Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 2

Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 2
DÚNDURTILBOÐ HEIMA ER BEZT 17 bækur á aðeins 1200 krónur Hersilía Sveinsdóttir Varasöm er veröldin Hersilía hefur glöggan skilning á þvl, hve mikill munur er á viðbrögðum og viðhorfum áhrifanæmra barna, þegar vanda ber að höndum og fólks sem hefur tekið sin misjöfnu og meira og minna mótandi próf í kröfuhörðum skóla lifsins, en sá skilningur kemur enn greinilegar og eftirminnilegar fram i sögunni Gæfuspor. Sú saga er best formuð af sögunum I bókinni og persónurnar i henni, gömlu hjónin og drengurinn, eru Ijóslifandi, ekki sist gamli maðurinn, hinn hrikalegi en siglaði og skilningsriki dýra- og mannvinur, Þorgeir trölli. Sögukonan er ekki aðeins glögg á gerð manna, heldur hefur ótvíræða hæfileika til persónusköpunar og oft eru samtölin i bókinni sérkennandi og eðlileg. t>á er og það, að þó sögurnar endi allar á einhvern hátt vel, er siður en svo að Hersilia Sveinsdóttir lýsi aðeins fólki, sem ekkert nema gott virðist í. Oskar Aðalsteinn: Dísir drauma minna Höfundur segir hér rómantiska ástarsögu, rekur timabil úr ævi unga mannsins Hrings, sem stundar smiðar og sækir sjó, en lifir I draumaheimi leiks og lista og við lestur góðra bóka, unga mannsins, sem er ástfanginn upp fyrir eyru og á i stöðugu sálarstríði. Lífsþráin og lifsgleðin ræður rikjum i litla sjávarplássinu vestur á fjörðum, og i gegnum þjáninguna Ijóma ástfangin augu, full lífsnautnar og sakleysis. Þetta er hugljúf og heillandi ástarsaga. Jóhannes Helgi: Hringehjan Bókin sýnir okkur jöfnum höndum grófa innviði og fágað ytra borð ráðvillts fólks, sem einblínir á munað liðandi stundar og skirrist einskis i fullnægingu girnda sinna. Hin kaleidóskópiska Reykjavík Jóhannesar Helga brýtur þann grámóðulega veruieikaspegil sem við rogumst sí og ae með. Hringekja er frá upphafi til enda vægðarlaus sýning fremur en frásögn. Hlutirnir eru sýndir, allt að þvi gegnumlýstir, og lesandinn látinn óáreittur um að draga ályktanir af því sem fyrir augu hans og eyru ber í lifi og tali persónanna, jafnt á götu sem i svefnherbergjum. Brian Cooper: Dagur úr dökhva Charles Crighton, breskur lögfræðíngur og fræðimaður í Cambridge, vann við réttarhöldin yfir nasistunum i Nurnberg eftir striðið. Siðan sneri hann heim til Englands og hélt áfram náms- og fraeðistörfum. Um þær mundir kynntist hann Mary Sutherland, ungri ekkju, sem átti heima á fögru óðali i Cornwall. Hann dvelur á Oakenridge í boði Mary og með þeim takast heitar ástir. En saga, sem hann hefur heyrt í réttarhöldunum i Nurnberg rifjast skyndilega upp og tengist Mary Sutherland. Grunur hans um merkilegt samhengi og örlagaþrungna fortíð Mary i Þýskalandi vaknar hjá Charles. Hann tekur að rekja þessa þræði af festu og þolinmæði og tekst loks að greiöa úr flækjunni. I.Arnefelt: Sonur fangans Þetta er ástarsaga og gerist i Frakklandi á þeim tímum er nýi tíminn er að ganga í garð. Gömlu aðalsstéttirnar eru að missa auð og völd en ættardrambið og hrokinn stendur eftir nakinn og harðbrjósta. i sögunni fléttast saman ást og hatur, blóðhiti og kaldrifjuð raunhyggja. En ástin er blind, fer sinar eigin götur og sigrar að lokum. Sagan er vel skrifuð og bráðskemmtileg aflestrar. Dorothy Quentin: Húsið á ströndinni Josephine Anne er prestsdóttir i litlu þorpi i Cornwall. Hún verður fyrir því óláni að ganga að eiga snoppufríðan sölumann, amerískan, sem þegar er kvæntur annari