Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 7
mánuðum 2016. Þeir fengu kynningu
á Landssambandinu og hvaða þjón-
usta er í boði fyrir félagsmenn. Tryggja
þarf að LSS fari með samningsumboð
fyrir þessa nýju félagsmenn okkar og
hlökkum við til samstarfsins.
Tryggingasjóður fyrir slökkviliðs-
og sjúkraflutningamenn
Í bókun fjögur í kjarasamningi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna frá 2016 er
kveðið á um stofnun sérstaks trygg-
ingasjóðs fyrir slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn.
Stjórn LSS skipaði þá Steinþór Darra
Þorsteinsson (SHS) og Magnús
Smára Smárason (SA) sem fulltrúa
LSS í stjórn tryggingasjóðs.
Engin fordæmi eru á Íslandi fyrir
svona tryggingasjóði og var verkefnið
nokkuð flókið. Hægt er að fullyrða að
tryggingabætur úr þessum sérstaka
tryggingasjóði eru mun betri en gengur
og gerist og ættu því slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn ekki að þurfa að
hafa fjárhagslegar áhyggjur ofan á
það vandasama verkefni að ná fullri
heilsu og starfsþreki ef svo færi að
þeir yrðu fyrir slysi við störf sín.
Þann fyrsta júní 2017 tók vátrygging
tryggingasjóðs gildi og gildir hún
þegar slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn sem eiga aðild að kjarasamn-
ingnum við sveitarfélögin eru að
störfum.
Menntun og þjálfun
Okkar mikilvægasta fjöregg, mennt-
un og þjálfun, er okkur öllum afar
hugleikið. Þar hefur LSS reynt eftir
fremsta megni að sækja fram og
styðja við framþróun. Þar er þó
enn langt í land svo vel megi við
una. Það er þó gleðilegt að námsefni
sjúkraflutningamanna hefur verið
uppfært eftir að hafa legið í leynum,
afskipt og óuppfært árum saman.
Þá er það einstakt gleðiefni að nú
nýverið litu langþráðir vinnuferlar
vegna áverka á hrygg og háls dags-
ins ljós og eins var kynnt til sög-
unnar áverkahliðarlega. Yfirlæknir
utanspítalaþjónustu hefur hafið
vinnu við endurnýjun vinnuferla
og verður það að teljast einstakt
gleðiefni. Formi þessara leiðbein-
inga verður breytt úr „vinnuferlum“
yfir í „verklagsleiðbeiningar“.
„Á vakt fyrir Ísland“
LSS stóð fyrir metnaðarfullri náms-
stefnu „Á vakt fyrir Ísland“ á haust-
mánuðum 2017. Meðal annars voru
til umfjöllunar aukin og markviss
viðbrögð fyrstu viðbragðsaðila við
ódæðisverkum og hryðjuverkum.
Þessi hætta er því miður mjög
raunveruleg, hörmungaratburðir hafa
gerst í nágrannalöndum okkar og við
getum ekki lokað augunum fyrir því
að slík ódæðisverk verði framin hér
á landi. Við eigum að taka forystu og
hefja formlega þessa umræðu.
#MeToo
Umræða um kynbundna og kynferðis-
lega áreitni hefur verið hávær í
þjóðfélaginu undanfarið og hefur
hún farið fram undir myllumerkinu
#MeToo. Fara þarf í fyrirbyggjandi
aðgerðir og forvarnir gegn kyn-
bundinni áreitni, kynferðislegri áreitni
og öðru ofbeldi á vinnustöðum.
Helstu ábyrgðaraðilar þar eru stjórn-
endur, leiðtogar, mannauðsstjórar
og aðrir sem stjórna vinnustöðum.
Jafnframt þarf áherslan að vera sú
að útrýma skuli hvers kyns misrétti
og valdaójafnvægi. Stjórnendur
og leiðtogar eru hvattir til að axla
ábyrgð samkvæmt lögum, vera virkir
í umræðunni og grípa til sýnilegra
aðgerða á sínum vinnustöðum.
