Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 27

Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 27
Á vakt fyrir Ísland 27 Það er ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum annars árs sem farið er í starfsnám á sjúkrabíl. Þriðja árið samanstendur af starfsnámi innan spítala og utan, í bland við enn meiri „sérvisku“ í sjúkdómum sérstakra hópa, t.d. í barnasúkdómum, kven- sjúkdómum og öldrun. Og svo er auðvitað ritgerðarsmíð að lokum. Nú þegar er búið að birta mörg áhugaverð BS verkefni og allt stefnir í að námið muni verða grundvöllur fyrir margar flottar rannsóknir innan utanspítalaþjónustu í framtíðinni, því eins og við vitum sem við þetta störf- um þá er af nógu að taka. Að auki eru ýmis utanskóla námskeið kennd yfir allar annirnar, má þar nefna námskeið á borð við rötun, fjarskipti, straumvatnsbjörgun, fyrstu hjálp við sjálfsvígstilraunir, PLIVO forgangs- akstur (fjórar vikur) CBRNE o.fl. Í ofanálag fá nemendur ágætis innsýn í réttarmeinafræði, lögfræði og starf- semi tilvonandi samstarfsaðila á borð við lögreglu, slökkvilið, norska herinn og norsku sjúkraþyrlurnar. Vegna þess hve margir hagsmuna- hópar komu að gangsetningu þessa náms finnur maður að það eru miklar vonir bundnar við það og hvað allir eru tilbúnir að styðja við það. Hvort heldur sem þessir aðilar koma úr mennta- eða heilbrigðiskerfinu. Kennarar og fyrirlesarar eru „top of the line“ fólk sem er framarlega í sínu fagi með mikla reynslu og margir þeirra eru að vinna að flottum verkefnum á borð við Slagsjúkrabílinn, hönnun og endurhönnun á Lucas vini okkar og fleira í þeim dúr. Alþjóðlegt samstarf OsloMet er hluti af sístækkandi tengslaneti hvað varðar menntun í utanspítalaþjónustu og einn angi af því er að okkur sem nemendum stendur til boða að taka hluta af verk- náminu sem skiptinám í löndum á borð við England, Svíþjóð, Pólland og Finnland. Danir, Svíar og Finnar hafa nú þegar beðið HIOA um að vera sér innan handar við að koma á laggirnar samskonar námi í sínum löndum. Markmið skólans er einfalt, þ.e. að vera leiðandi á heimsvísu. Inntökuferlið Inntökuskilyrðin eru í grunninn stúdentspróf eða samsvarandi ásamt þrekprófi sem þarf að standast. Einkunnir, aldur og reynsla leggst svo á vogaskálarnar. Þetta er nánar útlistað á heimasíðum skólanna. Öll kennsla fer fram á norsku en stór hluti námsefnisins er á ensku. Fyrsta árið meðan ég var að komast betur inn í norskuna fékk ég undanþágu og skilaði prófum á ensku. Hver önn kostar um 12 þúsund ISK (háð gengi) og annar kostnaður er skólabúningur sem kostar um 26 þúsund ISK. Fyrir námslok þarf maður að hafa tekið C1 ökuréttindi og kode 160 forgangsakstursnám. Þó að margir sem sækja um námið hafi ýmiskonar reynslu af heilbrigðisþjónustu þá er námið þannig uppbyggt að ef maður kemst í gegnum inntökuferlið þá þarf ekki annað en áhuga og vilja til að ná árangri. Mín reynsla er sú að það hafi ekki verið verra að hafa aðra sýn og öðruvísi fyrri reynslu en flestir í hópnum því eins og Norðmaðurinn segir þá kom ég með marga snaga til að hengja á, ég er bæði meðvitað og ómeðvitað með margar ósvaraðar spurningar sem fást svör við eftir því sem líður á námið. Auknir möguleikar Til viðbótar því að standa mjög sterkt þegar kemur að því að fá vinnu á sjúkrabíl hérna í Noregi þá opnast líka ýmis tækifæri sem eru kannski ekki ennþá til staðar heima. Það er gaman að sjá að þeim 30 nemend- um sem útskrifuðust síðasta vor er tekið opnum örmum í atvinnulífinu og dæmi eru um að deildir innan spítala hafi uppfært skipurit sín og ferla til að skapa pláss fyrir þennan nýja vinkil innan heilbrigðisþjónust- unnar. Læknavaktir, bráðamóttökur, björgunarskip, sjúkraflugvélar, ferjur og borpallar eru dæmi um raunhæfa framtíðarvinnustaði. Til að fá stöðu á sjúkraþyrlu hjá norska luftambulanse þá er BS orðið eitt af inntökuskil- yrðunum. Í því menntasamfélagi sem við búum við í heiminum í dag er þessi gráða líka prýðislykill að áfram- haldandi menntun á þessu sviði eða öðrum og e.t.v. aðkoma að frekari rannsóknum í faginu eða heilbrigðis- vísindum. Mínir þankar um námið Eitt af því sem mér finnst standa upp úr hvað varðar þetta nám er hversu heildstætt það er. Það endurspeglast í námsskránni hve margir hagsmuna- aðilar komu að gerð námsins.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.