konu fyrir. A fyrstu mánuðum hjónabandsins ferðast þau viða um Evrópu, en síðan hverfur hann henni. Hún fer að leita hans til New York og uppgötvar þá að hann er i fangelsi fyrir fjölkvæni og fjárdrátt. Nú tekur við þungbær raunatimi I framandi heimi, en þegar hin unga prestsdóttir er örvilnun nær, verður á vegi hennar lögfræð- ingur fullþroska, sem einnig heíur sinn skerf af mótlæti lifsins. Hann tekur hana undir sinn verndarvæng, þó að hann striði sjálfur i ströngu, þar sem er barátta upp á lif og dauða við mafiuforingja og eiturlyfjasala. Siðan segir af þvi, hvernig hugir prestsdótturinnar og lögfræðingsins dragast saman stig af stigi i baráttu þeirra fyrir endurheimt hamingjunnar, baráttu, sem fellur æ meir i einn farveg. Walter Trobisch: Ég elshaði stúlhu Bókin er hrífandi og spennandi, eins og besta ástarsaga. Hér segir frá raunverulegu, ungu fólki, sem berst fyrir ást sinni. Hér er talað af hreinskilni um ástina, réttindi hennar og skyldur, um samskipti pilta og stúlkna o.s.frv. Höfundurinn var um árabil framhalds- skólakennari i Vestur-Afriku. Hann ávann sér vináttu og trúnað unga fólksins, enda leitaði það til hans með vandamál sln. Svo margir báru sig upp við hann að hann sá fram á nauðsyn þess að veita þeim skrifleg svör, svo hann gæti liðsinnt þeim mun fleiri. Hann tók því saman bók, en hún byggist á bréfaskriftum, sem hann átti við ungan, afriskan vin sinn. Bóksali sá handrit hans, og bókin kom út á 34 tungumálum. Mabel Esther Allen: Leyndardómurinn í listasafninu I dag er I. maí. Miranda er á I9. árinu og á leið til Parísar til þess að hitta frænku sina, Jane, sem vinnur þar, þegar hún hittir Jonathan Holbrow, sem er 22 ára. Meðan Miranda var barn hafði hún búið með foreldrum sinum i þessari stórborg vísinda og lista og gat því vandræðalaust farið allra sinna ferða. „Randa,“ eins og hún er kölluð, átti að hefja nám í Oxford að hausti. En margt getur skeð á Signubökkum og Miranda fór ekki varhluta af þvi. Elick Moll: Eldflugan dansar Þetta er skemmtileg saga. Þar segir frá hæglátum vefnaðarvörukaupmanni, sem sendur er til Japan í verslunarerindum. Og eins og að líkum lætur kynnist hann þar einni af þessum stúlkum (geisha), sem hafa það að atvinnu að skemmta ferðamönnum og viðskiptavinum stórra fyrirtækja. En mörgum hættir til að misskilja starf slíkra kvenna og af því geta leitt hin spaugilegustu atvik. Frásögnin er létt og lipur og þó hispurslaus. Vladimir Nabokov: Elshu Margot „Einu sinni átti heima i Berlin I Þýskalandi, maður nokkur að nafni Albinus. Hann var ríkur, mikils virtur, hamingjusamur. Einn góðan veðurdag yfirgaf hann eiginkonu sína vegna ungrar hjákonu. Hann elskaði, var ekki elskaður og líf hans endaðí með ósköpum." Þannig hefst þessi frásögn Nabokovs af grimmilegum örlögum. Hún lýsir þvi á snilldarlegan hátt hvernig maður leiðist inn á braut sjálfstortímingar. Söguefnið er hversdagslegt en frásögnin óvenjuleg. Bjarni Eyjólfsson: Úr djjúpri reris dagur Hér er á ferðinni sérstæð og hrífandi bók. Söguhetjan heitir Asgeir og segir bókin frá bernsku hans og æsku. Ásgeir elst upp i sárri fátækt og kynnist náið erfiðleikum og böli kreppuáranna. Hann missir ungur föður sinn en tengist móður sinni þeim mun sterkari böndum. Hann er einkar skýr piltur og fer snemma að hugsa um lifið og tilveruna. Skáldið blundar i barmi hans og hann dreymir háieita drauma. Þegar kemur fram á unglingsárin, leita mjög á huga hans spurningar um Guð og tilgang lifsins. Lestur