Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 41
með tilliti til grunnssins, eru mjög svo umbreyttar orðnar
þannig að nú má svo nær allstaðar þurrum fótum ganga
um fjörutímann hvar áður liggja mátti með þilju skip.
Hofshólmar
Næst norðan Flugustaðaklifs eru Flugustaðaengjar, síð-
an Hofsá og Hofsárhólmar, þar sem áin kvíslast út í fjörð-
inn.
í Þorsteinssögu Síðu-Hallssonar (bls. 400) segir að
hann geymi þar langskip, sem hann réri á þegar hann fór
til fundar við Þórhadd fyrrum granna sinn og syni hans
austur á Berufjarðarströnd:
„...Þann dag var ofviðri mikit. Þorsteinn tók öxarnar ok
jafnvætti í hendi sér, ok var Þiðrandanautr þyngri, ok
þótti honum ekki þó þess ván. Síðan bjóst hann til ferðar
ok stígr á ferju, fóru til Hofshólma ok tóku þar langskip
gott ok reru út úr Álftafirði snemma of morgin. Þeir váru
átján saman ok fóru svá norðr til Landsness.“ (Búlands-
ness).
Ef taka á frásögn þessa bókstaflega verður hún vart
skilin á annan veg en að fjörður, eða fjarðarræma, þar
sem áin er nú, hafi þá náð alla leið inn til bæjar á Hofi.
Þ. Thoroddssen: Ferðabók I. 1882:
„Við Álftafjörð sjást nokkrar fornar sævamenjar, bæði
fjöruborð og hellar brimbarðir, nokkuð yfir sævarmáli:“
Páll Imsland jarðfræðingur hefur fylgst með stöðu
sjávar við Hornafjörð, frá því um 1950. Páll telur að mið-
að við þær niðurstöður sem hann hafi fengið út úr þeim
rannsóknum, þá hafi landris orðið um 2 sm. á ári, eða um
lm. sl. 50 ár. Hann telur þó að landris við Álftafjörð sé
eitthvað minna. Páll segir að engin leið sé að vita hver
staða sjávar hafi verið á tímum landnánrs, en þó sé hægt
að fullyrða að slík hröð þróun og síðustu 50-60 ára, geti
engan vegin hafa verið frá þeim tíma.
Hvað hæð sjávar snertir inn á Álftafirði verður hún
lægri eftir að syðri ósarnir, þe. við Oseyjar og Þvottárnes
hafa lokast og inn og útstreymi fjarðanna er aðeins um
Melrakkanesós. Hofsá og Geithellnaá eiga einnig sinn
þátt í grynnkun fjarðarins sem og að fylla upp sína eigin
farvegi, frá því er þær voru jökulár. Olavíus segir þetta
um Hofsá:
„Fyrir ofan byggðina liggur Hofsjökull, sem er enn
stærri og herfilegri en Þrándarjökull. Undan honum renn-
ur Hofsá, vatnsmikil jökulá; fellur hún í tveimur kvíslum
eftir eystri og syðri Hofsdal. Mér var tjáð, að áin hefði
breytt ósi sínum fyrir skömmu, og rynni hún nú austar til
sjávar en áður var. Farvegs breyting þessi olli skemmdum
bæði á túni og engjum á prestsetrinu Hofi.“
í upphafi þessa máls er sagt frá eyjunni Brimilsnesi.
Enginn vafi er á að Brimilsnes hafi í upphafi tilheyrt
landnámi Böðvars hvíta. Allar líkur eru til að Hallur Þor-
steinsson, haldi eyjunum fyrir sig þegar hann flytur frá
Hofi til Þvottár, því í Vilchinsbók frá 1397, er eyjan talin
til eigna og hlunninda Þvottárkirkju og heitir þá Brims-
nes. I Gíslamáldaga frá 1570, er það sama endurtekið.
Þann 17. maí, 1764, var kirkjan á Þvottá aflögð með
kóngsbréfi. Allar hennar eigur og hlunnindi svo og jörðin
Þvottá og Þvottáreyjar, voru lögð undir Hofskirkju. (í
annálum eru hvorki jörðin Þvottá, né heldur Þvottáreyjar,
taldar til eigna Þvottárkirkju). Þegar Hofsprestur flytur til
Djúpavogs, eftir aldamótin 1900, þá tekur hann Þvottár-
eyjar með sér sem sín hlunnindi. Nafnið „Brimsnes“
bendir til að brim hafi ná þangað inn meðan fjörðurinn
var meira opinn fyrir úthafi.
