Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 69

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 69
Yfirlýsing IFLA um bókasöfn og vitsmunalegt frelsi Yfirlýsing útbúin af IFLA'FAIFE og samþykkt af framkvæmda- stjórn IFLA í Haag í Hollandi þann 25. mars 1999, IFLA (Alþjóðlegt samband bókasafna og stofnana) styður, ver og stuðlar að vitsmunalegu frelsi eins og það er skilgreint í Mannréttíndayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. IFLA lýsir því yfir að allir menn eigi grundvallar rétt til aðgangs að framsetningu þekkingar, skapandi hugsunar og vitsmunalegrar virkni, ennfremur til að tjá skoðanir sínar opinberlega. IFLA álítur að réttur til þekkingar og tjáningarfrelsi séu tvær mismunandí hliðar sama grundvallarlögmáls. Rétturinn til þekkingar er forsenda fyrír frjálsa hugsun og samvisku, Frjáls hugsun og tjáningarfrelsi eru nauðsynleg skilyrði fyrir frjálsan aðgang að upplýsingum. IFLA staðhæfir að fylgi við vitsmunalegt frelsi sé þungamiðja ábyrgðar starfsstétta bókasafna og upplýsingamiðstöðva. IFLA hvetur þess vegna bókasöfn og starfsfólk bókasafna til að halda fast við undirstöðuatriði vitsmunalegs frelsis, óhindrað aðgengi að upplýsingum og tjáningarfrelsi, ennfrem- ur að viðurkenna friðhelgi notenda bókasafna. IFLA hvetur meðlimi sína til að efla með starfsemi sinni viðurkenningu og framkvæmd ofangreindra grundvallaratriða. Með því að gera það, staðhæfir IFLA að: • Bókasöfn láti í té aðgang að upplýsingum, hugmyndum og skáldskap. Þau þjóní sem lykill að þekkingu, hugsun og menningu. • Bókasöfn láti í té míkilvægan stuðníng við símenntun, sjálfstæði í ákvarðanatöku og þróun menningar fyrir bæði einstaklinga og hópa. • Bókasöfn leggi fram sinn skerf til vaxtar og víðgangs vits- munalegs frelsis og aðstoði við að tryggja grundvallar lýðræðislegt gildísmat og almenn borgaraleg réttindi. • Bókasöfn berí bæði ábyrgð á að tryggja og auðvelda aðgang að skráðri þekkingu og vitsmunalegri starfsemi. í þessum tilgangi eigi bókasöfn að afla, varðveita og gera aðgengilegar mismunandi tegundir efnis, sem endur- spegli menningu og fjölbreytileika þjóðfélagsíns. • Bókasöfn eígi að tryggja að fagieg sjónarmið en ekki stjórnmálaleg, siðferðileg eða trúarleg viðhorf ráði við val og aðgengileika safngagna og þjónustu. • Bókasöfn eigi að afla, skípuleggja og dreifa upplýsingum á frjálsan hátt og vera andvíg hvers konar ritskoðun. • Bókasöfn eigi að gera safnkost, aðstöðu og þjónustu jafn aðgengileg fyrír alla notendur. Engin mismunun ætti að vera vegna kynþáttar, trúarbragða, kyns, aldurs eða annarra þátta. • Bókasafnsnotendur muni eiga rótt á friðhelgi og nafn- leynd. Bókaverðir og annað starfsfólk bókasafna á ekki að láta uppi við þríðja aðila persónuupplýsingar notenda eða gefa upp efnið sem þeir nota. • Bókasöfn fjármögnuð af almannafé og sem almenningur hefur aðgang að eiga að hafa grundvallaratriði vitsmuna- legs frelsis í heiðri. • Bókavörðum og öðru starfsfólki í slíkum bókasöfnum er skylt að styðja við ofangreind grundvallaratríði. • Bókaverðir og annað fagfólk á bókasöfnum eíga að uppfylla ábyrgð sína bæði gagnvart vinnuveitanda sínum og notendum. Ef til árekstra kemur milli þessara þátta skal skylda við notendur vega þyngra á metunum. IFLA (International Federation of Library Associations and Insti- tutions) var stofnað árið 1927. Félagar IFLA eru í 155 iöndum um heim allan. FAIFE er nefnd innan- IFLA og stendur fyrir Free Access to Information and Freedom of Expression, í Kaup- mannahöfn. Heimasíðan er: http://vwvw.faife.dk/ Þórdís T. Þórarinsdóttir þýddi Bókasafnið 24. árg. 2000 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.