Heima er bezt - 01.03.2002, Side 21
þar sem hann var í notk-
un um árabil.
Báturinn var knúinn
14/56 ha. gufuvél með 7
tonna kolageymslu. Að-
almál bátsins voru sem
hér segir:
Lengd 56,0 fet, breidd
13,8 fet, dýpt 7,4 fet.
Stærð: 36 brúttótonn og
15 nettótonn.
Asgeir litli er talinn
vera fyrsti flóabátur við
Island og á næstu árum
þróuðust siglingar póst-
og farþegabáta milli
helstu strandhéraða
landsins með tilkomu
vélknúinna skipa, svo að um reglu-
bundnar ferðir var að ræða.
Ferðir Ásgeirs litla voru bundnar
við tímabilið mars/október ár hvert
og siglt eftir áætlun um Ísaíjarðar-
djúp, Jökulfirði og eftir því sem
þurfa þótti til Öndundarfjarðar, Súg-
andafjarðar, Aðalvíkur og Hornvíkur.
Ásgeirsverslun á ísafirði hafði um
þetta leyti allmikil viðskipti við
Djúpmenn og hafði blautfiskmóttök-
ur á Snæfjallaströnd og víðar í Norð-
ur Isafjarðarsýslu.
Með ferðum Ásgeirs litla þótti
stórt spor stigið í samgöngumálum
Arngerðareyri 1975, þegar verslunar-
og pakkhús frá tímum Asgeirsversl-
unar voru ennþá uppistandandi.
Djúpmanna og víðar vestra, að vísu
var skipið ekki stórt, en káeta í því á
upphækkuðu þilfari rúmaði fimmtán
manns í sæti og þegar lest var lokuð
var rúmgott farþegapláss á þilfari.
Árið 1910 hætti báturinn póstferð-
um en var áfram í flutningum fyrir
Ásgeirsverslun til ársins 1915, en þá
var honum lagt upp í ijöru á ísafirði,
þar sem búið var í honum um skeið.
Sýslunefnd Isafjarðarsýslna óskaði
vorið 1905 eftir fullnægjandi gufu-
bátsferðum um ísafjarðar-
djúp, en fram að því hafði
aðeins verið siglt að sumar-
lagi. Eftirtaldir útgerðarað-
ilar fengu opinberan styrk
til Djúpferðanna árin 1904-
1942:
Pétur M. Bjarnason,
kaupmaður á ísafirði 1904-
1908, Skúli Einarsson út-
gerðarmaður, 1908-1912
og 1919. Tang & Riis
1908-1913, Jón Gunn-
laugsson 1912-13, 1915-19
og 1919-20, Sigurður Þor-
varðsson kaupmaður og
Þorvarður Sigurðsson í
Hnífsdal 1913-14, Karl Ol-
geirsson og Jóhann Þorsteinsson
1914-15 og 1920, h/f Djúpbáturinn
1920-33, Landsbanki íslands 1925.
Skipaútgerð ríkisins 1933-34, Högni
Gunnarsson 1934, h/f Vestfjarðabát-
urinn ísafirði 1935-42.
Eins og sést á framangreindri upp-
talningu koma margir aðilar við sögu
póstbátsferðanna um Djúpið á tíma-
bilinu 1904-42 og meðal farkosta
þeirra voru eftirtaldir bátar:
Gufubáturinn Guðrún, sem síðar
var breytt í mótorbát (ekki er vitað
um stærð en báturinn var áður eign
N.C. Pedersen, Dana, sem stundaði á
því skarkolaveiðar frá Flateyri í
Öndundarfirði), e/s Tóti, 40 tonn,
m/b Geir, e/s Varanger, 87 tonn (var
einnig í ferðum um Vestfirði og
Breiðafjörð til Reykjavíkur), m/b
Sæfari, 27 tonn, m/b Freyja, 29 tonn,
m/b Mercúr, 22 tonn, m/b Frigg, 27
tonn, m/b Bragi, 47 tonn, m/b Valur,
20 tonn, m/b Arthur & Fanny, 46
tonn, e/s Hermóður, 113 tonn, m/b
Geir, 59 tonn, m/b Egill Skallagríms-
son, 12 tonn, m/b Hekla, 30 tonn,
m/b Snarfari, 26 tonn, m/b Huginn 2,
59 tonn, m/b Huginn 3, 59 tonn, e/s
Kolbeinn ungi, 58 tonn (báturinn
þótti ekki nothæfur), e/s Olaf, 74
tonn, m/b Elín, 31 tonn, m/b Svanur,
15 tonn, m/b Harpa og e.t.v. fleiri
bátar koma þarna við sögu.
Þann 1. desember 1942 var Út-
gerðarfélag Djúpbátsins h/f stofnað á
Isafirði til reksturs m/s Fagraness, 70
tonna farþegabáts sem keyptur var
M/s Arthur & Fanny annaðist um árabil Djúpferðir á millistríðsárunum.
Heima er bezt 117