Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 32
Kviðlingar og kvæðamál 106. þáttur Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnamál Heilir og sælir á ný, ágætu vísnavinir. Oft er vandi að velja og nú er spurningin, hvað eigi að bjóða þeim, sem vísum og hendingum unna. Mér datt í hug að taka hér fyrst fyrir, áður en ég kem að hagyrðingi mánaðarins, vís- ur og erindi úr minningabókum skólafólks. Sú var tíð, að fólk í skólum skrifaði í svonefndar minningabækur hvert hjá öðru. Þessi ljóð, ásamt þakkarorðum, eru dýrmæt eign þegar tímar líða. Ég segi bara fyrir mig, að í hvert sinn sem ég opna þessar bækur, riijast upp fyrri samvera og kynni. Oft notaði fólk sömum vísurnar, gjarnan úr ein- hverri afmælisbókinni, eins og þeirri sem Guðmundur Finnbogason tók saman að og var frumkvöðull að. Síðar komu fleiri við sögu. Oft var þessi ágæta afmælisvísa, eftir Sveinbjörn Björnsson, steinsmið og skáld (1854-1931), notuð: Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Þá var vísan sem hér fer á eftir, og ég finn ekki höfund að, vinsæl á minnningabókum og túlkaði vel þökk og minningu liðins tíma, enda létt kveðin og ljúf á alla grein: Allar stundir okkar hér er mér Ijúft að muna. Fyllstu þakkir fœri ég þér fyrir samveruna. Vera má, að nokkrir félaga minna á Reykjaskóla hafi valið vísuna eftir Þorstein Erlingsson, þegar kom að því að skrifa í mína minningabók: Vinur hverjum vertu' í þraut, virtu' hið göfga og sanna, svo þú hreppir heims á braut hylli guðs og manna. Þá kom oft fram eftirfarandi vísa eftir Svein Hannesson frá Elivogum, sem birtist í ljóðabók hans „Nýjum And- stæðum“ (Reykjavík 1935): Að þér hlúi hamingjan, harmagrúi enginn saki. Ast, von, trú og ánœgjan aldrei snúi við þér baki. Þá er vísan eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu (Bólu- Hjálmar) oft á síðum minningabóka skólafólks, þótt ósk birtist þar ekki, eins og í vísunum hér á undan: Litla skáld á grœnni grein gott er þig að finna. Söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Vísan eftir Pál Ólafsson um vonina, sem aldrei deyr, var oft tilfærð, enda er hún bæði fogur og sönn: Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir. Vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. Ágætur skólafélagi minn á Reykjum í Hrútafirði, Gísli Pétur Ólafsson, frá Læk í Viðvíkursveit (1922- 2001), skrifaði í minningabók mína erindi eftir Kristmann Guð- mundsson, en hann hafði eitthvað kynnst honum við dvöl 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.