Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Side 10

Heima er bezt - 01.03.2002, Side 10
grunnskólunum á Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði. Þar sem ég kom svo mjög við kirkjusöng, minnist ég presta á við- komandi stöðum. Minnisstæðastur þeirra verður mér án efa séra Þorleif- ur Kjartan Kristmundsson (1925- 2000) á Kolfreyjustað, hreinskiptinn og alúðlegur. í gegnum þetta starf kynntist ég að sjálfsögðu afar mörgum, og er þess gott að minnast. Ég spurði Árna, hvers vegna hann hefði fluttst úr borginni við Sundin, frá öllum félögunum og samstarfs- mönnunum,á annað landshorn. Fram kom að starf hefði boðist á Egils- stöðum. Þá hefði sér verið mjög í mun að breyta um lífsstíl. Árni hefur nú orðið á ný: - Ég stofnaði þarna AA- deild 1978. Þarna bragðaði ég ekki vín allt til 1993, er ég greindist með kransæðastíflu, og tók að hressa mig aðeins á rauðvíni. En þetta vildi held- ur vinda upp á sig með árun- um, svo að ég skrúfaði fyrir og hætti alveg á síðasta ári. Lífið er fagurt, og hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. En hóf er á öllu best, og best er óbrengluðum og allsgáðum að fara í gegnum lífið, að fenginni reynslu. Kannske næ ég helming af fyrra bindindisskeiði, sextán og hálfu ári. Ég verð þá kom- inn á tíræðisaldur. Og konan má svo sem færa mér eitt rauðvínsglas fyrir svefninn. Um þessar mundir er ég að undirbúa Djasshátíð Egils- staða, sem haldin verður í júlí í sumar. Vonast ég til að geta boðið þangað erlendum tón- listarmönnum, í bland við það besta hérlendis. Unnið við logsuðu En ég hef fleiru sinnt en tónlist um mína daga. Ég vann um tíma við logsuðu, en fékk slæmsku í lungun. Og svo rétt sé eftir haft, þá sagði Finn Ziegler á djasshátíð Egilsstaða 1999. Einar Valur Scheving, Arni Scheving og Gunnar Hrafnsson á leið á sviðið. Óskar Guðjónsson saxófónn, Sæmundur Harðarson i hvarfi á gítar, Viðar Alfreðsson trompet, Ragnar Eymundsson trommur, Arni Isleifs á rafmagnspíanó, á djasslcvöldi í Múlanum, djassklúbbi. læknir minn, Óli Hjaltested, við mig: „Af tvennu illu er betra að vinna í reykingalofti en að vinna í smiðju, og þarna máttu ekki vinna lengur.“ Ég var lengi slappur eftir þessi veikindi, en þó vinnu- fær. Ég finn ekki fyrir þessu lengur. Tómstundaiðja mín Tómstundaiðja mín er nokkur. Ég stunda stanga- veiðiskap, hnýti flugur og les alltaf dálitið og þjálfa djass- söngvara. Ég hef gaman af þessu; annars væri ég ekki að því. Um djassinn er það að segja að hann hefur orðið mitt mesta áhugamál, enda líklega þekktastur orðið í seinni tíð vegna hans. Djasshátíð Egilsstaða og boð til höfuðstöðva djassins í New Orleans í Bandaríkjunum 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.