir greiningu þessara gagna en umfjöllun um rannsókn- ina hefur verið birt annars staðar á ensku (sjá Clyde og Klobas, 1998; Klobas og Clyde, í prentun). Til að lýsa þeirri 46 þróun sem hefur átt sér stað frá árinu 1996 verður notast við frumgreiningu gagna sem safnað var á árunum 1998 til 1999. Mismunandi aðferðir og mismunandi tilgangur lágu áð baki söfnunar gagna frá þessum tveimur tímabilum. Þrátt fyrir það styðja frumniðurstöður rannsóknanna frá 1998 til 1999 þróunina sem kom fram í rannsókninni 1993 til 1996. Frumniðurstöður rannsóknanna frá 1998 til 1999 hafa verið aðgengilegar á veraldarvefnum í töfluformi (Clyde, 1998; Clyde, 1999) en er í fyrsta sinn lýst hér á prenti. í lokakafla greinarinnar verður rætt um gildi rannsóknanna með tilliti til kennslu og frekari rannsókna. Fræðilegur bakgrunnur Áður en sjálfri rannsókninni verður lýst verður fjallað stuttlega um fræðilegan bakgrunn hennar. Er þetta gert til að setja rannsóknina og greiningu á íslensku gögnunum ( viðeigandi samhengi. Hinn fræðilegi bakgrunnur er tvíþættur. Annars vegar felst hann í skoðun á því sem áður hefur verið skrifað um rannsóknir tengdar þessu sviði. Hins vegar felst hann í leit að viðeigandi fræðilíkani sem hægt er að nota sem grundvöll fyrir greiningu gagnanna, Frá árinu 1989 hefur vinnan byggst á skoðun á eldri fræðiskrifum. Slík skoðun hefur verið gerð í hvert sinn sem hin minnsta stefnubreyting hefur átt sér stað. Vegna þess að rannsóknin er í eðli stnu þverfagleg hafa viðeigandi fræðiskrif á fleiri en einu sviði verið skoðuð, meðal annars á sviði mennt- unar og kennslu, sálarfræði, upplýsingakerfa, upplýsinga- tækni, bókasafns- og upplýsingafræði, fjölmiðlunar og sam- skipta, auk stjórnunar. Einnig var á rannsóknartímabilinu fylgst með fréttum og upplýsingaveitum á íslandi (þar með talið gagnagrunnum dagblaða), Var þetta gert til að leita vís- bendinga um breytingar og þróun á aðlögun að Internetinu og notkun þess á landinu. Skoðun á eldri fræðaskrifum hjálpaði til við að setja rann- sóknina í samhengi við ríkjandi þróun innan þessara fræða. Rýnin leiddi þó ekki í Ijós neinn kenningarlegan grundvöll sem Bókasafnið 24. árg, 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.