Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 19
bærilega til okkar, þó fjarlægðin væri allmikil og hálsinn á milli. Bagalegast varð þetta vegna fjárins okkar sem var haldið til beitar, en trylltist eðlilega við lætin og kom svo í hendingskasti alveg heim að húsum, enda létu afleiðing- ar þessara láta ekki á sér standa, því um þriðjungur ánna lét lömbunum og skaðinn skelfilegur. Þessar aðfarir Breta héldu þó eitthvað áfram, en Bandaríkjamenn höguðu sér allt öðru vísi. En Bretarnir æfðu sig líka í loftvörnum og skutu þá sprengjum upp frá herbúðunum sitt hvorum megin við bæinn og sumar þeirra sprungu ekki og þá er komið að frásögninni í upphafi, eftirhreytum stríðsáranna og tengslunum við harmsöguna í Ási í Fellum. Uppi á háls- inum heima var sett upp af Bretunum stórt skilti þar sem á stóð á ensku og íslenzku, „Ósprungin sprengja“ en þar í grennd þóttust Bretarnir vita af slíkri, þó þeir fyndu hana ekki og raunar höfðu Bretarnir sagt föður minum að vel gætu fleiri slíkar verið í landi hans. Ég gekk mikið um fjallið heima til að gæta að ám og forðaðist ævinlega svæðið í kringum skiltið og það gjörðu allir. Svo kom fréttin skelfilega um atburðinn í Fellunum og það vakti okkur enn betur til vitundar um hættuna í landinu heima, en ekkert aðhafzt frekar þó, að- eins brýnt fyrir mér enn frekar að gæta mín í gönguferð- um mínum. En hver var þessi harmsaga úr Fellunum. Á áttunda degi nóvember árið 1947 var bóndinn í Ási, Guttormur Brynjólfsson að koma heim úr smalamennsku og á móti honum hlupu tvær dætur hans 7 og 8 ára og 8 ára bróður- dóttir hans. Bóndinn átti þá stutt heim að vallargarði og mættust þau á stórgrýttum melhól rétt utan við túngarð- inn. Maður, sem á horfði, sá í þeirri svipan eldblossa gjósa upp og síðan kom mikil sprenging. Þegar að var komið lágu ijögur lík á hólnum, öll með mikla áverka. Þetta voveiflega slys var eðlilega sett í samband við heræfingar brezka setuliðsins á einmitt þessum slóðum sex árum fyrr. Flvernig þetta vildi til mun enginn vita með vissu, en ósprungin sprengja hins vegar nokkuð óræk orsök. Þetta skelfilega slys varð harmsefni mikið og víða sem eðlilegt var og enn í dag finn ég fara um mig ónotahroll, þegar ég les eða tala um þennan atburð, svo mikil áhrif hafði hann á okkur heima. Víkur nú sögunni að vordögum 1950, en veturinn á undan hafði ég stundað nám á Eiðum og orðið vel til vina, þó mestur yrði máske vinskapurinn við Sigurð Magnússon frá Hauksstöðum á Jökuldal, sem nú býr að Bláskógum í Breiðdal. Sigurður Haukur, eins og okkur var gjarnt að kalla hann þá, kom í kaupstaðarferð til Reyðarfjarðar þá um vorið og gjörði mér góða heimsókn og gisti eina nótt heima mér til mikillar gleði. Við fórum til fjalls um kvöldið að huga að kindum og á heimleiðinni rak ég ein- hverjar ær á undan mér og við Sigurður urðum viðskila smástund. Þegar við hittumst aftur sýndi Sigurður mér annarlegan hlut, sem hann hafði fundið og ég sá strax að myndi vera ósprungin sprengja með öllu tilheyrandi og bað Sigurð vin minn í guðanna bænum að láta hana var- lega frá sér á barð þarna við hlið okkar, sem hann gjörði þegar. Var báðum brugðið mjög og óttuðumst við jafnvel að nú mundi okkar síðasta stund komin, sprengjan spryngi í höndum Sigurðar eða þá um leið og hún yrði lögð niður, en blessunarlega gjörðist ekkert. Við hlóðum svo myndarlega vörðu stutt frá svo sprengjan fyndist nú, því börðin þarna í hálsbrúninni eru hvert öðru lík. Þeim heima brá heldur en ekki í brún við frásögn okkar vinanna og óðar var ákveðið að hafa samband við sprengjusér- ffæðinginn Bóas Eydal í Njarðvík eystra og fá hann á staðinn. Þetta var gjört og aldrei þessu vant var ég ekki heima, þegar Bóas kom svo allnokkru síðar, en bæði faðir minn og Gísli frændi minn vissu vel um staðsetninguna og vísuðu honum til vegar. Ég var svo að koma heim úr einhverjum fjárleiðangri innan undan Felli svokölluðu, þegar sprenging dundi við og var ekkert smáræði, því undir tók í fjöllunum og þegar ég var svo í heimreiðinni að bænum dundi við önnur sprenging, en þó nokkru kraftminni. Ég man að ég spurði sjálfan mig að því hvort slys hefðu nú orðið, skildi ekkert í þessari seinni og varð allshugar feginn þegar ég sá hersinguna koma niður háls- inn í rólegheitum, svo öllu hlaut að vera vel borgið sem og var. Fyrra dúndrið var frá sprengjunni góðu, sem Sig- urður vinur minn handlék, og ekki var Bóas í minnsta vafa um örlög okkar Sigurðar, ef ekki hefði þó hárrétt verið við brugðizt. Hið síðara var frá annarri sprengju sem var einmitt úti á hálsinum ekki mjög langt frá fyrr- nefndu skilti um ósprungna sprengju, en eitthvert tól átti Bóas sem vísaði honum betur veg en Bretunum hafði tek- izt á sinni tíð. Þó var sprengjan það langt frá skiltinu að ekki hafði þar verið varúðar gætt og m.a.s. lá fjárgatan niður af hálsin- um nær því við hlið sprengjunnar og ég fann til nokkurra ónota innra með mér, þegar ég hugleiddi hve oft ég hafði í algjöru hugsunarleysi hlaupið þarna um ljárgötuna og máske stundum rétt utan við eins og gengur. Hér læt ég staðar numið en gæti svo sem bætt við að Bóas leitaði enn einnar sprengju, sem ég hafði fundið neðst í Sellöndunum og merkt kyrfilega, en hún lá þar í moldarflagi þar sem var hálfgert dý beggja megin. Enga sprengju fann hann þó þar og var sem jörðin hefði gleypt hana og máske hefur svo verið í raun, því oft hefi ég síð- an gengið þarna um án þess að sjá neitt. Sjaldan held ég hafi svo gengið hálsbrúnina að mér hafi ekki verið hugsað til þess mikla láns sem yfir okkur Sigurði var og rétt eins og hulinn verndarkraftur hafi að verki verið, alla vega var okkur lengri lífsganga huguð. Og mundi nú hér hæfa amen eftir efninu. Heima er bezt 115

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.