Bókasafnið - 01.01.2000, Side 70
Þórdís T. Þórarinsdóttir
íslenskar fræðibækur ársins 1998
Félag bókasafnsfræöínga veitti þann 10, nóvem-
ber 1999 í sjöunda skiptíð viðurkenningar fyrir
bestu frumsömdu fræðibækur ársins, Stofnað var
til þessara viðurkenninga í tilefni af 20 ára afmæli
félagsins haustið 1993.
Annars vegar er veitt viðurkenning fyrir fræðibók fyrir
fullorðna og hins vegar fyrir fræðibók sem ætluð er börnum, í
báðum tilfellum hljóta höfundar bóka ásamt og útgefendum
viðurkenningu þar sem vönduð bók byggir á skilvirkri sam-
vinnu þessara aðila.
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja athygli á
mikilvægi þess að gera fræðibækur vel úr garði hvort sem
markhópurinn er börn, unglingar eða fullorðið fólk — jafnt
almenningur sem sérfræðingar,
Staða fræðibókaútgáfu á íslandi
Vönduð fræðirit á (slensku hefur jafnan vantað sárlega á (s-
lenska bókamarkaðinn þó vissulega megi einnig finna nokkur
mjög vönduð rit á markaðnum ár hvert, Því miður hefur eink-
um vantað fræðirit fyrir börn og unglinga sem ekkí geta nýtt
sér til fullnustu fræðibækur á erlendum málum.
Það hefur einkum viljað brenna við að nauðsynlegar hjálpar-
skrár vanti í þau fræðirit sem út hafa verið gefin og hefur það
rýrt gildi þeirra verulega og valdið því að ritin geta ekki staðist
kröfur sem vandaðar fræðibækur og jafnframt komið að gagni
sem uppsláttarrit og handbækur. Fræðslugildi útgefinna bóka
er oft á tíðum mikið og að mörgu leyti vandað til efnis þeirra
en það hefur því miður oft rýrt gildi þeirra verulega að aðgengi
upplýsinga, til dæmis í hjálparskrám, er ekki eins og best
verður á kosið,
Með hjálparskrám er hér átt við skrár sem hafðar eru aftast
í ritum þar sem efnisatriðum úr texta er raðað í stafrófsröð og
vísað til blaðsíðutals ( megintexta. Slíkar skrá eru ein meginfor-
senda þess að nota megi fræðibækur þar sem fjallað eru um
tiltekið efni á samfelldan hátt sem nokkurs konar uppsláttarrit
eða handbækur.
í könnun sem undirrituð gerði á útgáfubókum ársins 1991
(Bókasafnið, 1994, bls, 19) kom (Ijós að aðeins um 26% af fræði-
bókum þess árs voru búnar hjálparskrám af einhverju tagi og enn
er áberandi að slikar skrár vantar í fræðibækur og uppsláttarrit.
Viðmiðunarreglur dómnefnda
Fyrir hvorn flokk starfa 3ja manna dómnefndir bókasafns- og
upplýsingafræðinga um val fræðibókanna. í dómnefnd um
mat á fræðibók fyrir börn sitja þær Ása Sigríður Þórðardóttir
(formaður), Lilja Ólafsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir, í dómnefnd
um mat á fræðibók fyrir fullorðna sitja þær Bryndís Áslaug
Óttarsdóttir, Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir og Þórdís T. Þór-
arinsdóttir (formaður).
Dómnefndirnar hafa sett sér ákveðnar starfs- og viðmiðun-
arreglur sem Félag bókasafnsfræðinga hefur staðfest og
hafðar eru til hliðsjónar þegar útgáfubækur eru metnar, Þar er
fjallað um hvaða kröfur skal almennt gera til fræðibóka þannig
að þær teljist jafnframt hafa gildi sem handbækur og upp-
sláttarrit. í viðmiðunarreglunum er meðal annars fjallað um
eftirfarandi atriði: Sérfræðiþekkingu höfundar, efnisuppbygg-
ingu og efnisgreiningu ritsins, aðferðafræði og markmið, mál
og stíl, efnismeðferð ( meginmáli, tilvitnanir til heimilda, bók-
fræðilegar skrár, hjálparskrár, myndefni og myndaskrár, út-
drætti, frágang og notagildi ritsins,
Viðurkenningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar til þess að
hvetja 'íslenska höfunda og útgefendur til að vanda til útgáfu
frumsamdra íslenskra fræðibóka og er þeim bent sérstaklega
á að láta ekki vanta í bækur ítarlegar hjálparskrár sem auð-
velda aðgang að þeim upplýsingum sem þær hafa að
geyma. Hjálparskrár stuðla að auknu notagildi bóka, lengja
þar með lífdaga þeirra og gera þær eftirsóknarverðari fyrir
bókasöfn landsins og notendur þeirra almennt.
Frumsamin íslensk fræðibók ársins 1998
Að þessu sinni hlaut bókin Matarást. Alfræöibók um mat,
sem Nanna Rögnvaldardóttir tók saman og Iðunn gaf út, við-
urkenningu Félags bókasafnsfræðinga fyrir frumsamda ís-
lenska fræðibók fyrir fullorðna.
68
Bókasafnið 24. árg. 2000