Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 36

Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 36
A L D A F A R 2. hluti Ferðir Þangbrands um Álftafjörð í Kristni sögu og Njáls sögu er sagt frá ferð Þangbrands prests til Aust- íjarða árið 997. Vitað er að söguritari er ekki hinn sami að báðum bókun- um og er því ekkert óeðlilegt þótt nokkuð beri á milli, en þeim ber þó saman í höfuð atriðum. Báðar frá- sagnirnar heQast á þá leið að í þjón- ustu Olafs Konungs Tryggvasonar í Niðarósi, sé prestur Þangbrandur að nafni, sonur Vilbaldurs greifa af Saxlandi. í Kristni sögu er sagt að Þangbrandur fari með óspektir og gripdeildir, en Konungur kvaðst ekki vilja hafa slíkan mann í sinni þjónustu. Þangbrandur baðst griða og bað konung leggja á hendur sér nokkra torvelda sendiferð: „Konungur mælti: „Sáttir skulum vit ef þú ferr til íslands ok fær kristnat landit.“ „Þat sumar fór Þangbrandr til íslands. Hann kom í Alftaíjörð inn nyrðra í Selavága fyrir norðan Melrakka- nes. Margt hefur verið rætt og ritað urn þetta, án þess að viðhlítandi svör fyndust eða skýringar á því sem á milli ber. Eitt af því er hvort „Selavogar" í sunnanverðum Hamarsfirði, sem sagt er frá í Kristnisögu, séu þar eða annars staðar við þann fjörð. Enginn vogar sér að bera brigður á það sem í bókunum stendur. En menn leita skýringa. Kristi'an Kálund velti þessu fyrir sér þegar hann var þarna á ferð, án þess að komast að niðurstöðu. Hann af- skrifar raunverulega að Selavoga sé að finna í Hamars- firði Vegna kunnugleika á staðháttum og örnefnum í landi Melrakkaness, sem skilur Álftafjörð og Hamarsfjörð, hef ég leitað svara við því sem á milli ber. Til að átta okkur á umhverfi í þessum tveim tjörðum og hvernig menn skiptu með sér löndum í upphafi byggðar, skulum við fletta upp í Landnámu. 1. ) ,,Björn Sviðinhomi hét maðr, er nam Alftafjörð in nyrðra inn frá Rauðuskriðum ok Sviðinhorna- dal. “ 2. ) „Þorsteinn Trumbubein hét frændi Böðvars ins hvíta ok fór með hon- um til Islands. Hann nam land fyr- ir útan Leiruvág til Hval- nesskriðna. “ 3. ) ,,Böðvarr inn hvíti ok Brand-Ön- undr, frændi hans, fóru af Vors til Islands ok kómu í Álftafjörð in syðra. Böðvarr nam land inn frá Leiru- vági, dali þá alla, er þar liggja, ok út öðrumegin til Múla ok bjó at Hofi. Hann reisti þar hof mikit. “ 4.) ,,Brand-Önundr nam land fyrir norðan Múla-Kambs- dal ok Melrakkanes ok inn til Hamarsár, ok er margt manna frá honum komit. “ (Landnámabók, 7. kafli Austfirðingafjórðungs). Samkvæmt því sem segir um landnám í Álftafirði, þar sem talað er um „Álftafjörð in syðra,“ hafa menn lagt þann skilning í orðalagið að átt sé við þegar kemur vestur fyrir Melrakkanes. En fyrir austan eða norðaustan nesið, sem er Hamarsfjörður, hafi þá verið kallað „Álftafjörður inn nyrðri “ Mörkin milli fjarðanna hafa menn skilgreint að væru um mitt nesið, þar sem heitir Melrakkaneshellar, til Melrakkanesóss, útsjávar megin, en þar eru straumskil milli fjarðanna. (í einum þessara hella, Heitahellir, sem er um 40 metra langur, var haldin þjóðhátíð 1874). Breidd nessins er um 5 km af Osnesi að vestan til Krossaness að austan, við Hamarsfjörð. Um landnám í Álftafirði og Hamarsdal er Landnáma ekki alveg skýr, en rétt er að athuga það í samhengi og í leiðinni með hliðsjón af ferðum Þangbrands til og um Álftafjörð. Leiruvogur greindi að landnám Þorsteins trumbubeins og Böðvars hvíta. Leiruvogur er nyrst í Starmýrarlandi. Norðan við voginn er landfastur klettur eða kambur, sem Þorgeir Guðmundsson frá Melrakkanesi 128 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.