Bókasafnið - 01.01.2000, Side 62
Upplýsing
Félag bókasafns- og upplýsingafræða
LOG
I. NAFN OG MARKMIÐ
1. gr. Nafn og varnarþing
Félagið heitir: Upplýsing — Félag bókasafns- og upplýsinga-
fræða. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Markmið
Markmið félagsins er:
a) Að auka skilning á mikilvægi sérfræðíþekkingar bóka-
safns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna
þókasafna og upplýsingamiðstöðva.
þ) Að efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og
upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og
vísinda.
c) Að bæta aðstöðu til rannsókna og náms í bókasafns-
og upplýsingafræði.
d) Að efla samstarf og samheldni félagsmanna.
e) Að gangast fyrir faglegri umræðu um bókasöfn og
upplýsingamiðstöðvar.
f) Að stuðla að og standa fyrir símenntun félagsmanna.
g) Að auka samvinnu ólíkra safnategunda.
h) Að koma á samvinnu við innlenda og erlenda aðila
með svípuð markmið,
i) Að vera löggjafanum og stjórnvöldum tíl ráðgjafar um
bókasafns- og upplýsíngamál.
j) Að starfa með Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsinga-
fræðinga og öðrum stéttarfélögum eftir því sem við á.
II. FÉLAGSAÐILD
3. gr. Félagsaðild
Rétt til félagsaðildar eiga:
a) Bókasafns- og upplýsingafræðíngar svo og þeir sem
starfa á rannsóknarþókasöfnum, almenningsbókasöfn-
um, sérfræöibókasöfnum, skólasöfnum, starfsmenn
stofnana og fyrírtækja sem vinna að upplýsingamiðlun.
b) Nemar í bókasafns- og upplýsingafræði eða öðru námi
á sviði upplýsingamiðlunar og -tækni geta átt
aukaaðíld að félaginu í allt að þrjú ár. Nemar, sem óska
eftir aukaaðild, hafa málfrelsi á fundum en ekki
atkvæðisrétt og eru ekki kjörgengir.
c) Áhugamenn um markmið félagsins.
d) Almenningsbókasöfn, skólasöfn og sérfræði- og
rannsóknarbókasöfn, skjalasöfn svo og aðrar stofnanir
og fyrirtæki sem starfa að upplýsingamálum. Stofnana-
aðíld fylgir ekki atkvæðisréttur.
Umsóknir um félagsaðild eru afgreiddar á stjórnarfundi.
III. SKIPULAG SVIÐA OG NEFNDA
4. gr. Skipulag
Starfsemi félagsins skiptist á eftirfarandi svið:
a) Stjórnunarsvíð.
b) Fjármálasvíð.
c) Útgáfusvið.
d) Fræðslu- og ráðstefnusvið.
e) Fagsvið.
Á hverju sviði skal starfað samkvæmt skipuriti sem staðfest
hefur verið'áaðalfundi.
Stjórn félagsins eða félagsfundi er heimilt að skipa hópa og
nefndir og fela þeim ákveðin verkefni eftir nánari fyrirmælum
hverju sinni, Þeím skal með erindisbréfi setja starfsreglur þar
sem viðfangsefni er skílgreint, starfstímabil ákveðið og hver
nefndarmanna sé ábyrgur fyrir störfum hennar.
IV. STJÓRN OG STJÓRNARSTÖRF
5. gr. Stjórnarkjör
Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi. Stjórn félagsins skal skipuð sjö
mönnum: formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur
meðstjórnendum. Auk þess skulu kosnir tveir varamenn.
60
Bókasafnið 24. árg. 2000