Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Side 18

Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Side 18
18 Á vakt fyrir Ísland Upphafsárin og saga Upphaf að stofnun slökkviliðs í Vík má rekja til þess þegar fyrsta vatns- veitan sem gat fætt brunahana var lögð um þorpið seint á fjórða áratug síðustu aldar. Á vatnsveituna voru settir nokkrir brunahanar og keyptur handvagn með brunaslöngum. Fyrstu slökkviliðsstjórar voru Ólafur Jónsson, verslunarmaður hjá Halldórsverslun og Óskar Jónsson skrifstofumaður hjá KS í Vík. Jón Valmundsson húsasmíðameistari tók svo við slökkviliðinu skömmu eftir 1950 og stjórnaði því til ársins 1972. Á árunum milli 1950 - 60 er svo keypt fyrsta vélknúna dælan, 850 m/l Climax dæla á kerru og byggt hús yfir hana og önnur tæki slökkvi- liðsins vestast í Víkurþorpi. Guðni Gestsson og Guðgeir Guðmunds- son, verkstæðismenn í Vík, sáu um viðhald og keyrslu á þessari dælu. Þórir N. Kjartansson var skipaður slökkviliðsstjóri 1972. Þá um haustið er keyptur einn af Bedford slökkvibíl- unum sem þá var verið að kaupa til landsins frá Englandi. Það var gríðarleg framför í brunavörnum, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Þá var Brunamálastofnun nýlega stofnsett og var farin að standa fyrir námskeiðum fyrir slökkviliðsmenn vítt og breitt af landinu. Þórir fór á eitt af fyrstu námskeiðunum og skömmu síðar Ísleifur Guðmannsson sem var varaslökkviliðsstjóri. Fljótlega var svo bætt í tækjabúnaðinn tveimur settum af reykköfunartækjum og millifroðu- tækjum sem nýttust sérstaklega vel í heybrunum sem þá voru nokkuð algengir. Þessi búnaður rúmaðist allur í húsinu sem að framan er getið. Þórir stjórnaði slökkviliðinu til ársins 1982. Næstu árin voru eftirtaldir menn slökkviliðsstjórar: Sigurður Hjálmarsson, Bergur Örn Eyjólfs og Einar Hjörleifur Ólafsson. Á þessum tíma sem Einar Hjörleifur er slökkviliðsstjóri er keyptur Chevro- let picup til að auka viðbragðsflýti liðsins og á hann sett lausa dælan úr Bedfordinum. Þar sem Bedford slökkvibíll liðsins var kominn nokkuð til ára sinna var ákveðið að fara í þá vinnu að finna notaðan slökkvibíl til að uppfæra tækjakost liðsins. Fór það svo að þann 21. október 1999 fara Einar Hörleifur slökkviliðsstjóri og Guðmundur Pétur Guðgeirsson, sem þá var í sveitarstjórn, til Þýska- lands ásamt Guðmundi Bergssyni frá Brunamálastofnun og ganga frá kaupum á nýjum bíl fyrir slökkviliðið í Vík. Fyrir valinu varð Bens 1225 4x4 árgerð 1984 sem var í notkun allt fram að upphafi árs 2017. Þá var gamla stökkvistöðin orðin of lítil og var hún flutt í núverandi slökkvi- stöð sem staðsett er í Suður-Vík. Þá var einnig komið upp tankbíl þar sem sumstaðar í sveitinni var erfitt með vatnsöflun. Guðmundur Pétur Guðgeirsson tekur svo við sem slökkviliðsstjóri í framhaldi af því. Slökkvilið 2017 Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Mýrdals- hrepps er í dag Ívar Páll Bjartmars- son og hefur verið síðan 2007. Ágúst Freyr Bjartmarsson er vara- slökkviliðsstjóri. Nítján einstak- lingar hafa í dag lokið grunnnámi slökkviliðsmanna, þar af eru sjö með reykköfunarréttindi. Fimm hafa lokið stjórnendanámskeiði hlutastarfandi slökkviliða og tveir hafa lokið eldvarnareftirlitsnámskeiðum Mannvirkjastofnunnar. Nú nýverið fóru auk þess tveir liðsmenn á námskeið í notkun hitamyndavéla sem á eftir að breyta mjög miklu við reykkafanir og þjálfun reykköfunar. Bílaflotinn - Ford F350 tækjabíll, árgerð 2007. Í bílnum eru klippur og glennur af Lukas streamliner gerð. Bíllinn er jafnframt hugsaður til að ferja menn á brunavett- vang og nýtast sem stjórnunaraðstaða. - Man 19.403 FAK gerð með 400 hest- afla vél, árgerð 1999. Framhjóladrif með sídrifi, háu og lágu drifi, læs- ingum og rafmagnsgírskiptingu. Mannskapshús er einfalt eða fyrir tvo menn. Tankur er á bílum sem tekur 6000 l af vatni. Bifreiðin er með Travel Power 4,5 kW rafal við vél, loftdrifið ljósamastur 3 x 500W 4,6 m., rafdrifið 6 tonna Warn spil, uppbyggt tvískipt pústkerfi o.fl. Sett var á bílinn bedford dæla. Slökkvilið Mýrdalshrepps Climax dæla. Gamla slökkvistöðin í Vík. Hluti slökkviliðsins árið 2015. Ford F350. Man 19.403. Hluti reykkafara á æfingu.

x

Á vakt fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.