Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Side 23

Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Side 23
Hermann Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og hóf störf 15. desember sl. Hermann starfaði í átta ár sem framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Þar bar hann ábyrgð á allri starfsemi sam- takanna og sat að auki í stjórn fjögurra dótturfélaga og sá um að samhæfa aðgerðir á milli þeirra. Hermann sat í stjórn Æskulýðs- ráðs á árunum 2015-2016 og sat þar í vinnuhóp um aðgerðaáætlun stefnumótunar í æskulýðsmálum. Þar áður starfaði Hermann sem stjórnandi hjá Hagkaup. Með síðustu verkefnum Hermanns hjá skátunum var að samhæfa aðgerðir á milli eininga við undirbúning, framkvæmd og frágang við eitt stærsta skátamót sinnar tegundar sem var haldið á Íslandi í júlí sl., þ.e. World Scout Moot, en það er alþjóðlegt skátamót á vegum heimshreyf- ingarinnar fyrir aldurinn 18-25 ára. Þetta mót var jafnframt stærsta skátamót á heimsvísu hjá heimssamtökunum fyrir þenn- an aldurshóp. Hermann sat í viðbragðsteymi BÍS sem tók m.a. á barnaverndarmálum og óvænt- um atvikum t.d. eins og nóró- veirunni sem kom upp í byrjun ágúst sl. þar sem ungir skátar voru fluttir í fjöldahjálparstöð vegna sinna veikinda. Hermann er 37 ára Garðbæing- ur, kvæntur Ósk Auðunsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn á aldrinum 0-5 ára. Hermann hefur verið skáti frá barnsaldri og starfaði lengi sem björgunar- sveitarmaður í Garðabæ. Hermann segir það vera forrétt- indi að starfa fyrir landssamtök sem hafi það að markmiði að styðja við okkar hversdagshetjur. „Þetta eru hetjurnar okkar sem hjálpa okkur þegar við þörfnumst þeirra einna mest. Fyrstu skrefin í starfi framkvæmdastjóra hafa verið skemmtileg og gefandi. Margt að læra og mörgum að kynnast. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau fjölbreyttu verkefni innan LSS sem snúa flest að því að bæta kjör okkar félagsmanna og koma okkar góða boðskap á framfæri,“ segir Hermann. Á vakt fyrir Ísland 23 Árlegt Eldvarnarátak LSS fór fram í nóvember sl. Þar fengu allir 3. bekkingar grunnskólanna fræðslu og svöruðu Eldvarnargetraun. Í verðlaun voru bakboki og reykskynjari. Ætlunin var að afhenda verðlaunin á 112 deginum en hann var felldur niður vegna veðurs. Þess í stað afhentu slökkviliðsmenn verðlaunin í þeim sveitarfélögum sem áttu verðlaunahafa. Verðlaunahafarnir eru: Bjarki Þór Smárason Selfoss Bragi Freyr Eiríksson Akureyri Brynjar Orri Hjörleifsson Reykjavík Dagný Kristinsdóttir Ísafjörður Daniel Andri Bragason Garðabær Darri Freyr Gíslason Reykjavík Diljá Ásta Ásgeirsdóttir Hafnarfjörður Edilon Máni Davíðsson Mosfellsbær Elín Ósk Sigfúsdóttir Seltjarnarnes Emilía Sól Brynjarsdóttir Reykjavík Gestur Ingi Maríasson Selfoss Grímur F. Björnsson Reykjavík Guðjón Elí Gústafsson Vestmannaeyjar Guðjón Gauti Vignisson Akranes Guðrún Hekla Arnarsdóttir Kópavogur Hana Mesetovic Fáskrúðsfjörður Hákon Bragi Sölvason Vopnafjörður Hilda Rún Hafsteinsdóttir Sandgerði Hrafn Hilmisson Borgarfjörður Hugrún Birta Sigurðardóttir Hellissandur Jóhanna Bjarkadóttir Lind Akureyri Júlía Heiðrós Halldórsdóttir Kópavogur Kristófer Örn Þórðarson Reykjavík Lára Sigurðardóttir Sauðárkrókur Lóa Björk Gissurardóttir Reykjavík Patrekur Örn Ingvason Dalvík Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir Reykjavík Rakel Alva Friðbjörnsdóttir Hvammstangi Stefán Birgir Bjarnason Höfn Styrmir Haukur Sigurðsson Hafnarfjörður Tumi Benediktsson Egilsstaðir Ögmundur Ásgeir Bjarkason Garður Eldvarnar- getraunin Á haustmánuðum 2017 gerði stjórn LSS samning við Sálfræðingana á Lynghálsi um aukna sálfræðiþjónustu þegar á þarf að halda í stærri áföllum. Hún er fyrst og fremst hugsuð þegar um alvarleg slys er að ræða og úrræði slökkviliðsstöðvanna ekki nægjanleg. Þessi þjónusta var prófuð þegar rútuslysið í Eldhrauni varð í desmber sl. og gaf hún góða raun. Hugmyndinni hefur verið ýtt úr vör og verið rædd víða, meðal annars á samstarfsnefndarfundi Sambands íslenskra sveitar- félaga og hefur sú ákvörðun verið tekin að fara með þessa þjónustu í útboð á landsvísu og verður hún því hluti af okkar grunnþjónustu. Óskað verður eftir því að þessu viðbragði verði bætt við viðbragðsáætlun almannavarna þegar stærri slys eiga sér stað og sálfræðiteymið í kjölfarið kallað til til að sinna okkar félagsmönnum. Kynning á samningi um sálfræðiþjónustu og aukna þjónustu fyrir félagsmenn LSS Kynning á nýjum framkvæmdastjóra

x

Á vakt fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.