Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 71

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 71
Dómnefndin skoðaðí íslenskar fræðibækur ársins 1998 með hliðsjón af áðurnefndum starfs- og viðmiðunarreglum. Alls komust átta bækur í undanúrslit sem er ekki hátt hlutfall af heildarfræðibókaútgáfu ársins. Þessar bækur skoðaðí nefndin ofan í kjölinn og varð áðurnefnd bók fyrir valinu, Úrslitaáhrif við val hafði að hér er um brautryðjandaverk að ræða, ótvfrætt handbókargildi og sérstaða bókarinnar, að efnisuppbygging og framsetning efnis er skipuleg og haft er að leiðarljósi að gera efnið aðgengilegt á sem fjölbreyttastan hátt. Aðgengi upplýsinga er þannig vel tryggt með efnisyfirliti og ýmsum sérgreindum hjálparskrám. Ennfremur er bókin búin yfirgrips- miklum heimildaskrám. Notagildi ritsins er mikið, sérstaklega þar sem hér er í fyrsta sinn ráðist í útgáfu handbókar með alfræ'ðisniði um mat og matargerð. Ritið er aðgengileg hand- bók sem stenst jafnframt fræðilegar kröfur. Við gerð bess og frágang er fagmennska og vandvirkni f fyrirrúmi. íslenskar fræðibækur fyrir börn Því miður sá Félag bókasafnsfræðinga sér ekki fært að veita viðurkenningu fyrir fræðibók fyrir börn þar sem engin af útgáfubókum ársins 1998 uppfyllti þær kröfur sem félagið telur að gera verði til fræðibóka fyrir börn og er þetta sjötta árið í röð sem svo er háttað. Aðeins í fyrsta skiptið sem viðurkenningarnar voru veittar fannst bók sem uppfyllti þau lágmarksskilyrði sem sett eru, til dæmis að ritið sé búið atriðisorðaskrá. í rannsókn Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur o.fl á Læsi íslenskra barna, sem gefin var út árið 1993, kom meðal annars í Ijós að í lestri standa íslensk börn að flestu leyti jafnfætis eða framar jafnöldrum sínum í öðrum löndum, en þegar kom að árangri við að leita upplýsinga í töflu- og myndhluta prófsins, sem lagt var fyrir, stóðu íslenskir fjórtán ára nemendur sig illa miðað við árangur í hinum hlutum þess, enda kom í Ijós í könnuninni að um 50% fjórtán ára nemenda leita nær aldrei að upplýsingum í uppsláttarritum eða orðabókum og 78% sjaldnar en einu sinni til tvisvar á mánuði. Samkvæmt reynslu minni og annarra bókasafnsfræðinga sem starfa í framhalds- skólum og upplýsingum í samtölum við kennara hafa nem- endur á fyrsta ári í framhaldsskólum ekki góða þjálfun í að nota atriðisorðaskrár í handbókum. Skýringuna á þessu má ef til vill að hluta til rekja til þess að ekki hefur verið völ á miklu af vönduðu fræðsluefni á íslensku fyrir nemendur í grunnskólum Lokaorö í upplýsingaþjóðfélagi nútímans þar sem mikið er undir hraða og skilvirkni komið og að geta á sem skemmstum tíma greint kjarnann frá hisminu er mikilvægt að aðgengi að upplýsingum sé sem greiðast og þar með talinn er auðveldur aðgangur að upplýsingum f bókum, sem er afar mikilvægt atriði, svo að bækur verði ekki undir í samkeppni upplýsingamiðla nútím- ans. Bókasafns- og upplýsingafræðingar skora á fræðibókahöf- unda og bókaútgefendur að leggja aukna áherslu á útgáfu frumsaminna íslenskra fræðibóka fyrir börn og unglinga í framtíðinni - því hvað ungur nemur gamall temur. Einnig er hvatt til þess að vanda frekar útgáfu frumsamdra fslenskra fræðibóka fyrir fullorðna og láta ekki svo sjálfsagðan hlut sem atriðisorðaskrár vanta í fræðibækur. Heimildir SigríðurÞ. Valgeirsdóttir o.fl.: Læsi íslenskra barna. Reykjavlk, menntamálaráðu- neytið. 1993 Þórdfs T. Þórarinsdóttir: „Fræðslugildi bóka — aðgengi upplýsinga". Bókasafnið 18, 1994, bls.16-19. Á BÓKASAFNINU Halldór Laxness Úngurég var (Helgafell, 1976) Vænn búðarmaður gaf mér áritun á bókasafn staðarins og þessi vitneskja var mér á við hvalreka. Lesstofu bókasafnsins var lokið upp hlýrri og hljóðri seinnipart dags og ekki lokað fyren að áliðinni vöku. (bls. 170) Bókasafnið 24. árg. 2000 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.