Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 51
höfundar höfðu aðgang að á þessum tíma). Þegar sömu
gögn voru greind aftur með notkun SPSS hugbúnaðar og
með PBiC líkanið sem fræðilegan grundvöll náðist betri
árangur. í kjölfarið voru öll gögnin sem safnað var á árunum
1993 til 1996 greind með þessum hætti (sjá mynd 3 fyrir
yfirlit yfir langtímarannsóknina). Upplýsingar um kóðun og
greiningu gagnanna er að finna í öðrum greinum höfundanna
(einkum Klobas og Clyde, í
prentun). [ eftirfarandi
umræðu eru dregnar saman
niðurstöður lokagreiningar
gagnanna sem safnað var á
þessu þriggja ára tímabili.
Flesf;ir þátttakendur í nám-
skeiðunum höfðu ákveðnar
hugmyndir um notkun Inter-
netsins í byrjun námskeiðs-
ins. Þrátt fyrir það virðist sem
aðalhvatinn fyrir námskeiðs-
þátttöku þeirra hafi verið sá
að auka við almenna þekk-
ingu sfna eða skilning á Inter-
netinu. Að undanskildum litl-
um hópi þátttakenda nefndu
jafnvel þeir sem urðu að taka
námskeiðið sem hluta af
B.A.-námi sínu, að ástæða
þeirra fyrir þátttöku byggðist
frekar á því að þeir vildu læra
um Internetið en kröfu um að
Ijúka námskeiðinu sam-
kvæmt gildandi námskrá. Þegar komið var fram á árið 1995
voru þeir nemendur orðnir fáir sem tóku fram að námskeiðið
væri skyldunámskeið.
Fleiri breytingar komu fram í ástæðum þátttakenda fyrir
námskeiðsþátttöku á þeim þremur árum sem rannsóknin stóð
yfir. Aðeins á árinu 1994 greindu þátttakendur frá verulegri
þörf fyrir að kanna möguleika Internetsins eða vísuðu til þarfar
til að læra á Internetið áður en þeir byrjuðu að nota það í
raun. Á árinu 1995 voru hins vegar nokkrir þátttakendur farnir
j að greina frá þvi að það sem hvetti þá til að læra á Internetið
væri að þeir vildu ekki „missa af lestinni". Tiltölulega hátt hlutfall
þeirra sem voru byrjendur á Internetinu tók fram að þeim fynd-
ist mikilvægt að læra á Internetið, Sá hópur þátttakenda sem
gat þess að það væri mikilvægt að læra á Internetið stækkaði
óðum þann tíma sem rannsóknin stóð yfir. Svo virðist sem
eftir 1994 hafi þátttakendur haft áhuga á að læra um Inter-
netið vegna Internetsins sjálfs eða vegna þess að þeir höfðu
trú á því að það væri mikilvægt að kunna að nota það. Enn-
fremur virðist að þótt þeir væru kunnugir Internetinu hafi þeir
fundið fyrir þörf til að kanna eða læra á grundvallaratriði þess
áður en þeir byrjuðu að reyna að notfæra sér það í raun.
Flestir þátttakendur hugðust nota Internetið í viðskiptalegum
eða faglegum tilgangi. Auk þess ætluðu flestir bæði að nota
það til að safna upplýsingum
og til að eiga samskipti við
annað fólk. Nokkur munur
var þó á ástæðum þátt-
takenda fyrir því að nota
Internetið eftir því hvort þeir
ætluðu aðallega að nota það
til upplýsingaöflunar eða
aðallega til samskipta. Þátt-
takendur væntu þess að
notkun Internetsins væri
áhugaverð, gagnleg og
ánægjuleg, Þeir væntu þess
að umfram aðra miðla (þar
með talið fax og síma) hefði
Internetið kosti, hraða og
væri þægilegra í notkun en
viðurkenndu jafnframt að
réttan búnað þyrfti til að nota
það. Fáir minntust á gæði
Internetsins, Á meðal þeirra
fáu sem það gerðu var hátt
hlutfall af reyndum Internet-
notendum, Styður það þá
hugmynd að á meðal Internetnotenda með litla reynslu skipti
viðhorf til útkomu notkunar meira máli heldur en gæði Inter-
netsins.
Fáir þátttakendur lýstu yfir óvissu eða neikvæðum viðhorfum
til Internetsins og notkunar þess. Ummæli tengd skynjun á
stjórn voru fátíð og lýsti meirihluti jákvæðri frekar en neikvæðri
skynjun á stjórn. Algengustu ummæli um stjórn vísuðu til þess
úrvals (eða skorts á úrvali) sem þátttakendur höfðu af við-
eigandi tækjum og aðstöðu til Internetnotkunar. Fjöldi þátttak-
enda sem minntist á aðgang að aðbúnaði minnkaði eftir því
sem leið á rannsóknina og tölvur og módem urðu algengari á
íslandi- í heild endurspegluðu svörin afar jákvæð viðhorf til
Internetsins. Internetið var eitthvað sem þátttakendur væntu
að nota til venjulegra mannlegra samskipta og til upplýsinga-
söfnunar. Þeir væntu þess að njóta góðs af því bæði í starfi
og sem einstaklingar. Svo virðist sem nemendur (jafnvel þeir
Yfirlit yfir áfanga í langtímarannsókn á íslandi
Atburöur
Nlðurstaða (Rannsóknarstig)
Fyrsta Internetnámskeiöiö
Forprófun spumingalista
Gagnasöfnun hefst
Skoöun eldri fræöaskrifa
Fariö yfir gögnin og lagt
mat á tengsl þeirra viö
eldri fræðaskrif
Viöurkennt aö hugsanlegar
breytinga hafi oröiö á viöhorfum
til Intemetsins og til námskeiöanna
Gagnasöfnun heldur áfram
Jane Klobas þróar kenningu um
skipulagöa hegöun sem grundvöll
fyrir rannsókn á notkun nettengdra
upplýsingaveitna
Gagnasöfnun haldiö áfram
Jane Klobas lýkur þróun PBiC likans
um notkun nettengdra upplýsingaveita
Btig-lt-Rannsóknarspumingar settar fram
Stig 2: Gögn frá fyrsta árinu greind,
Nóv 1993 - Des 1994, meó Nud*IST
Stig 3: Endurgreining á gögnum frá
fyrsta árinu, byggt á kenningu um
skipulagöa hegöun og meö SPSS
Gagnasöfnun lýkur
Stig 4: Greining gagna frá 1994 til 1996
byggö á kenningu um skipulagöa
hegöun meö hliösjón af niöurstööum
frá stigi 3 og PBiC likani Klobas
Mynd 3.
Bókasafnið 24, árg. 2000
49