Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 8

Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 8
8 Á vakt fyrir Ísland LSS hefur gert allt sem unnt er til að styðja við þá sem sækja þetta mikilvæga nám. Fyrst við erum að tala um utanspít- alaþjónustu þá skulum við halda því áfram. Ætli sá hluti heilbrigðiskerfisins sé ekki einn sá vanmetnasti þrátt fyrir að vera líklega einn af þeim mikilvægari því ef ekki tekst að koma bráðveikum og slösuðum til bjargar og öruggs flutnings inn fyrir veggi sjúkrahúss þá dugar skammt vígbúið sérfræðingalið sjúkrahúsanna með sína mikilvægu sérþekkingu, tæki og tól. Lengi hefur verið kallað eftir eflingu þjónustunnar og aukinni fjármögnun sem og ákveðinni stefnumótun. Ráðherrar hafa hummað þennan málaflokk ítrekað fram af sér og bent á fagráð sjúkraflutninga. Fagráð sem er í raun hagsmunaráð og hefur ekki auðnast það hlutverk að stuðla að framþróun málaflokks- ins en frekar haldið hlutum í horfi og brugðist við óhjákvæmilegum áskorunum hvers tíma. Þetta hefur reynt mjög á þolrif LSS, sem þó á EINN HEILAN fulltrúa í ráðinu! Já – það svíður að vera hunsaður .....................þar til nú !!! Já – það bar til tíðinda í upphafi þessa árs. Við náðum eyrum ráðherra. Fundur með ráðherra Formaður og framkvæmdastjóri LSS og formaður fagdeildar sjúkraflutn- ingamanna áttu góðan fund með núverandi ráðherra heilbrigðismála og góðu samstarfsfólki. Ráðherra sýndi okkur ósvikinn áhuga sem og þeim knýjandi þáttum sem úrlausnar þurfa. Við kynntum óskir okkar um að vettvangsliðum yrðu gerð skýr skil í reglugerð sem hluta af heilbrigðis- kerfinu, breytingu á fagráði sjúkra- flutninga þannig að vægi fagaðila utanspítalaþjónustu yrði snaraukið, aðkoma okkar að málaflokknum yrði aukin sem og embætti yfirlæknis bráðaþjónustu utanspítala yrði eflt með stofnun sérstakrar miðstöðvar utanspítalaþjónustu. Miðstöð sem undir heyrði gæðaeftirlit, rannsóknar- og vísindavinna, framþróun og umsýsla. Höfum í huga að það var fyrir tilstilli LSS að stöðu yfirlæknisins var komið á. Það er rétt að staldra hér við og nota tækifærið og þakka hæstvirtum ráðherra sérstaklega fyrir. Áhugi þinn og liðsinni er ómetanlegt. Ráðherra hefur þegar skipað sérstakan starfshóp sem vinnur að útboðsgerð varðandi sjúkrabíla og framtíð utanspítalaþjónustu á Íslandi. Verið er að vinna að út- færslum sjúkraflugs með sérútbúnum sjúkraþyrlum á Suðurlandi og er það byggt á mati fagráðs sjúkraflutninga og kemur fram í skýrslum okkar. Þar eiga fagaðilar og fagfélag sitt aukna og áþreifanlega vægi. Það er þakkarvert. Ég set hér með 17. þing Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og megi þetta vera árangursríkt og gott þing. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SJÚKRA- OG SLÖKKVIBÍLAR Fastus sérhæfir sig í lausnum fyrir sjúkra- og slökkvibíla. Hafið samband við sölumenn okkar í síma 580 3900 fyrir nánari upplýsingar.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.