Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 4

Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 4
I □TTií Agætu lesendur. ■ Ég man eftir að hafa einhvern tíma lesið vangaveltur um það að ef tré félli einhvers staðar í miðjum skógi og ekkert „eyra“, hvorki mannlegt né úr dýrafánu, væri nálægt til þess að heyra, þá vaknaði spurningin hvort hægt væri að tala um að til hefði orðið hljóð, þ.e.a.s. hvort það fyrirbæri væri yfirleitt til ef enginn væri til þess að heyra það. Heldur þótti mér þetta sérkennilegar vangaveltur, af þeirri einföldu ástæðu að hljóðið hlýtur alltaf að vera til staðar, hvort sem það er heyrt eða ekki. í gamalli þulu segir á einum stað, „Guð gaf mér eyra, svo ég mætti heyra,“ og eitt er víst að heyrn er eitt þeirra skynjunarfæra sem allflestum lífsformum jarðarinnar, að minnsta kosti í effi lögum þess, er bráðnauðsynleg til þess að tryggja líf sitt og afkomu eða gera það auðveldara. Hjá mannkyninu hefúr margt af því sem í gegnum heymina er skynjað orðið manninum til nautnar og upplif- unar, og eitt af því er tónlistin. „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman,“ segir á góðum stað, og það er víst áreiðanlega mikill sannleikur. Sagt er að ef grannt sé skoð- að þá sé tónlist af einhverju tagi í öllu, og því kannski ekki tilviljun að hún hafi orðið manninum hugstæð. Öll tíðni- svið hafa sinn tón, og er kannski skemmst og einfaldast að minnast þess þegar menn vom að leita útvarpssendinga á gömlu langbylgju útvarpsins, þá vildi nú stundum koma margvísleg „tónlist“ úr tækinu eftir því sem flett var yfir bylgjulengdimar. Sjálfur himinngeimurinn er samansafn alls konar tóna og hljóða. Svo kann það að vera skilgreiningaratriði hvað menn vilja kalla tónlist og hvað ekki. Ofl voru t.d. uppi deildar meiningar um svokallaða nútímatónlist, því þeir voru til sem vildu meina að tónlist væri einungis tónar sem hnigu og risu í einhverju samræmi og þægilegu flæði. Meira að segja var einhvern tíma birt niðurstaða úr rannsókn þar sem talið var að sýnt hefði verið fram á að tónlistarfólk sem gerði mikið af þvi að spila hina svokölluðu nú- tímatónlist, væri að nokkrum mánuðum eða árum liðnum við þá iðju, verr farið á taugum en hinir sem taktfastari tónlist spiluðu. Og það haföi Ævar Kvaran leikari og spíritisti, einhvem tímann á orði, að eitt með því betra sem hann vissi til þess að íjarlægja neikvæða anda eða sálir, væri að spila nútímatónlist, Og var það hans meining að ástæðan væri hversu ósamstæðir tónar hennar væru oft á tíðum. Og þá er ekki ýkja langt að minnast útvarpsviðtals við húsfreyju eina á kunnum bóndabæ á suðvesturhorni landsins, þar sem rekið var myndarlegt kúabú, en hún sagði frá því að hún heföi, ef ég man rétt, plötuspilara í fjósinu hjá sér og léti sígilda tónlist hljóma yfir kúnum, og var hún ekki frá því að það bætti nytina hjá þeim. Þessi ágæta kona hefur sennilega verið nokkuð á undan sinni samtíð, því fyrir stuttu síðan var sagt ffá því í dag- blöðum að menn hefðu komist að því að hundar elskuðu klassíska tónlist. í fréttinni sagði m.a. frá því að þeir yrðu ljúfir og afslappaðir þegar þeir hlýddu á hana, en færu að spangóla þegar þeir heyrðu þungarokk. Aftur á móti töldu þeir dýraatferlisfræðingar sem rannsóknina unnu, að popptónlist og mannsrödd virtist hafa lítil áhrif á heðgun þeirra. Þama var einmitt líka getið um það að fyrri rann- sóknir hefðu gefið vísbendingu um að klassísk tónlist yki eggjaframleiðslu í hænum og nytina í kúm. Af þessu hafa menn svo dregið þá ályktun að æskilegt væri að leika klassíska tónlist í umhverfi fólks. Þeir segja það vitað mál að klassísk tónlist dragi úr streitu og pirringi, létti lundina og bæti frammistöðu á sumum sviðum. Það er skoðun sumra að vissar tegundir tónlistar geti ver- ið orkugefandi og ekki ósjaldan hefúr maður heyrt fólk tala um að þegar það er að þrífa eða taka til hjá sér, þá sé einstaklega gott að hafa kröftuga og fjöruga tónlist í gangi, það lyfti undir sálina og geri það léttara að inna verkin af hendi. Til eru þeir sem sjá tónlistina sem flæðandi liti og það gefúr manni til kynna að hún sé orka af einhveiju tagi, svo allt ber þetta að sama brunni. Það er fátt í henni veröld sem á sér stað án hljóðs, og segja má að tónlistin sé jákvæðari hlið hávaðans, því taktur hennar og hljómur getur verið áhrifamikill. Af þessu má ráða að tónlist geti verið nærandi og styrkjandi. í sjálfri Biblíunni er meira að segja minnst á áhrif tónlistar, því í Samúelsbók segir eftirfarandi: „Andi Drottins var vikinn frá Sál, en illur andi frá Drottni sturlaði hann. Þá sögðu þjónar Sáls við hann: „Illur andi frá Guði sturl- ar þig. Herra vor þarf ekki nema að skipa; þjónar þínir standa frammi fyrir þér og munu leita uppi mann, sem kann að leika á hörpu. Þá mun svo fara, að þegar hinn illi andi frá Guði kemur yfir þig, og hann leikur hörpuna hendi sinni, þá mun þér batna.“ Og Sál sagði við þjóna sína: „Finnið mér mann, sem vel leikur á strengjahljóðfæri, og færið mér hann.“ Framhald á bls 447

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.