Bókasafnið - 01.01.2000, Page 59

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 59
ráðinn yrði framkvæmdastjóri í að minnsta kosti hlutastarf til að sinna daglegum rekstri og málefnum félagsins í umboði stjórnar. Innan félagsins var gert ráð fyrir að störfuðu einstök svið og nefndir eftir því sem við ætti hverju sinni. Lög félagsins voru hugsuð sem nokkurs konar rammalög og nánari út- færslu var síðan að finna f greinargerð. Skipurít félagsins og Listi yfir innlend og erlend samskipti áttu að auðvelda stjórn og félagsmönnum að hafa yfirsýn yfir starfsemi þess. Við úttekt á fjármálum félaganna kom í Ijós að enginn veru- legur munur var á fjárhagsstöðu þeirra þannig að missterk fjárhagsstaða félaganna þurfti ekki að standa í vegi fyrir sam- einingu. Atkvæðagreiðsla um sameininguna og niðurstöður Kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu bókavarða- félaganna voru send út með kynningarefninu og skrifleg atkvæðagreiðsla um málið fór fram meðal félagsmanna þar sem þeir tóku endanlega ákvörðun um hvort af sameiningu bókavarðafélaganna yrði. í atkvæðagreiðslu um sameiningu félaganna, sem lauk þann 14. maí 1999, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem afstöðu tóku að Félag bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélag íslands ásamt aðíldar- félögum þess, Félagi um almenningsbókasöfn og skólasöfn og Félagi bókavarða í rannsóknarbókasöfnum, sameinuðust I eítt félag frá og með 1, janúar 2000. Úrslit kosninganna voru kunngerð á tölvupóstlistanum Skruddu og heimasfðu félaganna um tveimur vikum eftir að atkvæðagreiðslu lauk, ennfremur í Fregnum 2. tbl., 24. árg. 1999, bls. 17. Atkvæði féllu á eftirfarandi hátt ( hverju félagi um sig: Félag bókasafnsfræðinga: Atkvæðisrétt höfðu: 235 Atkvæði greiddu: 120 eða 51,1% Já sögðu: 113 eða 94,1 % Nei sögðu: 2 eða 1,7% Auðir voru: 2 eða 1,7% Ógildir voru: 3 eða 2,5% Félag um aimenningsbókasöfn og skólasöfn: Atkvæðisrétt höfðu: 188 Atkvæði greiddu: 89 eða 47,3%' Já sögðu: 85 eða 95,5% Nei sögðu: 1 eða 1,1% Auðir voru: 1 eða 1,1% Ógildir voru: 2 eða 2,3% Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum: . Atkvæðisrétt höfðu: 132 Atkvæði greiddu: 70 eða 53,0% Já sögðu: 65 eða 92,9% Nei sögðu: 5 eða 7,1% Auðir voru: 0 Almenn leynileg atkvæðagreiðsla fór fram í pósti, aðskilin eftir félögum, og voru atkvæðin talin í hverju félagi fyrir sig. Þeir sem voru félagar f fleiri en einu félagi fengu því kjörgögn í samræmi við félagsaðild. Til þess að tillagan um sameiningu teldist samþykkt innan hvers félags um sig þurfti einfaldur meirihluti þeirra sem afstöðu tóku að samþykkja hana. Atkvæðisrétt höfðu allir skuldlausir einstaklingar í viðkomandi félögum samkvæmt nánari skilgreiningu stjórnar hvers félags um sig. Gömlu bókavarðafélögin lögð niður og kvödd Eftir að vilji félagsmanna varð Ijós við atkvæðagreiðsluna var næsta skref að huga að undirbúningi stofnfundar nýs félags og jafnframt að því að leggja gömlu félögin niður í samræmi við lagaákvæði (hverju félagi um sig. Bókavarðafélag íslands reið á vaðið með að leggja félagið niður. Á 17. ársþingi Bókavarðafélags íslands, sem haldið var 29. maí 1999, staðfestu þingfulltrúar niðurstöður úr atkvæða- greiðslu félaganna um að sameinast í eitt félag sem tæki til starfa 1. janúar árið 2000 og samþykktu jafnframt að slíta Bókavarðafélagi (slands frá sama tíma að telja. Ýmsa undirbúningsvinnu þurfti að inna af hendi ( hinum félögunum svo félagsslit gætu orðið með lögformlegum hætti. Breyta þurfti lögum, til dæmis hjá FAS, til að einfalda félagsslitin. Einnig þurfti að breyta lögum og gera stjórnarsam- þykktir svo tryggt væri að eignir gömlu félaganna gengju áfram til nýja félagsins. FAS félagar samþykktu ( allsherjar- atkvæðagreiðslu að leggja félagið niður. Slit FB og FBR voru samþykkt á félagsfundum, FB og FBR héldu síðan vegleg kveðjuhóf fyrir félagsmenn sína. FBR hélt veglega móttöku þann 22. október 1999 og FB stóð fyrir hátíðarkvöldverði þann 4. nóvember sama ár. Haft var á orði að félagslíf ( bókavarðafélögunum hefði sjaldan verið svo líflegt sem þetta haust. BVFÍ klykkti svo út með því senda félögum í FAS og FBR jólakort þar sem félagið þakkaði öllum þeim sem starfað höfðu fyrir félagið og óskaði félögum góðs brautargengis í nýju félagi á nýrri öld. Bókasafnið 24, árg, 2000 57

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.