Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 50

Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 50
skóla íslands fengið aðgang að Háskólanetinu og Internetinu fyrir árið 1990. Árið 1992 var íslenska menntanetíð, eitt af fyrstu menntanetunum á landsvísu, orðíð fullkomlega starf- hæft, Þróun sem þessi leiddi af sér þörf fyrir Internetnámskeið á öllum stigum. Langtímarannsóknin á Internetnemum átti rætur að rekja til þess að lausn þurfti að finna á vandamáli vegna kennslu á sviði sem var þá tiltölulega nýtt - að kenna fólki að nota Inter- netíð, Árið 1993 þyrjaði Anne Clyde að kenna inngangsnám- skeið að Internetinu. í fyrstu var það kennt sem hluti af B.A.- námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla (slands. Síðar var það haldið við Há- skólann á Akureyri (fyrir nem- endur í kennslufræðum og viðskiptafræðum) og við Sam- vinnuháskólann á Bifröst (fyrir rekstrarfræðinema). Að auki voru haldin stutt endurmennt- unarnámskeið til kynningar á Internetinu fyrir fagfólk (bóka- safnsfræðinga, lögfræðinga, blaðamenn, lækna, fræði- menn og aðra) og fyrir al- menning. Samantekt á nám- skeiðum frá 1993 til 1996 er birt í töflu 1. Námskeiðin byrj- uðu öll með kynningu á raf- rænum pósti. Þegar nem- endur eru að læra að svara rafrænum pósti er æskilegt að þeir fái einhver skilaboð sem þeir geta svarað. Jane Klobas var á þessum tíma, eins og áður er getið, að kanna leiðir til að greina og skýra ástæður fólks, sem er ekki fagfólk í upplýsingamiðlun, fyrir að nota nettengd upplýsingakerfi. Frá þessum sameiginlegu hagsmunum kviknaði hugmyndin um að senda þátttakendum námskeiðsins rafrænan póst. Með þessu fengju þeir æfingu í að svara skilaboðum auk þess sem hægt væri að safna gögnum um ástæður þátttakenda fyrir því að vilja læra um Internetið. Langtímarannsóknin byrjaði því með þeirri hugmynd að söfnun gagna með þessari aðferð gæti gefið gagnlega innsýn á notkun Internetsins, án þess þó að ákveðinn fræðilegur bakgrunnur lægi að baki sem hægt væri að vinna úr þessum gögnum eftir. Þetta síðasttalda vandamál leystist með tilkomu PBiC líkansins í gegnum rannsóknir Jane Klobas í Vestur-Ástralíu á árunum 1995 til 1997. f heild tók 621 einstaklingur þátt f Internetnámskeiðum sem 48 kennd voru af Anne Clyde á íslandi á þriggja ára tímabili frá árinu 1993 til 1996. Af þeim fjölda svöruðu 449 spurninga- lista sem sendur var í rafrænum pósti. Samsvarar það 72,4 prósent svarhlutfalli. Fyrir utan átta einstaklinga (1,8%) af 449 svöruðu allir spurningunum með þeim hætti að svörin voru skiljanleg rannsóknaraðilum. Af þessum voru fjórir erlendir nemar frá Lettlandi, tveir voru óviðkomandi og tuttugu sendu inn svör við spurningalista sem hafði áður verið sendur út til forprófunar. Af þessu leiðir að 423 svör voru greind í lang- tímarannsókninni. í byrjun rannsóknanna var lítið vitað um viðhorf til Internets- ins og til þess að læra að nota það. Þess vegna var spurningalistinn byggður á spurningum sem Ajzen og Fishbein (1980) mæla með til að greina viðhorf og til að draga fram helstu skoðanir fólks um mannlegt atferli. Einnig var byggt á spurning- um sem notaðar voru í bein- um viðtölum við ástralska notendur rafrænna upplýs- ingakerfa (Klobas, 1994). Till- högun kennslunnar krafðist þess jafnframt að skilaboð væru stutt, vinsamleg, auð- veld þeim sem hefðu ekki áður svarað rafrænum pósti og auðskilin einstaklingum sem hefðu ekki ensku að móðurmáli. Skilaboð sem voru for- prófuð í fyrsta námskeiðinu (nóvember 1993) voru lagfærð og notuð í öllum námskeiðum sem haldin voru eftir það á Islandi. í aðlagaðiý mynd kölluðu þau fram viðeigandi svör í gegnum alla langtímarannsóknina og einnig í rannsókn sem gerð var síðar í Namibíu (Klobas og Clyde, 1998). Endurgerð skila- boðanna er sýnd á mynd 2. Greining á viðhorfum til Internetsins og til þess að læra á Internetið byggðist aðallega á svörum við spurningu númer tvö: „Hvers vegna viltu læra á Internetið?" Gögnin sem fengust með rafrænum pósti fyrsta árið voru greind með NudlST (hugbúnaður hannaður fyrir greiningu á gögnum í textaformi). Greining með þessum hætti reyndist ófullnægjandi af nokkrum ástæðum. Tengdust sumar þeirra rannsókninni sjálfri, einkum því að skoðun á eldri fræðiskrifum hafði ekki leitt í Ijós neinn viðeigandi fræðilegan grundvöll. Aðrar tengdust hugbúnaðinum (a.m.k. þeirri útgáfu sém Bókasafnið 24. árg, 2000 Spurningalisti sendur með rafrænum pósti G'day! This traditional Australian greeting comes to you from Perth, Western Australia. (It is short for " Good day" , and pronounced * g'die" . Ask Anne Clyde to say it for you.) I hope you enjoy learning to use the Internet. I am very pleased to play a small part in your course, even though I am far away in Perth. (Perhaps Anne Clyde will invite me to Iceland to participate in person. I have only visited Iceland once but enjoyed my visit very much.) Will you help me with my research? I am a professor in the Graduate School of Mcmagement at the University of Western Australia. My research is about why people use electronic information resources, like the Internet. Please reply to this message with answers to these questions: 1. Have you used the Internet before today? If so, how many times? 2. Why do you want to learn about the Internet? ***************************************************************** Jane Klobas Lecturer The Graduate School of Management The University of Western Australia Nedlands WA 6007 Australia Mynd 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.