Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 31

Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 31
Á vakt fyrir Ísland 31 Á námskeiðinu var farið yfir grunninn í innbrotstækni, bæði bóklega og í myndbandsformi. Farið var yfir mis- munandi hurðartegundir og hurðarrofsverkfæri. Mest var þó unnið í verklegri kennslu og notkun æfingahurða. Verðandi leiðbeinendur fengu verklega kennslu í tækninni og einnig í kennsluaðferðum til að geta kennt félögum sínum aðferðafræðina. Óhætt er að segja að námskeiðið hafi tekist afbragðsvel og að þátttakendur námskeiðsins hafi tekið með sér nýja sýn og nýtt verklag til þess að komast í gegnum hurðir þegar mikið liggur við. Verklag sem mun án efa nýtast í starfi og til miðlunar til annarra sem verklaginu þurfa að beita. BÁ byrjaði strax í apríl að halda æfingar fyrir alla sína slökkviliðsmenn og voru allir sammála um hversu einföld þessi aðferðarfræði er og virkar vel. Einnig er mjög hentugt að geta flutt æfingaraðstöðuna þangað sem halda á æfingu hverju sinni og geta því áhugasamir rætt við stjórnendur BÁ um að fá afnot af æfingaraðstöðunni í sinni heimabyggð. Ingvar Sigurðsson varðstjóri og leiðbeinandi í innbrotstækni hjá Brunavörnum Árnessýslu. Þorlákshöfn – Sími 483 1955 – www.sbskilti.is bílmerkingar - laserskurður - fræsingar Erum sérfræðingar í merkingum á almannavarna- bílum og tengdu efni BÍLAMERKINGAR Eyjólfur Óli Jónsson varðstjóri BÁ á Laugarvatni (aðalhönn- uður og yfirsmiður gámafletisins) og Smári Birnir Smárason slökkviliðsmaður hjá BÁ og eigandi SB skilta velta fyrir sér öryggismerkingum á gámafletinu. Inni í gámafletinu er rammi fyrir venjulegar hurðir. Lagt var upp úr verklegri þjálfun verðandi leiðbeinenda. Bókleg kennsla í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Kennarar námskeiðisins t.v. Ronny Stolöy og Hugo Hansen frá slökkviliðinu í Bergen.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.