Heima er bezt - 01.10.2002, Side 8
rúnu Ólafsdóttur og var þar í 2 ár. Og
það segi ég alltaf að hafi verið minn
húsmæðraskóli. Hún var húsmæðra-
kennari, hafði lært til þess úti í Noregi.
Þarna lærði ég að vinna, og þá margt
fleira en maður gat lært heima í sveit-
inni, þ.e. alls konar matartilbúning og
ekki hvað síst stjómun. Þama vom sex
manneskjur að störíum, með ráðs-
konu. Þessi þjálfun tel ég að hafi mót-
að mig til frambúðar og orðið mér að
mestu gagni í lífinu.
Þá var yfirlæknir á sjúkrahúsinu
Guðmundur Karl Pétursson, sá eini
sanni. Ég á eitt langömmubam sem
heitir Guðmundur Karl og það finnst
mér afar ánægjulegt. Hinn læknirinn
þar hét Ami Guðmundsson en fröken
Jóhanna Guðmundsdóttir var yfir-
hjúkrunarkona, Sigurlaug Helgadóttir
var hjúkmnarkona fyrir kvennagang,
og Rósa Guðmundsdóttir fyrir karla-
gang.
Guðmundur Karl var þekktur meðal
annars fyrir það að „höggva“ eins og
það var kallað, berklasjúklinga, og
þótti ná mjög góðum árangri með
þeirri lækningaaðferð. Jónas Rafnar
var þá yfirlæknir á Kristneshæli og
sjúklingar þaðan vom sendir til að-
gerða á sjúkrahúsi Akureyrar.
Nú em liðin 63 ár síðan ég fór þama
norður til þessara starfa. Bara í síðustu
viku hitti ég einn nemann, sem var þá
við nám á sjúkrahúsinu, Aðalheiði
Ámadóttur ffá Kópaskeri. Við höfum
oftast haldið sambandi síðan, og hittst
annað slagið.
Það var mjög mikil og sérstök
reynsla að vinna þama á sjúkrahúsinu.
Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn
sem ég fór að vinna utan heimaslóð-
anna, því 14 ára gömul fór ég að vinna
sem matráðskona í sláturhúsinu í
Vatnsfirði. Þar „ráðskaði“ ég fyrir
blessaða karlana, eins og ég nefni það,
en þeir voru 10 talsins. Það má segja
að um leið og ég gat farið að halda á
þvöm þá var ég farin að annast elda-
mennsku. Móðurbróðir minn var slát-
urhússtjóri þama í Vatnsfirði. Við
þetta starfaði ég í 3 haust, sem sagt
þegar ég var 14, 15 og 16 ára en 17 ára
fer ég svo norður til Akureyrar, eins
og fyrr segir. Mér er minnisstætt að ég
fékk 65 krónur í laun fyrsta haustið í
Systkinin árið 1953. Talið frá vinstri: Ólafla, Arndís, Sigríður, Hákon og
Gróa.
í heimsókn á Dalatanga. Ragnheiður
sláturhúsinu. Þessi upphæð nægði til
þess annað hvort að kaupa mér
armbandsúr eða fara með Djúpbátnum
til Isafjarðar. Meira kaup var þetta nú
ekki. Ég ákvað að veija því til þess að
fara til ísafjarðar og þá sá ég mína
fyrstu kvikmynd, sem var um David
Copperfield.
Ég var orðin nokkuð vön húshaldi á
þessum tíma, því ég sá ofl um heimil-
ið heima þegar mamma var lasin.
Ábyrgðin kom snemma
Ég var elst okkar systkinanna og bar
því fljótt þá ábyrgð að annast þau að
nokkru leyti. Var sem sagt alltaf að
Foreldrar Gróu, Salvar og Ragnheiður,
lengst til hœgri, Salvar 5. frá hœgri.
Salvar Halldórsson, Aðalheiður
Auðunsdóttir, Hákon Örn
Halldórsson, Ragnar Jóhann
Halldórsson, og Björn Halldórsson.
424 Heima er bezt