í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi segir m.a. þetta
um Brimilsnes: „...Ennfremur á H, síðan kirkja var af-
lögð á Þvottá, Brimilsnes í Álftafirði út af Hærukollsnesi.
Það er langstærsta eyjan í firðinum, nokkuð klettótt (hæst
20 m y.s, en annars vel gróin. Þar er æðarvarp, selveiði
og hagaganga fyrir um 30 kindur).
Mín niðurstaða af þessum hugleiðingum er sú, að á
tímum landnáms hafi grunnur fjörður náð alla leið inn til
Hofs. Lægstu hlutar Brimilsness verið undir vatni og hafi
því í upphafi verið kallaðir „Hofshólmar,“ sem síðar
breytist í Brimsnes og síðast Brimilsnes. Hafi þetta verið
svo, þá fær frásögnin um ferjuna og langskip í Hofshólm-
um, í herför Þorsteins Síðu-Hallssonar austur á Beru-
Ijarðarströnd, staðist.
Landris það sem hér hefur verið fjallaö um skýrir
einnig þá breytingu sem orðið hefur við áðurnefndar
klettaborgir á Starmýrarteigum. Það má einnig hugsa sér
hver sjávar hæð hefur verið við við Þangbrandsbryggju,
þegar Þangbrandur prestur steig þar á land síðsumars
997.
Rétt fyrir 1940 fór ég á litlum árabát frá Melrakkanesi
til Starmýrar og lenti bátnum þar sem hét Oddsvík, sem
er litlu sunnar en Leiruvogur og Þangbrandsbryggja. Eg
var að fara í heimsókn til foreldra minna sem þá bjuggu
þar. Nú um sextíu árum síðar er þarna gróið land, og
þjóðvegurinn liggur þar sem áður var fjörður.
Heimildir
P. E. Kristian Kalund, Suður-Múlasýsla, 1879-1882, bls. 50-53.
Landnámabók, bls. 187-189, íslendingasagnaútgáfa Guðna Jónssonar 1946.
Tilvitnanir eru teknar úr Njálu, bls. 238 - 243 - 247 og 264, Guðni Jónsson 1947.
Jón Bergsson prestur á Hofi frá 1837-43, gerði sóknarlýsingul840, fyrir Hofs- og
Hálssóknir, þar með talið Papey. Eyjar og sker, úti fyrir Berufirði, Hamarsfirði, Álfta-
firði og inn á fjörðum.
Jónas Hallgrímsson, Eyjar og sker í Múlaþingi, bls. 199.
Djúpivogur 400 ár við voginn, bls.401.
ÁrbókFÍ. 1955, bls.33-34.
Omefnaskrá f. Melrakkanes, Ömefnastofnun Þjóðminjasafns.
12 bindi Fombréfasafns Islands, bls. 61.
Sveinn Pálsson, dagbækur og ritgerðir 1791-1797, bls. 364.
Ferðbók Ólafs Ólavíusar, sekretere 1775-1777, bls 133.
Kristnisaga, krisniboð Þangbrands, bls. 255, Guðni Jónsson 1946.
Guðbrandur Magnússon, K h. 1856, Safn til sögu íslands.
Um tímatal í íslendingasögum, bls. 431.
Vilchinsbók frá 1397 og Gíslamáldagar 1570.
Ferðabók Þorvaldar Thoroddssen, 1882, bls. 77.
Þorsteinssaga Síðu-Hallssonar, bls. 400, Austfirðingasögur Guðni Jónsson 1947.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi, bls. 468.
Páll Imsland, jarfræðingur, samkvæmt samtölum í apríl 1998.
Páll staðfestir með símtali 30 ágúst 1998, að rétt sé eftir haft.
Páll ritar grein um þetta í Skaftfelling 1993 ?, sem hann kallar Sögur af Hellnaskeri.
Heima er bezt 133