Heima er bezt - 01.10.2002, Side 9
Efrí mynd: Barnaskólanemendur í Reykjanesi 1934-35. Eiríkur Stefánsson
fyrsti kennarinn er efst til vinstri á myndinni, og Gróa stendur honum til
vinstri handar.
Neðri mynd: Fyrsta unglingadeild skólans 1935 og eldri deild barnaskólans
eftir áramótin 1935-36. Gróa er í annari röð, með hvíta húfu á höfði.
„druslast með þessa krakka,“ eins og
ég orða það stundum.
Sigga systir mín segir nú stundum
að ég sé frek, og það getur vel verið,
en einu sinni lokaði ég hana reyndar
inni. Þá var ég 6 ára gömul, og átti að
reka úr túninu. Sigga var þá 3ja ára.
Hún var ekki farin að ganga þá, skreið
bara, því hún fékk beinkröm, sem háði
henni framan af. Fyrir utan bæinn var
djúpur lækur og nokkuð breiður, og
átti ég að sjá um að reka úr túninu. Ég
þorði ekki að fara yfir lækinn án
hennar, og skilja hana eftir, því hún
gat farið í lækinn. Svo ég bara lokaði
hana inni. Og hún varð svo sár yfir því
að hún var reið út í mig lengi á eftir.
Maður var einhvem veginn fæddur
með svo mikla ábyrgðartilfinningu
eða vandist a.m.k. mjög fljótt á að
Ibúðarhúsið á Bjarnarstöðum.
hafa hana. T.d. þegar við vorum að
fara að smala, ég og Hákon bróðir
minn, hann var svo lítill að mér fannst,
að ég var alltaf skíthrædd um að týna
honum. Ábyrgðartilfinningin var eitt-
hvað svo sterk í manni. Maður var að
druslast með þessi systkini sín fram og
tilbaka og reyndar fannst mér þetta
ekkert mál. Maður þekkti ekkert ann-
að. Maður átti bara að gera þetta.
Að sækja hesta og þess háttar var ég
farin að annast um leið og ég gat dreg-
ið haus til mín, beislað og fundið stóra
þúfú, til þess að komast á bak.
Eiginmaður og börn
Síðan hætti ég á Akureyri, hafði
eignast þar kærasta og orðið ófrísk, en
það slitnaði upp úr sambandinu og fór
ég þá heim í Reykjarfjörð. Ég segi
stundum að ég hafi byijað á öfúgum
enda, en svona er nú lífið. Þar eignast
ég svo elsta bamið mitt, Aðalheiði
Auðunsdóttur, en hún er fædd 6. nóv-
ember 1941.
Það mæltist nú dálítið misjafnlega
fyrir heima að ég skyldi koma óffísk
heim, faðir minn tók því reyndar með
jafnaðargeði en móðir mín var ósáttari
við það.
Haustið 1942 ræðst ég síðan sem
ráðskona fyrir verkamenn er unnu að
því að byggja við skólahúsið og sund-
laugina á Reykjanesi en fyrsti
skólastjóri þar var Aðalsteinn
Eiríksson. Kona hans var Bjarnveig
Ingimundardóttir, og fyrsti kennarinn
Eiríkur Stefánsson. Skólinn hafði ver-
ið byggður árið 1934 og það sama ár
settist ég í bamaskóla. Þá var reglan sú
að á undan bamaskólanum var aðeins
farskóli hér í sveitinni.
Bamaskólinn starfaði í 6
vikur fyrir hver áramót. Eftir
áramótin starfaði unglinga-
skóli í 3 mánuði. Samhliða
honum störfúðu tvær
bamadeildir, sínar sex
vikurnar hvor. Um vorið
vom bamadeildimar svo
saman í einn mánuð, við
upplestur og próf. Fullnaðar-
próf tek ég vorið 1935 og fer
svo í unglingaskólann árið
eftir, eða veturinn áður en ég
fermdist.
Aðalheiður mín var heima hjá for-
eldrum mínum á meðan ég var að
vinna á Reykjanesi en við það var ég
einn vetur. Og þar kynntist ég mannin-
um mínum, Halldóri Víglundssyni,
ættuðum frá Vopnafirði, fæddur 11.
Heima er bezt 425