Heima er bezt - 01.10.2002, Side 19
Hamarsfjörðurinn innan við skerjagarðinn, séð frá Papey. Búland til hœgri, Alftafjarðarfjöllin til vinstri.
flytjast til Noregs og fóru þangað um
haustið og voru þar um veturinn.
Leigði Jóhann Degi bróður sínum fé
sitt, en hann átti heima á Melrakka-
nesi og var að byrja búskap þar.
Vorið 1899 stóð mikið til á Geit-
hellum, gifting. Giftingar voru á
þessum tíma mikið fyrirtæki. Öllum
í sveitinni boðið og jafnvel úr næstu
sveitum líka. Þannig ætluðu þau Vil-
borg og Tryggvi að hafa það, fjöl-
mennt brúðkaup, nóg af öllu, víni og
mat. Sátu þau hjónaefnin fram á nótt
við að skrifa niður það sem kaupa
átti, því Tryggvi og Þormóður ætl-
uðu í kaupstað á Djúpavogi næsta
dag. Oft var skotist á bátum í svona
snattferðir í kaupstað og íbúar norð-
an Hofsár fóru á báti yfir Hamars-
fjörð frá Melrakkanesi. Þar var alltaf
bátur til taks. Nú brugðu þeir
Tryggvi og Þormóður útaf þessari
venju. Tóku stóran krók á sig vestur
fyrir Álftafjörð og suður í Starmýri
vissu þar af bátskænu. Hefðu þeir
farið með Melrakkanesbátnum hefðu
þeir sennilega komið samdægurs
heirn aftur en forlög ráða.
Vorið 1893 komu til búskapar að
Starmýri hjón frá Krossalandi í Lóni.
Þau hétu Stefán Jónsson og Hólm-
fríður Jónsdóttir. Stefán átti lítinn og
liðlegan bát. Var vanur og góður sjó-
maður. Bjó á Stafafelli í Lóni um
tíma og átti þá þennan bát. Skrapp á
honum í Vigurferðir. Vigur er hlunn-
indaeyja frá Stafafelli. Þegar Stefán
kom í Starmýri kom hann sjálfur á
bátnum með smá farangur ásamt vini
sínum er Kjartan hét. Reru þeir inn
Hamarsíjörð og Álftaijörð. Það var
um þrjá staði að velja til lendingar
við sunnanverðan íjörðinn: Skipsnes,
Oddsvík (daglegu tali kölluð Ossvík)
og Bjargarkíl. Ef flóð var var róið
framhjá Oddsvík og suður með
Björgunum og lent í Bjargarkíl.
Kosturinn við að hafa bát þar var sá
að hann vaggaði þar í kílnum bund-
inn við streng og því létt verk og
fljótlegt að komast af stað. Á hinum
stöðunum voru þeir dregnir á land.
Oft var líf og fjör í Bjargarkil á
haustin er smásilungur gékk í Selá,
þá var opin leið í Bjargarkíl og góð
veiði, silungur þessi var smár og
kallaður sproti.
Þegar þeir Tryggvi og Þormóður
komu í Starmýri hittu þeir Stefán
þeirra erinda að hann lánaði þeim
bátkænuna og kæmi með þeim á
Djúpavog. Ekki er vitað til að neitt
væri til fyrirstöðu hjá Stefáni og reru
þeir í góðu leiði norður Álftafjörð og
Hamarsfjörð og lentu heilu og
höldnu í Búlandshöfn og gengu það-
an upp í kauptúnið og fóru að verzla
hjá Örum og Wulff. Verzlunarstjóri
var Stefán Guðmundsson. Hann var
einnig með allstórt sauðfjárbú og var
með það í Borgargarði, býli rétt utan
við kauptúnið.
Bústjóri hjá honum hét Eyjólfur
Jónsson frá Geithellum. Kona Eyj-
ólfs hét Sigurbjörg Einarsdóttir.
Það var að morgni 25. apríl 1899
að kvatt var dyra allhressilega er þau
Borgargarðshjón voru að drekka
Heima er bezt 435