Bibliunnar hefur varanleg áhrif á hann. Hann heyr harða og langa baráttu i leit að friði, ákallar Guð úr djúpinu. En að lokum ris bjartur dagur og Asgeir finnur lifi sinu traustan og öruggan grundvöll. Framtiðin er vonarrik og heillandi. M. Wilkins: Fatæht Snæbjörn Jónsson segir m.a. i formála um bókina: ,Ári Jónsson Arnalds, sýslumaður og bæjarfógeti, mun ávallt verða talinn meðal hinna mikilhæfustu manna sinnar tiðar. Hann var maður skarpgáfaður og lærður vel, röggsamur embættismaður, mikill stjórnmálamaður og ritsnillingur svo að af bar. Þess vildi ég óska að sem flest ungmenni, jafnt piltar sem stúlkur, læsu þessa hugðnæmu sögu. Eg hygg að hún mundi reynast þeim heillandi lestur og ég veit að hún mundi verða þeim hollur lestur. Lionel White: Freristringrin Sagan er leynilögreglusaga. Fjallar hún um nútima þjóðfélag, ástir, óróa og afbrot. Freistingin er talin viðburðarikust og mest spennandi af þeim sögum, sem Lionel White hefur skrifað. Morris L. West: Fótspor friskrimannsrins Þessi bók Wests hlaut skjótt meiri vinsældir en dæmi eru til um skáldsögu á síðari árum. Hún var kvikmynduð með þeim árangri að myndin var kjörin besta mynd ársins á kvíkmynda- hátíðinni í Cannes. Aðalhlutverkin voru i höndum snillinga eins og Anthony Quinn, Vittorio de Sica, sir john Gielgud og sir laurence Olivier. Elínborg Lárusdóttir: Svripmyndrir Þessar breytilegu myndir sem hér eru dregnar upp, eru víða að, segja frá óliku fólki, gefa sýn inn I ólíka heima, en eru þó sóttar beint i hversdagslífið. Hér segir frá tryggðarofum og afieiðingum þeirra, frá dulspökum draumamanni og hvernig hann varð til þess að ungir elsendur náðu saman, frá kynlegum kvisti sem fluttist til Vesturheims og ílentist þar, frá manninum sem upphóf sjálfan sig I augum eiginkonunnar og hafði með þvi nær eyðilagt hjónaband sitt, og hér er sögð raunasaga mannsins ólánssama sem varð óreglu að bráð sakir afskipta og afskiptaleysís samfélagsins og samferðamannanna, o.fl. o.fl. Hér kennir sannarlega margra grasa og mörgum sérstæðum svipmyndum er brugðið upp. Þetta er lesefni við margra hæfi. Donald Gordon: Gullna ostran Sagan um fjársjóð Rommels er alls ekki tilbúningur. Fjársjóðurinn er raunverulega til: um sex milljónir sterlingspunda verðmæti af gullstöngum, gimsteinum og pappirsgjaldmiðli, sem var sökkt í heimsstyrjöldinni, undan strönd Afríku. Vitað er að skipið, sem flutti fjársjóðinn hvarf í hafið á djúpsævi, fimm eða sex mílur utan við tiltekna hafnarborg I Libýu. En allar tilraunir til að finna fjársjóðinn hafa misheppnast. Vorið 1963 hóf hófundur, ásamt vini sinum Edwin Link, tilraunir til að staðsetja fjársjóðinn og er sagan að verulegu leyti byggð á þessu ævintýri þeirra. Donald Gordon: Flug leðurblökunnar Sovésk eldflaug lendir í Hyde Park garðinum í London. Hún inniheldur áskorun: Rússnesku valdhafarnir skora á vestræna leiðtoga að lenda svarskeyti á Rauða torginu í Moskvu. Takist það ekki innan sjö daga, geti það þýtt endalok hins frjálsa heims. ðll tiltæk ráð eru reynd og öll bregðast þau, uns eina vonin er bundin við nýja gerð lágfleygra sprengjuþota, “Leðurblökuna." En brátt verður Ijóst að þótt þotan muni komast á leiðarenda, hafi áhöfn hennar enga von um að komast tilbaka. Loks fæðist þó hugmynd að áætlun til bjargar áhöfninni, en gallinn er bara sá, að hún er allt að þvi óframkvæmanleg... Myndir af kápum bókanna er að finna á baksiðu blaðsins 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.