Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 38
allur dýpri en nú, eins og ráða má af því, að Þangbrandur siglir skipi sínu í Leiruvog, þ.e. inn í Qarðarbotn." Það fer líkt fyrir próf. Stefáni Einarssyni og öðrum er um þetta- mál hafa fjallað við leit að Selavogum norðan Melrakkaness, við Hamarsfjörð. Hann finnur hvorki vík- ur né voga, sem heimfæra megi söguna á. Þess ber líka að geta, að á allri leiðinni ffá Melrakka- nesbæjunum til Hamars fyrir botni Hamarsfjarðar var engin byggð á þeim tíma. Á Melrakkanesi hafa að öllum likindum búið afkom- endur Brand-Önundar („ok er margt manna frá honum komit.“) þegar Þangbrandur var þarna á ferð. Enginn veit með vissu hvar Björn sviðinhorni bjó, en vegna staðhátta kemur vart annar staður til greina en þar sem bærinn er, undir hamrinum, sem bæði hann og áin hafa frá upphafi dregið nafn af og síðar fjörðurinn og dal- urinn Ekki eru mér kunnar heimildir fyrir nafni Hamarsfjarð- ar fyrr en 1367 (fornbréfasafn). Þar er talað um „kirkju á Hálsi í Hamarsfirði“ í kirknatali Páls biskups Jónssonar, frá því um 1200, er sagt frá kirkju á Hálsi í Álftafirði eystri, og hún kennd við Andrés postula. í Tyrkjaránssögu 1626 er sagt að ræningjarnir leggi leið sína inn með Hamarsfirði, með viðkomu á prestsetr- inu Hálsi og síðan á Hamri. Ekki er minnst á Álftafjörð í þessum frásögnum. Fyrsta almenna manntalið á íslandi er frá 1703. Þar er hreppurinn kallaður „Álftafjarðarhreppur“ Ekki er minnst á Hamarsfjörð en talað um „syðra“ og „austara“ Álfta- fjörð. Því virðist sem hið upphaflega nafn Álftafjörður, nyrðri (eystri) sé lagt niður fyrir 1367. En það situr áfram í kirkjubókum, almennri notkun og hefð í fjórar til fimm aldir eftir það Þegar Sveinn Pálsson ferðast um þessar slóðir í ágúst mánuði 1794, talar hann um „Hamarsfjörð“ þegar hann ræðir um sérkenni landslagsins eða jurtir og steina. En skoðum dæmi: „Sín kirkjusóknin er í hvorum hinna tveggja Alfta- Ijarða: Þvottá fyrrum og síðan Hof í hinum syðri, en Háls í hinum nyrðri.“ Og til gamans að geta: „Fólkið virðist siðprúðara, laglegra og hreinlegra, en jafnframt veikbyggðara í þessum sveitum heldur en í Lóninu og Hornafirði." Og Ólavíus hefur þetta að segja: „Fyrir mynni Hamarsfjarðar liggur sandrif, sem nær hér um bil frá Melrakkanesi, sem skilur milli hans og Álftaljarðar, og yfir að Búlandsnesi. Á sama hátt er Álftafirði lokað af rifi, sem nær frá Hamarsfjarðarrifinu og suður undir Þvottá. Tvö hlið eru á rifi þessu, Mel- rakkanesós að norðanverðu, (það er nær austurátt.) Hann er hættulegur umferðar, þegar brim er, og ós við svonefnt Þvottárnes.“ „Álftafjörður er einungis 1 1/2 míla á lengd og rösk- lega míla á breidd.“ í sóknarlýsingu er ætíð talað um Suður-Álftafjörð og Hamarsfjörð. Kristnisaga Kristniboð Þangbrands. „Þat sumar fór Þangbrandr til íslands. Hann kom í Álftafjörð inn nyrðra í Selavoga fyrir norðan Melrakka- nes. En er menn vissu, at Þangbrandr var kristinn ok hans menn, þá vildu þeir eigi við þá mæla, landsmennimir, ok eigi vísa þeim til hafnar. Þá bjó Síðu-Hallr at Á. Hann fór til Fljótsdals, ok er hann kom heim, fór Þangbrandr at finna hann ok sagði honum, at Ólafr konungr hafði sendan hann til Halls, ef hann kæmi í Austfjörðu, ok bað hann vísa þeim til hafnar ok veita þeim annan dugnað, þann er þeir þurftu. Hallr lét flytja þá til Álftafjarðar ins syðra í Leimvág ok setti upp skip þeirra þar, er nú heitir Þangbrandshróf.“ Af framanskráðu sést að það er enginn vafi á því, að Hamarsfjörður hefur í upphafi verið kallaður Álftafjörður nyrðri og svo verið fram til 1367. Eftir stendur þá að finna hina týndu „Selavoga“. Mér vitanlega hafa engin sellátur verið við Hamarsijörð, að minsta kosti ekki sunnanverðum. Selatangi og Selatangavík Eins og fram hefur komið eru engar víkur né vogar Hamarsljarðar megin á nesinu. Norðurhluti Álftafjarðar fyrir landi Melrakkaness er aftur á móti mikið vogskor- inn, þegar kemur vestur fyrir áðurnefnt Ósnes. Mikið er af sel í þeim hluta fjarðarins og hefur eflaust alltaf verið. Mikið sellátur er norðan á Brimilsnesi, og dregur það ef- laust nafn af því. Það tilheyrir jörðinni Hofi. Norðaustur af Brimilsnesi er Skeljateigur. Þar er sellátur sem tilheyrir Geithellum. Suður í firðinum eru eða voru eyrar sem komu upp úr á íjöru og milli þeirra djúpir álar, sem hétu Þrúðarkíll og Norðkambsáll. Þarna voru sellátur þeirra á Melrakkanesi. Vestan við Ósnes er Ósnesvík, þar næst kemur Selatangi, og Selatangavík. Á Selatanga er fornt bátsnaust. Sagt var að þar hefði verið sellátur áður fyrr, en selurinn sennilega verið flæmdur burt með skotveiði. Nokkru vestar er Hafnartangi, austan vert í tangann er lít- il skjólgóð vík, þar sem Melrakkanesbændur geymdu báta sína. Um 1 km. vestar eru Blábjörg, sem skaga lengra út í íjörðinn. Út af þeim eru Stekkár-hnaggar og Kjöggur, sérstakur kambur. Stendur hann einn sér upp úr firðinum. Við hnaggana eru selalátur sem tilheyra Geit- hellum. Selveiði var allmikið stunduð í firðinum öll þau ár sem ég var að alast upp á Melrakkanesi, og reyndar miklu lengur, eða svo lengi sem það var arðvænlegt. Þegar við höfum skoðað þetta allt í samhengi, finnst mér varla nokkur vafi á, að þarna fyrir landi Melrakka- ness í Álftafirði séu þeir Selavogar, sem við höfum leitað að og sagt er frá í Kristnisögu. Annað eins hefur nú gerst í þúsund ára sögu okkar 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.