Bókasafnið - 01.01.2000, Page 72
Minnisstæð bók árið 2000
i þetta sinn voru fjórir bókaverðir beðnir um að skrifa um bók sem
er þeim sérstaklega minnisstæð nú þegar 20, öldin er að líða
undir lok. Þrír völdu þækur sem komu út á síðasta áratugi
aldarinnar en einn valdi bók frá sjöunda áratugnum, Það vakti
sérstaka athygli ritnefndar að enginn kaus að 'fjalla um ritverk eftir
Halldór Laxness og ennfremur að konurnar skrifa um skáldverk en
kariamír um ævisögu og endurminningabók,
Einar Örn Lárusson
Haraldur Bessason: Bréf til Brands.
Seltjarnarnesi: Ormstunga, 1999: 253
bls.
Haraldur Bessason er Skagfirðingur, Eftir
cand. mag. próf (íslenskum fræðum árið
1956 hélt hann ti! Winnipeg, þar sem
hann var prófessor við Manitobaháskóla
næstu þrjátíu árin og reyndar einu betur.
Árið-1987 sneri hann aftur heim til fslands til að gerast fyrsti rektor
Háskólans á Akureyri. Hann hefur nú látið af rektorsembættínu, en
stundar enn kennslu við skólann. Nú fyrir jólin sendi hann frá sér
minningabók í formi sendibréfa. Þetta er býsna snjöll og
skemmtileg aðferð. Bæði verður samband höfundar og lesanda
nánara og höfundur hefur frjálsari hendur en í skipulegri frásögn,
getur farið fram og aftur í tíma að vild sinni,
Bróf til Brands er afar skemmtileg bók aflestrar, Haraldur kann
frá mörgu að segja, bæði frá æskuárum sfnum ( Skagafirði og
starfsárum \ Kanada, Hann kom nógu snemma vestur til að ná í
skottið á gamla tímanum meðal Vestur-fslendinga. Til að mynda
kynntist hann bæði Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði og Guttormi
J. Guttormssyni skáldi. Reyndar er það ein af mörgum skemmti-
legum frásögnum f bókinni þegar þessir tveir voru á sömu
samkomu í Geysi f Manitoba, og Haraldi þótti sem hér væri gullið
tækifæri til að kynna þessa öldnu landa, Er skemmst frá því að
segja, að kynningin mistókst með öllu, sem var þó ekki sök
Haralds. Vilhjálmur tók kynningunni fálega, kvaðst ekki þekkja
ungu skáldin (Guttormur var um áttrætt), ,,ég þekkti bara Stephan
G.", og gekk burt. Haraldur vissi ekki þá, en komst að því síðar,
að Guttormur hafði áratugum áður skopast í bundnu máli að
einhverju f skrifum Vlhjálms.
Vestur-fslendingar- hafa verið nokkuð í tísku hér á landi síðustu
árin, Áreiðanlega á Böðvar Guðmundsson þar stóran hlut að máli
með meistaraverki sfnu, Hfbýli vindanna og Lffsins tré, þar sem
hann róttir nokkuð hlut þeirra sem ,,flúðu land uppúr ættjarðar-
Ijóðunum miklu 1874", eins og Halldór Laxness orðaði það á
einum stað, Bók Haralds Bessasonar er gott framlag til sögu
Vestur-íslendinga.
Laufey Eiríksdóttir
Böðvar Guðmundsson: Hbýli vindanna.
Reytjavík: Mál og menning, 1995, 336
bls.
Bók sem hefur óvenju sterk áhrif á
lesandann gerir það oft vegna um-
hverfisáhrifa svo sem hvar bókin er lesin
og undir hvaða kringumstæðum.
Þannig er mér mjög minnisstætt
hvernig lestur bókarinnar Híbýli vindanna
varð tyrir mér eins og nokkurs konar vitrun, vegna þeirra að-
stæðna sem ég bjó við þegar ég las hana,
Ég.dvaldist þá.í Vancouver á vesturströnd Kanada, þar sem
sögumaður bókarinnar hefur frásögnina í upphafi. Ég hafði nýlega
hitt í týrsta skipti Vestur-fslendinga og upplifað þá furðulegu
staðreynd að ennþá kenna þeir sig við ákveðna staði á íslandi,
s.s, konan sem kynnti sig sem „Helga from Seydisfjordur". Þegar
ég spurði hana í fávisku minni hvenær hún hefði flutt frá Seyðisfirði
kom í Ijós að hún hafði aldrei litið þann stað augum. Ég hafði líka
verið kynnt fyrir barnabarni annarrar konu sem vildi endilega að
afkomandinn hitti konu sem væri „real lcelandic".
Það höfðu líka komið upp erfið augnablik, eins og þegar
fullorðinn maður spurði mig ftrekað hvort íslendingar litu mikið niður
á Kanada-fslendinga eins og þeir vilja kalla sig, Sami maður, sem
var af þriðju kynslóð landnema, hafði ferðast um allan heim en
70
Bókasafnið 24. árg. 2000