Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 37
áður skagaði út í sjó, en er nú á þurru landi. Þar á Þang-
brandur að hafa lagt skipi sínu. Því heitir hann Þang-
brandsbryggja. Þar upp af er Preststeinsbali og Presta-
steinn. Þar átti Þangbrandur að hafa haldið sína fyrstu
messu eftir að til Islands kom.
Norðan við Preststeinsbalann eru Flugustaðaklif og upp
af þeim Kjölijall. Norðan við Klifin er örnefnið Þang-
brandshróf. Þar á Þangbrandur að hafa geymt skip sitt þá
tvo vetur er hann hélt til á Þvottá. (Safn til sögu íslands).
Kristnisaga:
„Hallr lét flytja þá til Álftaíjarðar ins syðra í Leyruvág
ok setti upp skip þeirra þar, er nú heitir Þangbrandshróf
en Hallr færði skipfarminn heim á túnvöll sinn ok gerði
þar tjald, þat er þeir Þangbrandr váru í. Þar söng Þang-
brandr messu.“
Mestar líkur eru á að Þorsteinn trumbubein hafi búið
að Starmýri við landnám frekar en á Þvottá, þó ekkert
verði um það sagt með neinni vissu því að þessar tvær
jarðir hafa þá um margt verið ólíkar því sem nú er. Kem-
ur þá tvennt helst til. Hið fyrra er að þá hafa hinar miklu
og góðu engjar Starmýrarteigar, verið undir sjó.
Hið síðara er að þá er talið að gróðurlausir
melar og hlíðar Þvottárlands, hafi verið
gróið graslendi.
Þegar Þangbrandur var þarna á
ferð bjó „Síðu-Hallr at Á,“ en
eftir að hafa látið skírast í ánni
og allt hans fólk, fékk áin og
jörðin nafnið „Þvottá".
Síðu-Hallur var Þor-
steinsson, Böðvarssonar
hvíta á Hofi. Móðir
Halls var Þórdís, dóttir
Össurar keiliselgs,
Hrollaugssonar land-
námsmanns í Horna-
firði. Kona Síðu-
Halls var Jóreiðr
(Jóreiður) Þiðranda-
dóttir, Ketilssonar
þryms á Arneiðarstöð-
um á Fljótsdal. (Arn-
heiðarstöðum). Móðir
Þiðranda hét Arneiðr Ás-
björnsdóttir skerjablesa úr
Suðureyjum. (Hebriderna).
Menn hafa velt fyrir
sér hvernig kenn-
ingarnafnið Síðu-
Hallur sé til kom-
ið.
Skýringin gæti
verið sú að hann
bjó á suður-síðu
sveitarinnar. Ég
bendi á orðalag
víða í Njálu, eins og „Þetta spurði Hallr af Síðu“ og
„Hann sendi orð Halli á Síðu, mági sínum.“ Enn fremur í
Sóknarlýsingu Hofs og Hálssókna frá 1840, segir og er
þá miðað við suðurfjöll Álftafjarðar fyrir ofan Þvottá
(Kyrfugilsheiði): „Austan fram á þá síðu, sem horfir að
Álftafirðinum.“
I miðjum firði út frá vesturlandi eru Nesbjörg og eyjan
Brimilsnes, sem skagar langt út í ijörðinn og skiptir hon-
um í tvo álíka stóra hluta. Á síðari tímum hefur ljörður-
inn sunnan Brimilsness verið kallaður Suður-Álftaflörð-
ur. Sama er að segja um þann hluta sveitarinnar, það er
frá Múlahálsi suður fyrir Þvottá.
Af orðalagi Landnámu er óljóst hvernig Böðvar hvíti
og Brand-Önundur, skiptu með sér löndum. Nafnið
Múla-Kambsdalur er greinilega sett saman úr tveim nöfn-
um; dalurinn sunnan ár dregur nafn af múlanum, en norð-
an ár af Kambfelli og Kambgili. Þessum tveim nöfnum er
síðan slegið saman, svo úr varð Múla-Kambsdalur, sem
síðar breyttist í Geithellnadal. En dalurinn sunnan ár
heldur sínu upphaflega nafni, Múladalur.
Þá er að líta á hið óljósa orðalag sögunnar
um landnám Brand-Önundar, þar sem
segir „...nam allt land fyrir norðan
Múla-Kambsdal ok inn til Ham-
arsár.“
Þetta orðalag er tæplega
hægt að skilja á annan veg en
þann, að hann nemi land
norðan Geithellnaár.
Á sama hátt eru allar
líkur til þess að Hamars-
dalur sunnan ár
(Bragðavalladalur) hafi
tilheyrt landnámi
Brand-Önundar. Áin
heitir þá þegar Ham-
arsá. Ekki er vitað
hvar Brand-Önundur
bjó, en annaðhvort
hefur það verið á
Geithellum eða Mel-
rakkanesi.
Árbók F. í. 1955 rit-
ar próf. Stefán Einars-
son. Hann veltir þessu
fyrir sér og kemst að eftir-
farandi niðurstöðu:
„Ekki er ólíklegt,
að Brand-Önundur
hafi búið á Mel-
rakkanesi, því að
þar hefur þá verið
veiðiskapur, selver
og eggver, fiskur
gengið í flóann, og
Álftaljörður verið
Minnisvarði á Þvottá, um Síðu-Hall, árið 2000.
Heima er bezt 129