Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 17
----
Hrafl frá
hugans
leynum
0
ft sækja á hugann brot minningamynda, hrafl
eitt sem stundum skapar heillega mynd, en dvínar oftar
en ekki og deyr svo út fyrr en varir og síðan ekkert meir.
Harmsagan frá Ási í Fellum skýtur æði oft upp kollin-
um í ægileik sínum og kallar þá fram tengdar minningar
bernsku og æsku frá árum setuliðsins, svo sem her-
námslið Breta og Bandaríkjamanna var kallað á þeim
árum og síðan eftirhreytur þess sama setuliðs, eftirhreytur
sem skópu harmleikinn mikla í Fellum nóvemberdaginn
napra.
Og þá að upphafinu, hernáminu, sem ungur sveinn
komst svo sannarlega í nána snertingu við. Sex ára gam-
all var ég þegar brezku herskipin sigldu inn Reyðarijörð-
inn og enn man ég þegar faðir minn fór af bæ til að
fregna af skipakomu, því ekki sást út á fjörðinn frá okkur
í Seljateigi og enn betur man ég gleði þeirra heima yfir
því að komumenn voru Bretar en ekki Þjóðverjar, þó
annars væru foreldrar mínir lítt hrifin af þessum erlendu
afskiptum. M.a.s. fékk ég að fara út fyrir hæð eins og það
var kallað til að sjá mætti skipin á höfninni og seint fyrn-
ast áhrifin frá þeirri stund og enn frekar þegar herflokkur
kom heim á hlað og fyrirliðinn bað um viðtal við föður
minn. Allir voru þeir með byssur um öxl og ekki hægt að
neita beyg miklum í brjósti þess sex ára við þessa heim-
sókn, enda hélt sá sig rækilega innan dyra þrátt fyrir for-
vitnina og höfðu þó foreldrar mínir brýnt fyrir mér að
ekkert væri að óttast af hálfu þessara vopnuðu hermanna,
sem aðeins væru að gegna skyldu sinni við land sitt.
Bretarnir byggðu svo herbúðir beggja vegna Seljateigs,
aðrar í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá bænum
okkar. Nálægðin við setuliðið varð enn meiri fyrir þá sök
að faðir minn talaði reiprennandi ensku eftir áradvöl sína
í Kanada og var því oft kallaður til sem túlkur, svo og
sóttust þeir brezku eftir að spjalla við hann m.a. til að fá
fréttir af ýmsu sem ekki var í þeirra eigin fréttum sem
bæði voru stopular og litaðar. Það voru raunar þær ís-
lenzku meira og minna á þessum tíma með fréttaskeyti
Reuters sem aðalheimild.
Foreldrar mínir seldu þeim mjólk og egg, að vísu í litl-
Heimaerbezt 113