Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 43

Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 43
Af dulrænum slóðum Berdreymi Kona, sem átti tvo sonu, báða sjómenn, sagðist alltaf vita hvernig þeim liði og hvar þeir væru, því sig dreymdi þá á hverri nóttu, ef þeir væru að heiman. Eitt sinn var báts þess, er annar bróðirinn var á, saknað og var hann talinn af, af öllum nema móður- inni. Sagði hún þá hafa hrakist út á haf vegna vélarbilunar og liði þeim öllum bærilega. Einn daginn sagði móðirin stundarhátt: „Þá eru þeir komnir í samband við skip og mun nú fréttast af þeim næstu daga.“ Þetta reyndust sannmæli. Bátur- inn kom fram og hafði þeim verið bjargað af útlendu skipi á sama hátt og móðirin hafði lýst. Ávallt fylgdist hún með sonum sínum, og síðar einnig sonarson- um, meðan hún lifði. Bíllinn Tveir menn áttu fyrirtæki saman. Höfðu þeir sinn bílinn hvor og bár- ust nokkuð á. Þeir lentu í fjár- hagskröggum og tók annar þeirra það svo nærri sér, að hann svipti sig lífi. Hinn hélt áfram með fyrir- tækið og farnaðist vel. Þegar gert var upp bú þess sem dó, var bíll sá er hann hafði haft með höndum, seldur. En félaginn sem eftir lifði, falaði bílinn fljótlega af nýja eigandanum og fékk hann fyrir ærið fé. Átti hann bílinn um tíma, en seldi hann svo og gat þá ekki á heilum sér tekið fyrr en hann hafði endurkeypt hann. Gekk svo mörgum sinnum og furðuðu starfs- menn hans sig á þessu háttalagi. Varð loks einn þeirra til að spyija hvað olli þessu með bílinn. Sagði forstjórinn að hann vildi gjarnan vera laus við bíltrogið, en í hvert sinn sem ég hef losnað við hann, hefur gamli félagi minn sótt mig heim í draumi og heimtað að ég keypti bílinn á ný. „Verð ég víst að hanga með hann það sem eftir er,“ sagði forstjórinn og svo fór, því bíllinn var í eigu hans meðan hann lifði. Draugadansinn Einu sinni fóru nokkrir unglingar seint um kvöld út í kirkjugarð með háreysti og ósæmilegt orðbragð. Héldu þeir þessu áfram um hríð, þar til allt í einu sáust gufustrókar líða upp úr leiðunum í kringum þá. Tóku strókar þessir á sig manns- myndir, og var brátt hópur svipa kringum unglingana. Hófu draugar þessir villtan dans og þyrluðust lík- klæðin utan um þá, en kvöldskinið glampaði óhugnanlega í tómum augnatóftum. Eínglingarnir stóðu eins og stjarf- ir, nær örvita af hræðslu, en loks hætti dansinn og hinir framliðnu liðu aftur niður í leiði sín og allt varð kyrrt. Eínglingarnir höfðu sig á burt, strax og þeir gátu sig hreyft og reyndu ekki oftar að raska ró hinna dánu. Eilífðarverur Skyggn kona sagðist oft verða fyrir miklum óþægindum, þegar hún ætti leið hjá þar sem sí- drykkjumenn sætu við skál. Þar væri svo mikill ömurleiki yfir, líkt því sem svart ský grúfði yfir mönnunum. Eltan við skýið eða myrkrið, stæðu eilífðarverur, sem allar væru af vilja gerðar að hjálpa þeim, en kæmust ekki gegnum sortann, sem eitur vínsins myndaði kringum þessa ógæfumenn. Hefði hún einstöku sinnum séð glufu myndast í skýið og hefði þá ein- hverri hjálparverunni tekist að ná til eins úr hópnum og hefði ekki brugðist að sá sami hefði þá gengið strax burtu og yfirgefið félaga sína og hætt drykkju, að minnsta kosti um sinn. Skyggna konan sagðist sannfærð um að myrkur það sem vín og eit- urlyf sköpuðu kringum menn, væri sprottið af sjúkum hugum þeirra og helsta vonin væri að þeir sæju upp úr því og eygðu birtuna frá sendi- boðum Guðs, sem alls staðar væru til að styðja þá, sem hefðu hrasað og fögnuðu hverjum, sem rataði aftur á rétta leið. Franski sjómaðurinn Sjómaður sagði svo frá: „Eitt sinn fann ég lík á reki, þeg- ar ég var að vitja um grásleppunet mín, fyrir tuttugu árum. Þetta var síðasta stríðsárið og var ekki fátítt að lík rækju þá á íjörur nyrðra, meðan skipalestir fóru norðurleið frá Ameríku til Múrmansk í Rúss- landi. Heima er bezt 135

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.