Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 18
um mæli en allt skapaði þetta samskipti sem voru hin beztu í raun. Faðir minn sagði raunar síðar, að megin- munur á setuliði Breta og Bandaríkjamanna hefði falizt í því, að yfirmenn í brezka hernum hefðu flestir verið illa siðuð stertimenni en hinir óbreyttu yfirleitt velmenntaðir öndvegismenn, yfirmennirnir bandarísku hins vegar ágætisdrengir en vægast sagt misjafn sauður í mörgu fé hinna óbreyttu. Skýringuna sagði hann þá að yfirmenn- irnir brezku hefðu yfirleitt tilheyrt aðlinum, sem fyrirleit allt venjulegt fólk, en alþýðumenntun snöggtum betri hjá Bretum. Vel man ég hve sumir Bretarnir gátu setið lengi í eld- húsinu heima og rætt við föður minn og máske man ég enn betur súkkulaðið sem lætt var í lítinn lófa, því barn- góðir voru þeir allir svo af bar. Gleggst man ég eftir hávöxnum Breta sem faðir minn sagði hámenntaðan, er Henry hét og sem varð í raun heimilisvinur og var okkur krökkunum einstaklega hlýr og undrun mín mikil þegar þessi hái, gjörvulegi maður strauk okkur um kollinn að þá fylltust augu hans tárum. Hann sagði eitthvað við föður minn og síðar sagði faðir minn mér að hann ætti tvö börn á líku reki og okkur systkinin heima í Bretlandi og þó ungur væri skildi ég þá nokkurn veginn ástæðu táranna, þó ekkert væri um það sagt. Þessi indæli maður sendi föður mínum tvö bréf frá Englandi, öðru þeirra fylgdi einkar myndarlegur pakki, sem í voru hin fegursta brúða handa systur minni og leik- fangalest handa mér, en sá galli á góðri gjöf, að ekkert var rafmagnið heima,en dýrgripir þóttu okkur þessi fram- andi leikföng. 1 seinna bréfinu sagði hann frá því að nú ætti að senda sig beint í fremstu víglínu og svo kom bréf frá konu hans um að hún væri orðin ekkja, hann hefði fallið og vel man ég langa hljóða stund heima eftir lestur bréfsins og klökkva þeirra foreldra minna, þegar þau fóru að ræða um hin grimmu örlög vinarins góða. En daginn eftir skrifaði faðir minn ekkjunni langt bréf og ég man að hann þýddi efni þess fyrir móður mina og ég hlýddi hljóður á hið einstaklega hlýja og huggunarríka bréf, sem fól í sér fagra lýsingu af kynnum við mikinn mannkostamann, þó skilningur minn væri takmarkaður á þess háttar. Ég gæti skrifað um fleiri góðvini föður míns úr setulið- inu, svo sem írann sem hló svo mikið og tók slík bakföll, að stóllinn, sem hann sat á við eldhúsborðið, brotnaði og hann lá í brakinu á gólfinu og hló nú sem aldrei fyrr. Því miður gjörðist þessi hláturmildi íri svo sinnisveikur, að hann var sendur heim eftir eitthvert heljarhneyksli sem aðeins var hvíslað um en aldrei sagt upphátt, helzt var haldið að hann hafi lagt hendur á eitthvert stertimennið „stórættaða“. Ekki verður hjá því komizt að nefna glæsimennið Jack, sem fékk víst hjörtu ýmissa ungmeyja til að slá örar, hann kom oft og venjulega við annan eða þriðja mann, því hann var vinsæll meðal félaganna, aðalsblóð rann víst í æðum hans, en Jack vildi ekki þann frama sem hans beið og æðstu menn vildu endilega á hann klína, en hann varðist fimlega. Mikið hlógu þeir faðir minn og félagar Jacks að lýsingum hans á minniháttar afbrotum sem æ ofan í æ komu í veg fyrir stöðuhækkanir, en bíræfinn var hann eins og þegar þeir komu þrír heim á gamlárskvöld og áttu góða stund heima í stofu yfir súkkulaði og smákökum móður minnar, þegar allt í einu var barið að dyrum og er þeir heyrðu þar úti í æðstu yfirmönnum her- búðanna urðu þeir skelfingu lostnir og hentu sér á gólfið og báðu okkur um algjöra þögn svo og að slökkva lampa- ljósið. Faðir minn talaði nokkra stund úti við yfirmennina, en þeir voru þá aðeins að óska honum gleðilegs árs og héldu svo á brott að því búnu og aldrei þessu vant bauð hann gestum ekki að ganga í bæinn, enda mun hann við felmt- ur gestanna sem inni sátu, hafa áttað sig á því að Jack og félagar voru í óleyfi og hefðu heldur betur fengið að kenna á því, ef yfirmennirnir hefðu gengið fram á þá þarna heima og náfölur var hann er inn kom og fljótlega læddust þeir félagar út í náttmyrkrið og umræðan heima snerist um það hvort þeir myndu hafa sloppið inn í her- búðirnar aftur án þess að eftir yrði tekið. Daginn eftir kom Jack heim brosandi út að eyrum og þakkaði foreldrum mínum fyrir björgunina, en sagði um leið að ekki bara þeir félagar hefðu hlotið skell, ef upp hefði komizt, heldur þau líka að hylma svo yfir þá félaga og þá áttaði ég mig á, óljóst þó, hve grimmur heraginn var, enda sagði faðir minn að slíkan ægiaga þyrfti til að láta góða menn eins og Jack og Henry drepa aðra menn eða vera drepnir annars. En þessi sannindi kalla einmitt fram myndir minning- anna frá heræfingum Bretanna sem fóru gjarnan fram á túninu heima eða þá uppi í fjallinu fyrir ofan bæinn. Það var undarlegt hversu þessar æfingar voru framkvæmdar og minnisstæðastar eru árásirnar grimmilegu sem þessum mönnum var skipað að gjöra á mykjuhauginn okkar, sem var svona í 40 metra fjarlægð frá bænum. Oft fylgdist ég með út um eldhúsgluggann í forundran, en líka ærinni skelfingu þegar þeir ráku fjölda byssustingja á kaf í mykjuna og fjarri lagi að aðgerðin væri þrifaleg fyrir dát- ana og enn síður þó þegar þeim var skipað að henda sér ofan í mykjuna til að fá skýlt sér fyrir ímyndaðri árás eða svo skýrði faðir minn fyrir mér þetta furðulega háttalag. Öskur yfirmannanna voru oft ægileg þegar skipanir gullu og báru að því er mér var sagt og ugglaust var rétt, vitni fádæma fyrirlitningu yfirmannanna aðalsbornu á hinum óbreytta hermanni. Hinir óbreyttu báru með sér járndunka upp hálsinn heima og upp í Sellönd svokölluð, þar sem þeim var stillt upp sem ímynduðum óvinaherbúðum, gjaman inn við klettalengju sem heitir Grjótgarðar. Leiðin þangað upp- eftir lá um hlaðið heima og það glamraði heldur betur í dunkunum, þegar þeir slógust saman á göngunni og þetta þóttu okkur krökkunum aldeilis viðburðir í fyrstu, en smám saman varð þetta eins og eðlilegur þáttur tilverunn- ar. Svo glumdu skotin og hávaðinn í dunkunum barst 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.