Nauðsynlegt er að framkvæma for-
varnaráætlun með ferlum, einnig er
fræðsla og umræða á vinnustaðn-
um mikilvæg. Vinnustaðir þurfa að
hafa skýra ferla sem starfsfólk tekur
þátt í að móta. Í ferlum verði að finna
upplýsingar um hvað megi og hvað
megi ekki, bæði í vinnu og utan
hennar s.s. á vinnustaðatengdum
viðburðum. Þar á líka að vera skýrt
hvernig eðlileg samskipti á vinnu-
markaði eigi að vera, hvort heldur
sem er orðbundin, táknræn eða
líkamleg.
Þegar unnið er að því að skilgreina
ferla þarf einnig að skýra vel hver sé
farvegur fyrir einstaklinga og hvernig
ferill mála sem upp koma eigi að
vera. Slíkar upplýsingar þurfa alltaf að
vera aðgengilegar starfsfólki hvort sem
atvik hafi átt sér stað eða ekki. Þar þarf
t.d. að fjalla um hvert eigi að leita og
hvernig fylgja eigi málum eftir. Enn
fremur þarf að tilgreina hvaða afleiðingar
áreitni eða ofbeldi hafi fyrir gerendur,
s.s. áminning eða brottrekstur.
Vinnustaðir verða að setja sér siða-
reglur sem starfsmenn taka þátt í að
gera og verði hluti af ráðningarsamn-
ingi. Þannig má tryggja að allir starfs-
menn séu meðvitaðir um efni þeirra
og þýðingu. Allir þurfa að grípa inn í
og stöðva niðrandi ummæli, hegðun
og áreitni hvort sem hún beinist gegn
þeim sjálfum eða öðrum. Meðvirkni
með gerendum á ekki að líðast.
Starfsmannabreytingar
Stjórn Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna og Valdimar Leó
Friðriksson komust að samkomu-
lagi um starfslok Valdimars fyrir LSS.
Valdimar lét af störfum þann 26. júní
2017. Valdimar Leó gegndi starfi
framkvæmdastjóra frá árinu 2007 og
á því tímabili hafa orðið mikilvægar
breytingar á kjörum og starfsumhverfi
félagsmanna LSS og helgast það
m.a. af ötulli vinnu Valdimars Leós
fyrir hönd félagsmanna.
Staða framkvæmdastjóra var auglýst
laus til umsóknar og sóttu allnokkrir
einstaklingar af báðum kynjum um
stöðuna. Ákveðið var af stjórn LSS
að ganga til samninga við Hermann
Sigurðsson. Hermann var áður fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
skáta. Hermann hóf störf 15. desem-
ber 2017. Hermann er með BSc í
viðskiptafræði frá Viðskiptaháskól-
anum á Bifröst. Hermann starfaði
í átta ár sem framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta.
Bráðatæknanám og
utanspítalaþjónusta
Lengi hefur verið talað um að koma á
laggirnar hérlendis bráðatæknanámi
á háskólastigi. Er það sérstaklega
lagt til og lögð á það rík áhersla í
tveim skýrslum sem unnar hafa verið
um utanspítalaþjónustu á Íslandi.
Umræðan hefur verið í gangi í áratug
en ekki erum við þó komin þangað
enn. Þó er vert að geta þess að algjör
sprengja hefur átt sér stað í fjölgun
bráðatæknamenntaðra sjúkraflutninga-
manna á Íslandi. Ástæða þess er að
fleiri gluggar til að öðlast þá menntun
hafa opnast, m.a. með möguleika á
að stunda bóklegan hluta námsins í
fjarnámi. Klínískur hluti námsins er þó
sóttur erlendis, t.d. til Bandaríkjanna.
Það er mikilvægt því erfitt er að sjá fyrir
sér að hægt sé að veita sjúkraflutninga-
mönnum svo dýrmæta og ómetanlega
reynslu hér heima!
Á vakt fyrir Ísland 7
Framhald á næstu síðu