Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 6
Á vakt fyrir Ísland6
Hæstvirtur heilbrigðisráðherra,
fulltrúi Mannvirkjastofnunar,
formaður BSRB, eigandi Sálfræð-
inganna Lynghálsi, yfirmenn, gestir,
hjartans kæru félagar, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamenn og
neyðarverðir.
Ég býð ykkur öll hjartanlega vel-
komin á 17. þing Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna LSS.
Nú eru liðin tvö ár síðan ég tók við
formennsku í þessu góða félagi
okkar. Enn á ný er kominn tími á að
kjörnir þingfulltrúar LSS gangi til kosn-
inga og endurnýi umboð stjórnar og
leggist jafnframt yfir stöðu mála og
gefi kjörnum fulltrúum í trúnaðarstörf-
um fyrir félagið fóður og vopn fyrir
frekari framfaravinnu í þágu fagstétt-
anna og landsmanna allra þegar
kemur að neyðarþjónustu. Við erum
jú á vakt fyrir Ísland.
Ég vildi óska þess að öll okkar baráttu-
mál og hugðarefni væru komin í höfn.
Þeirri vakt lýkur víst aldrei.
Sálrænn stuðningur
Við þokumst þó áfram. Mikil vitundar-
vakning hefur átt sér stað varðandi
sálrænan stuðning fyrir viðbragðsaðila
og félagastuðning þeirra á meðal.
LSS var einn af skipuleggjendum og
þátttakendum í metnaðarfullri ráð-
stefnu í málaflokknum sem haldin var
á haustmánuðum 2016. Byggði það
starf á góðum grunni sem eldhugar
lögðu fyrir margt löngu. Við eigum þó
eftir nokkur skref til að tryggja með
öruggum hætti aðgengi allra okkar
félagsmanna að þessari þjónustu.
Formaður gerði, fyrir hönd stjórnar
LSS, samning um sálfræðiþjónustu
til handa félagsmönnum við Sálfræð-
ingana Lynghálsi. Enn er unnið
að skipulagningu og framkvæmd
þessarar þjónustu. Þá hefur for-
maður LSS undirritað viljayfirlýsingu
við Sálfræðingana Lynghálsi um
langtíma rannsókn á andlegri líðan
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Rannsóknin tekur til þriggja ára og er
háð samþykki vísindasiðanefndar.
Menntun og námsefni
Slökkviliðsmenn hafa kallað eftir
mótun og endurnýjun á námsefni
Brunamálaskólans. Við stöndum
frammi fyrir nýrri tækni, nýjum hættum
og nýjum áskorunum vegna farar-
tækja framtíðarinnar. Þar verður að
auka fræðslu og þekkingu. Færa þarf
námsefnið til nútímans og uppfæra
það reglulega. Það að námsefni
sem kennt er í bókum annarsvegar
og á glærum hinsvegar skuli ekki
bera saman er með öllu ólíðandi
og er til vansa fyrir þá aðila sem
standa að skólanum og umgjörð
hans. Velta má því fyrir sér hvort
Mannvirkjastofnun þurfi ekki á auknu fjár-
magni að halda til að tryggja starfsemi
Brunamálaskólans.
Vanbúnaður og mannekla
Vanbúnaður og mannekla slökkviliða
og eldvarnareftirlita á landsvísu er
með öllu óþolandi og ólíðandi, gera
þarf gangskör í endurnýjun bílaflota
og búnaðar, tryggja þarf starfsum-
hverfi og starfsöryggi slökkviliðs
og eldvarnareftirlitsmanna. Það að
fulltrúar eldvarnareftirlita skuli upplifa
ógnir og hótanir í starfi sínu er með
öllu óásættanlegt og slíkum hótunum
og ógnunum þarf að mæta af fullri
hörku og einurð.
Framfarir víða
Það er þó ekki eintómt svartnætti fram-
undan. Nú hillir undir nýja reglugerð
um slökkvilið og er það vel. Eins er
mikil og metnaðarfull endurnýjun á
dælubílum og tækjabúnaði slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins í farvatninu og
er það ánægjuefni. Einnig hefur átt
sér stað endurnýjun dælubíla víða
um land, til að mynda hjá Brunavörn-
um Árnessýslu, slökkviliðinu í Vík,
Brunavörnum Rangárvallasýslu,
slökkviliði Fjarðabyggðar og
Brunavörnum Húnaþings vestra.
Víða um land hafa slökkviliðin verið
að endurnýja klippubúnað til að vera
betur í stakk búin að mæta þeim
vaxandi verkefnum sem bíða þeirra
tengdum aukinni umferð á vegum
landsins. Brunavarnir Árnessýslu hafa
stigið það skref að setja Battenburg
merkingar á öll sín útkallstæki og hafa
mörg önnur slökkvilið tekið upp sömu
merkingar á sín útkallstæki. Er þetta
gert fyrst og fremst vegna sýnileika
og þar með öryggi slökkviliðsmanna
á vettvangi í huga, sem og öryggi
vegfarenda.
Slökkviliðsmenn gegn krabbameini
Alþjóðlega ráðstefnan „Slökkviliðs-
menn gegn krabbameini“ var haldin
í mars á þessu ári. Ráðstefnan þótti
ákaflega vel heppnuð og var vel sótt
af félagsmönnum. Þar var til um-
fjöllunar vágesturinn krabbamein
og mikilvægi þess að fá ákveðin
krabbamein í slökkviliðsmönnum
viðurkennd sem atvinnusjúkdóm. Mikil
vinna er framundan í málaflokknum og
nauðsynlegt að stjórnvöld opni augun
fyrir þessum skæða ógnvaldi og þeirri
staðreynd að slökkviliðsmenn eru mun
líklegri en aðrar starfsstéttir
til að þróa með sér krabbamein. Taka
þarf höndum saman og vinna mála-
flokknum brautargengi innan stjórn-
sýslunnar. Formaður LSS fékk til liðs
við málefnið Odd Þóri Þórarinsson lækni
og lögfræðing og hefur hans vinna við
málefnið sett skýrari stefnu um hvernig
best sé að vinna að framgangi málsins.
Nýir félagsmenn
Neyðarverðir hjá Neyðarlínunni
ohf gengu til liðs við LSS á haust-
Þingræða Stefáns Péturssonar
við setningu 17. þings Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna LSS
Stefán Pétursson, formaður LSS.