Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 16
Á vakt fyrir Ísland16
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum
hefur síðan um mitt ár 2011 verið
með starfandi vettvangshjálparhóp
með þann tilgang að bregðast við
alvarlegum veikindum eða slysum í
uppsveitum Árnessýslu í samstarfi
við sjúkraflutninga Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands (HSU) á Selfossi
og Lögregluna í Árnessýslu.
Upphafið
Árið 2003 var farið í að rýna starf-
semi Björgunarfélagsins Eyvindar og
endurskipulagningu á tækjaflota
félagsins. Hlutirnir voru metnir svo að
Ford Econoline bifreið björgunarfél-
agsins gæti nýst sem sjúkraflutnings-
tæki í ófærð og á fjöllum í samstarfi
við starfandi sjúkraflutninga í sýslunni.
Var bílnum breytt í samræmi við þær
hugmyndir og sett í hann súrefni og
festingar fyrir sjúkrabörur, sambærilegar
og eru í sjúkrabílum. Þetta var hannað
þannig að auðvelt væri að taka úr
honum þennan búnað og breyta
honum í fólksflutningatæki á sem
skemmstum tíma.
Menntun
Það var ekki fyrr en sjúkraflutningar
fluttust frá lögreglunni í Árnessýslu
til HSU að talið var raunhæft að fara
að vinna að þeirri hugmynd að stofna
vettvangshjálparhóp á Flúðum.
Hópurinn myndi vinna í nánu samstarfi
við sjúkraflutninga HSU og var sett
krafa um að í hópnum væru að lág-
marki þrír menntaðir í vettvangshjálp
í óbyggðum (Wilderness First
Responder).
Árið 2008 fór Björgunarfélagið Eyvindur
að mennta fólk með það að mark-
miði að koma hópnum af stað. Árið
2011 varð það svo að veruleika
að vettvangshjálparhópurinn var
stofnaður en þá um vorið voru í
honum sex menntaðir einstaklingar í
vettvangshjálp í óbyggðum (WFR).
Í hópinn bættust svo hjúkrunarfræð-
ingur, sjúkraliði og bílstjórar sem eru
starfandi í björgunarfélaginu, alls
12 manns. Vettvangshjálparhópurinn
er duglegur að ná sér í meiri þekkingu
með því að sækja námskeið, fyrirlestra,
halda æfingar og einnig koma annað
slagið sjúkraflutningamenn og fara
yfir ýmislegt sem er talið að þurfi að
skerpa á. Á þeim tíma sem liðinn er
síðan hópurinn var stofnaður hefur
bæst í þekkingarbanka hópsins og
nú hafa fjórir úr vettvangshjálpar-
hópnum lokið EMT-B námi og tveir
af þeim eru starfandi sjúkraflutninga-
menn hjá HSU á Selfossi.
Samningur
Í júní 2011 var undirritað samkomulag
vegna fyrstu viðbragða í alvarlegum
slysum eða veikindum. Samkomu-
lagið er undirritað af Björgunar-
félaginu Eyvindi Flúðum, Heil-
brigðisstofnun Suðurlands (HSU),
Lögreglunni í Árnessýslu og Árnes-
ingadeild Rauða Kross Íslands.
Í samkomulaginu er farið yfir hlut-
verk og boðunarverkferla ásamt því
hvernig fjarskipti eru höfð í aðgerð-
um. Vettvangshjálparhópurinn er
undir læknisfræðilegri umsjón HSU
í þeim tilfellum sem sjúkraflutningar
eða lögregla boðar hópinn út. Það
á við hvort sem er vegna slysa,
veikinda eða til aðstoðar lögreglu á
vettvangi. Hópurinn er á boðunarskrá
undir sjúkraflutningum HSU sem
einfaldar útkall hjá neyðarlínu en ekki
er notast við hefðbundið útkallsferli
björgunarsveita.
Við undirritun samkomulagsins út-
vegaði Árnesingadeild Rauða Kross
Íslands einstaklingstöskur með
sjúkrabúnaði fyrir meðlimi hópsins.
Það hefur reynst afar vel að hafa
slíkan búnað við hendina og geta
farið beint á vettvang á einkabíl og hafið
grunnvinnu þangað til annar búnaður
kemur á vettvang.
Sjúkrabílavaktir
Í samkomulaginu er þess getið
að þeir sem eru í vettvanghjálpar-
hópnum hafi möguleika á að taka
sjúkrabílavaktir og hefur hver og einn
kost á að vera allt að 24 tíma á ári á
sjúkrabílavakt. Það er gert til að
hópurinn geti farið yfir búnað og
uppbyggingu á sjúkrabílunum,
kynnist sjúkraflutningamönnum og
taki þátt í útköllum með þeim.
Er þetta án efa mjög mikilvægt fyrir
vettvangshjálparhópinn og klárlega
lærdómsríkt og gerir hópinn betur
búinn undir að takast á við verkefnin
sem hann fer í.
Björgunarfélagið Eyvindur