Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 60

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 60
Störf Vinnuhóps um sameiningarmál bókavarðafélaga Mikið og óeigingjarnt starf var unnið til að sameining bóka- varðafélaganna gæti orðið að veruleika. Þegar vinnuframlagið sem innt var af hendi vegna sameiningarinnar er skoðað telst svo til að í þessi tvö ár sem sameiningarferlið stóð yfir hafi verið haldnir um 40 vinnufundir. Fundirnir stóðu að jafnaði í tvær til þrjár klst. og að meðaltali voru um fimm manns á fund- unum. Þetta er, vægt reiknað, alls ígildi um 3ja mánaða starfs og er þá ótalið vinnuframlag milli funda sem oft var verulegt. Mesta vinnan fór í samningu laga, það er umgjörð og skipulag hins nýja félags. Margir komu þar við sögu. Auk bókasafns- og upplýsingafræðinga voru íslenskufræðingar og lögfróðir menn fengnir til að leggja blessun sína yfir lögin. Af þessu má sjá að í vinnuframlagi metið er hér um dýr- mætt félag að ræða og er vonandi að félagið verði í fram- tlðinni einnig dýrmætt félagsmönnum sínum. Óskandi er að sameinaðir geti bókaverðir og bókasafns- og upplýsinga- fræðingar eflt skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar bóka- safns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna bóka- safna og upplýsingamiðstöðva, eflt samstarf sín á milli, aukið fagvitund sína og menntun og í auknum mæli látið að sér kveða á fagsviðinu og á opinberum vettvangi. Stofnfundur nýja félagsins þann 26. nóvember 1999 Á haustdögum 1999 tók Vinnuhópur um sameiningarmál bóka- varðafélaga á íslandi svo þráðinn upp að nýju við að undirbúa stofnfund í samræmi við vilja félagsmanna og stefnt var á að halda stofnfund sameinaðs félags síðla hausts sama ár. Stofnfundurinn var svo haldinn í Norræna húsinu þann 26, nóvember 1999. Á fundinum voru flutt ávörp og félaginu sett lög. Lagadrög þau sem fyrir fundinum lágu voru samþykkt óbreytt ( öllum grundvallaratriðum. Lögin eru birt í heild sinni annars staðar i blaðinu. Þá var félaginu valið nafn, kosin stjórn og árgjald ákveðið. Á fundinum var samþykkt umboð til handa nýrri stjórn félagsins til að grfpa til viðeigandi ráðstafana um kaup á auknum húsnæðishlut í sameignarfélaginu Ásbrú að Lágmúla 7. Einnig var samþykkt tillaga um staðfestingu á umboði þeirra fulltrúa sem sitja í nefndum og ráðum fyrir forvera nýja félagsins. Frá og með fyrsta starfsdegi nýja félagsins urðu þeir fulltrúar þess. Fyrstu stjórn nýja félagsins skipa eftirfarandi aðilar sem skipta þannig með sér verkum: Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður formaður og varaformaður eru tengiliðir við stjórnunarsvið Lilja Ólafsdóttir, gjaldkeri, tengiliður við fjármálasvið Hólmfríður Tómasdóttir ritari, viðheldur félagatali Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir meðstjórnandi, tengiliður við útgáfusvið Jenný K. Valberg meðstjórnandi, tengiliður við ráðstefnu- og fræðslusvið Þórhallur Þórhallsson meðstjórnandi, tengiliður við fagsvið Þeirra sem hafa fengið það hlutverk að ýta nýja félaginu úr vör bíður mikið starf, Mikilvægt er að félagsmenn séu virkir og skjóti hugmyndum að stjórninni um verkefni sem eflt geta félagið faglega og félagslega. Fjölmennt var á stofnfundinum og fór hann málefnalega fram. Þátttakan lofar vissulega góðu um kröftugt starf í framtíðinni, Þar sem einsýnt þótti að ekki gætu allir félagsmenn sótt stofn- fundinn ákvað vinnuhópurinn að birta stofnfélagaskrá í næsta hefti Bókasafnsins og birtist hún annars staðar í blaðinu. Að loknum stofnfundinum nutu fundarmenn tónlistar strengjakvartetts ungra tónlistarmanna. Einnig var glæsileg mótttaka fyrir fundarmenn í Norræna húsinu í boði mennta- málaráðherra, Björns Bjarnasonar og konu hans, Rutar Ingólfsdóttur, Bókavarðafélögin hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf við menntamálaráðuneytið og oft leitað til ráðuneytisins um styrki til ýmissa verkefna á vegum félaganna og jafnan fengið góða fyrirgreiðslu. Ennfremur hafa fulltrúar félaganna starfað í ýmsum nefndum á vegum ráðuneytisins. Hið nýstofnaða félag væntir sér mikils af samstarfi við menntamálaráðuneytið hór eftir sem hingað til. Um þessar mundir er mjög ör þróun á sviði upplýsingamiðl- unar og upplýsingatækni og hið nýstofnaða félag Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða hefur fullan hug á að taka þátt í að móta þá þróun sem verður á þessu sviði ( framtíðinni, Hugmyndasamkeppni um nafn á nýtt félag Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga á íslandi ákvað að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja félagið. Auglýst var á Skruddu og í Fregnum eftir tillögum um aðalheiti, undirheiti og vefsetur og einnig mátti koma með tillögur um enskt heiti. Alis komu 54 tillögur um aðalheiti, 13 um undirheiti og 26 um vefsetur. Um enskt heiti komu 15 tillögur, Tilnefnd var sérstök nafnvalsnefnd sem í áttu sæti þær Eydís Arnviðardóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir og Inga Kristjánsdóttir sem var formaður kjörnefndarinnar. Valdi nefndin úr tillögunum og útbjó atkvæðaseðla og kusu fundarmenn milli nokkurra nafna, í boði voru vegleg bókaverðlaun sem útgefendur gáfu. Bækurnar áttu það sameiginlegt að hafa hlotið viðurkenningu Félags bókasafnsfræðinga sem besta frumsamda fræðibók ársins fyrir fullorðna. Upplýsing var valið aðalheiti félagsins með 27,4% greiddra atkvæða en kosið var á milli fimm nafna. Bára Stefánsdóttir 58 Bókasafnið 24. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.