Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 13

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 13
að það verður ekki grátt, það upplit- ast aðeins, en gránar aldrei. Þess vegna hef ég sennilega verið mun unglegri en þau höfðu gert ráð fyrir svo þau þekktu mig ekki strax. Þannig var þetta líka með pabba minn, þó hann væri orðinn 91 árs, þá var hann ekki orðinn gráhærður. En aftur á móti ein systir mín, sem er 9 árurn yngri, hún er alveg orðin grá- hærð. A þessum tíma var ekki komið raf- magn að Skógum og voru því keyrð- ar ljósavélar fyrir skólann og annað- ist Halldór rekstur og viðhald þeirra. Þær þurftu náttúrlega mikla olíu til brennslu og voru við þær þrír stærðar olíutankar, sem staðsettir voru í brekkunni fyrir ofan skólann. Svo gerist það mikla óhapp um veturinn að einn tankurinn fer að leka og náði nær öll olían að leka úr honum niður í jarðveginn áður en bilunin upp- götvaðist. Skólinn var í raun enn í byggingu á þessum tíma og t.d. var sundlaugin ekki komin. Byggðasafnið var ekki orðið að veruleika þarna heldur, og voru því ekki aðrar byggingar á staðnum nerna skólahúsið og bygg- ingar Skógabúsins. Smíðar og ráðsmennska fyrir vestan Þarna vorum við einn vetur, eða til vorsins, en þá tekur Halldór að sér að byggja íbúðarhúsið að Botni í Mjóa- firði vestra, en það var á vegum Jóns Fannbergs, forstjóra í Reykjavík. Hann var fæddur þarna og átti þetta kot og ákvað að byggja sér myndarlegt hús á jarðeigninni til að dvelja í í ffístundum sínum. Við unnum öll við bygginguna, strákarnir mínir Salvar og Hákon, Halldór, ég og Aðalheiður. Við sóttum mölina á báti út í Hvaleyri og bárum hana upp að byggingarstaðnum. Þetta var allt gert með berum höndunum. Ég stóð m.a. í því að hræra steypuna í húsið. Það óhapp varð að það brann ofan af húsinu og þurfti að endurbyggja þann hluta þess. Þá hafði kviknað í spónunum. En allt kláraðist þetta nú um sumarið samt. Næst byggir Halldór íbúðarhúsið í Með Ingvari Björnssyni, 1994. Hörgshlíð í Mjóafirði. Ég segi nú stundum að þeir séu fáir sem eigi jafn mörg handarverk í Djúpinu en Hall- dór. 1954 förum við sem ráðsmenn að Múla í Isafirði. Þar átti býli Einar ríki Sigurðsson, og hafði hann hugsað sér að eiga þar athvarf ef út brytist stríð í heiminum. Hann hafði haft ráðsmann þarna áður, og verður að segjast að heldur fannst okkur ókræsileg aðkoman. Þar var t.d. ekkert vatn að hafa til þess að kæla mjólkina, það varð allt að sækja niður að á. Mjólkin var öll í 5. flokki þegar við komum að og við vildum ekki una við það. Brúsamir vom bók- staflega spanskgrænir og óþrifnaður mikill. Kýrnar vom með júgurbólgu og flestar ekki mjólkandi á öllum spenum. Ég fann að þessu öllu og fannst þetta heldur bágborið. Ég var nefnilega vön afar vandaðri meðferð og hreinlæti við mjólkurframleiðsluna heima í föðurhúsum. Þar var fylgt ströngum reglum við þrifnað. Eitt af því fýrsta sem ég lærði sem krakki í því efhi, var að þvo skilvinduna. Ég átti að skola hana fýrst og þvo hana síðan upp úr heitu vatni. En ég nenndi nú fyrst ekkert að vera að svoleiðis bölvuðu dundi og þvoði hana bara upp úr köldu vatni og setti hana síðan í grindina. En svo fór pabbi að skoða vinnubrögðin og kvað upp úr um að þetta væri ekki nógu vel gert. Mér varð nokkuð um það og hét þá því með sjálfri mér að aldrei skyldi framar þurfa að gera athugasemd við mín þrifnaðarverk. Ég sá líka í hendi minni að það borgaði sig ekki að kasta til þeirra hendinni, maður þurfti þá bara að gera þau aftur, og það var óþarfa tvíverknaður. Halldór fer svo að orða það við Ein- ar að það sé óhæft að þurfa alltaf að sækja vatnið niður í á til þess að kæla mjólkina, þrífa o.fl. Hann fer að at- huga svæðið þama í kring og finnur vatn fyrir ofan bæinn, í u.þ.b. 600 metra hæð og spyr Einar hvort hann sé ekki sammála því að láta leggja vatns- lögn þaðan í bæinn. Einar samþykkir það og Halldór fær mann með Ca- terpillar skurðgröfu til þess að grafa fyrir lögninni í gegnum túnið. Það var varla fýrir nokkum mann að fara að handgrafa þetta alla leið, auk þess sem hann vildi hafa skurðinn nægilega djúpan. Þá sögðu nábúamir að nú hlyti Halldór að vera endanlega orðinn vit- laus. Hann væri farinn að láta grafa fyr- ir vatninu með vélgröfu. Það þótti þeim mikil goðgá. En þeir hlógu aífur á móti ekki þegar fraus vatnið hjá þeim um veturinn. Þá rann allt ljúflega hjá okkur því lögnin var það djúpt í jarðveginum að frostið náði ekki niður á hana. Og síðan hefur aldrei skort vatn í Múla, en þetta var 1954. Vitavarðarstaða á Hornbjargi Þama emm við í eitt ár, en þá fréttum við af því að laus sé vitavarðarstaða á Hombjargsvita. Það vildi þannig til að um vorið er Halldór að fara með mjólk út á Arngerðareyri, og fékk í hendumar Frjálsa þjóð, sem var vikublað þess tíma. „Ég hef andskotann ekkert með þetta að gera,“ sagði hann og ætlaði að henda blaðinu. „En, kannski,“ hugsar hann svo, „að ég leyfi Gróu að sjá þetta,“ og stingur því í vasa sinn. Svo þegar hann kemur heim þá réttir hann mér blaðið og segir sem svo: „Hér er einhver blaðsnepill, sem var að koma.“ Ég náttúrlega tók blaðið og fór að skoða það, rek þar augun í auglýsingu og segi við Halldór. Framhald á bls. 452 Heima er bezt 429

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.