Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Page 16

Heima er bezt - 01.03.2002, Page 16
Síðan kom hann inn og rak karlana til að drekka kaffið, en þeir þáðu það ekki allir. Síðan fóru þeir en gamli maðurinn varð eftir. Pabbi gekk niður á bryggju og við krakkarnir með. Þá sagði Friðrik Salómonsson: „Þessi ferð verður þér dýr, Valdi- mar, og þú skalt fá að borga þetta“ Pabbi sagði þá: „Oddvitinn og/eða andskotinn borga þér!“ Svo leið og beið. Afi fékk fótavist, og þá komu þeir þriðju ferðina, en ég man ekki hver var með bátinn, en það mun hafa verið nágranni okkar. Það var hins vegar árangurslaus ferð. Oddvitinn hafði þá ráðstafað öllu fólkinu, sem eftir var. Við áttum að fara í land, börnin, á einhverja bæi, en nágranni okkar ætlaði að taka foreldra okkar með tvö yngstu börnin. Sigurður Óli átti að fara til Súðavíkur, en pabbi fór í land að hitta hreppstjórann, Indriða Indriðason á Skarði. Pabbi talaði um þetta við Indriða, en hann vildi álíta að þetta væri liðin tíð. Kristinn Indriðason á Skarði sagði að ef nágranni okkar hefðu komið að þessum skrípaleik, þá gæti hann farið úr eyjunni. „Ég lána aldrei bát í þetta, og ef einhver af mínu heimili fer í þessar ferðir með oddvitanum, þá kemur hann ekki aftur inn á mitt heimili!“ Við erum síðan í Rúfeyjum til 1944. Þá vorum við systkinin orðin íjórtán og pabbi þurfti að þiggja af sveit, og við þar með orðin sveitarómagaböm. Þá flytja foreldrar okkar úr Rúfeyj- um og upphefst nú mikil sorgarsaga. Þau flytja í Öxney 1944, og mamma, sem skildi við pabba, fer að búa með Jónasi Jóhannssyni. Svo fátæk sem hún var í Rúfeyjum, þá var þetta óg- urlegt allsleysi. Mamma eignaðist dóttur með Jónasi. Hún dó á elli- heimili í Stykkishólmi 1994, 93 ára að aldri. Systkinin fóru á sveitina eins og fyrr segir, þar af fóru fimm á Skarðs- hrepp. Ég ól upp yngstu systur mína, Kristínu, frá því að hún var hálfs annars árs, og þar til hún var komin Frá vinstri: Sigríður Sigurbrands- dóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Asta Sigurbrandsdóttir. að giftingu. Annars ólst Kristinn Sig- valdi bróðir upp hjá Kristni Indriða- syni á Skarði og konu hans, Elín- borgu Bogadóttur, og fór ekki á hreppinn. Var hann 12 ára er hann kom til þeirra. Hann andaðist árið 2001, og er grafinn á Skarði á Skarðsströnd. Að lokum smávegis af sjálfri mér. Ég er þriðja barn foreldra minna. Móðir mín var Ingigerður Sigur- brandsdóttir, fædd í Skáleyjum og uppalin þar. Fósturforeldrar hennar voru Skúli Bergsveinsson í Skáleyj- um og Kristín Einarsdóttir, kona hans. Faðir minn var Valdimar Sig- urðsson, eins og fyrr er frá greint. Jóhanna amma mín átti móður mína neð Sigurbrandi Jónssyni, og var hún óskilgetin. Hún ólst ekki upp hjá henni, heldur á sveitinni. Bærinn í Rúfeyjum á Breiðafirði. Vatnslitamynd: Þórarinn Samúelsson. Ég er fædd 29. júní 1925 í Svefn- eyjum á Breiðafirði. Þaðan fluttist ég þriggja ára að Rúfeyjum og var þar til sautján ára aldurs. Gift var ég Guðlaugi Jónssyni frá Skarði á Skarðsströnd. Við áttum saman fimm börn, en skildum. Síðari maður minn var Höskuldur Ottó Guð- mundsson, fæddur 1910 í Breiðdal. Hann andaðist á Landakotsspítala 23.ágúst 1993. Hann var hagyrðingur góður. Nú er ég komin á efri ár, en nýt lífsins í ríkum mæli. Ég vinn mikið í höndum, prjóna talsvert á prjónavél- ar sem ég á. Mér leiðist ekki. Ég vona að nútímafólki þyki frásögn mín nokkuð forvitnileg. Margt hefúr breyst í þjóðlífinu á þeim tæpum sjö áratugum, sem liðnir eru síðan fram- angreindir atburðir áttu sér stað í Breiðafjarðareyjum. Margt hefur orðið til bóta í mannlífinu. Sveitar- flutningar eru sem betur fer aflagðir. Ég tel,að þetta, sem ég hefi sagt frá, hafi mátt koma fram. Þakka ég að lokum skrásetjara þessarar frásagnar góða samvinnu. Lifið heilir, ágætu lesendur. Skráð í mars 2002. 112 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.