Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 31
hjálpargögnum, svo að hinir særðu og limlestu fengu að mestu að deyja drottni sínum í vanhirðu og bjargarleysi. Obreyttir borgarar tóku sig þá til og reyndu eftir mætti að hlynna að þessum bág- stöddu mönnum. Henri Dunant gleymdi í svipinn erindi sínu til Ital- íu og gekk í staðinn vasklega fram í að hjálpa hjúkrunarfólki á vígvellin- um. Varð hann brátt helsti forystu- maður þessara hjálparsveita og gengu þar allir fram undir kjörorðinu „tutti fratelli“ sem er ítalska og merkir að allir séu bræður. Það einkenndi líka störf þessara sjálfboðaliða að öllum var hjálpað eftir bestu getu og alveg án til- lits til þess úr liði hvors stríðsaðilans þeir voru. Þessi átakanlega lífsreynsla sem Henri Dunant öðlaðist þarna mitt í þjáningum og hörmungum af völdum styrjaldarinnar yfirgaf hann ekki og varð til þess að hann tók að hugleiða hvernig draga mætti út slíkum óhugnaði. I því sambandi datt hon- um í hug að hugsanlegt væri að stofna sveitir sjálfboðaliða víða um lönd sem væru til taks til að lina þjáningar og líkna særðum hermönnum á ófriðartímum líkt og gerðist þarna á vígvellinum við Solfer- ino. En ekkert varð þó úr framkvæmdum að sinni, því að hann sneri sér að þessu loknu að því verkefni að bjarga búrekstri sínum í Alsír. Það tókst samt ekki og varð hann gjaldþrota. En þrátt fyrir slík áföll hélt hann áfram að hugleiða hvernig draga mætti úr þjáningum manna á ófriðartím- um og helst af öllu að koma í veg fyrir hörmungar á borð við þær sem hann hafði orðið vitni að í Solferino. Þessar hugrenningar sínar birti hann síðan í bókinni, Minningar frá Solferino, sem hann ritaði og gaf út árið 1862. Bókin vakti verðskuldaða athygli og við lestur hennar fylltust margir andstyggð og viðbjóði á villimennsku styrjalda og voru höfundi sammála unr nauðsyn þess að stofna til alþjóðlegra hjálparsveita á ófriðartímum. í framhaldi af þessu bundust fimm valinkunnir Sviss- lendingar samtökum um að afla hugmyndum um alþjóð- legar hjálparsveitir fylgis. Tókst þeim brátt að fá stuðning meðal margra ráðamanna víða um lönd og árið 1863 var efnt til ráðstefnu 14 þjóða, þar sem þessar hugmyndir voru reifaðar og ræddar. Má segja að sá atburður markaði upphaf Rauða krossins og í framhaldi af þessu var tekið að stofna líknarfélög í mörgum löndum. Arið 1864 var svo fyrstu Genfarsáttmálinn samþykktur, en hann fjallaði einkum um vernd særðra á vígvöllum og réttindi þeirra til mannúðlegrar meðferðar. Síðan hefur sáttmáli þessi oft verið endurskoðaður og endurbættur og eiga nú flest ríki veraldar aðild að honum. Þannig bar vakningar- starf þessa mannúðlega hugsandi Sviss- lendinga mikinn ávöxt á tiltölulega skömmum tíma. En af Henri Dunant sjálfum er það að segja að hann dró sig mjög í hlé fljótlega eftir að fyrsti Gen- farsáttmálinn var samþykktur. Var talið að því hafi einkum valdið gjaldþrot hans í Alsír, því að i þá daga þótti slíkt mikil smán og einnig fylgdi því missir borgaralegra réttinda. Var hann um árabil á faraldsfæti í Sviss, Þýskalandi og Frakklandi og bjó við basl og fátækt, en sinnti þó hug- sjónamálum sínum alltaf eitthvað. Meðal annars vann hann að bættri meðferð stríðsfanga, afnámi þrælasölu og rétti Gyðinga til að fá að flytjast til Palestínu, svo að eitthvað sé nefnt. Á efri árum ritaði Henri Dunant end- urminningar sínar og í framhaldi af því birti blaðamaður einn grein sem hann nefndi: Nafn manns, sem við höfum gleymt. Frásögn blaðamannsins vakti gífurlega athygli og var endurprentuð víða um lönd. Tóku þá að streyma til þessa aldna hugsjónamanns bréf, heið- ursgjafir og margvíslegar viðurkenning- ar fyrir gagnmerk störf í þágu alls mannkyns. Kórónan á þessum heiðri kom síðan 1901, þegar hann hlaut frið- arverðlaun Nobels á móti franska frið- arsinnanum Frederik Passy. Það verð- launafé notaði hann samt ekki í eigin þágu, heldur lét það allt renna til starf- semi Rauða krossins. Árið 1910 andaðist síðan þessi veg- móði hugsjónamaður í borginni Heiden í Þýskalandi, 82 ára að aldri. Hann var lagður til hinstu hvílu í Zurich í Sviss og á gröf hann settur minnisvarði með mynd hins miskunnsama Samverja. Hann hefur ætíð verið talinn í hópi mestu velgjörðamanna mannkynsins. Rauði krossinn hefur aðalstöðvar sínar í Genf í Sviss og starfar þar í tveimur aðaldeildum. Það er fyrsta lagi Alþjóðaráð og síðan Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins. Rauði kross íslands var stofnaður árið 1924. Starf hans var lítið í fyrstu en hefur með árunum aukist og margfaldast og borið ríkulegan ávöxt hér á landi eins og hvarvetna um víða veröld. Það má því fullyrða að Henri Dunant hafi sannarlega afrekað miklu um dagana. Fyrir ofan: Bók Dunants, minningarfrá Solferino. Fáni Rauða krossins. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.