Heima er bezt - 01.10.2002, Side 29
Fyrir svikin fœrðu gjald,
flœktir efnasnauðum.
Andskotinn sitt eignarhald
á þér hefur dauðum.
Þetta er víst nóg í bili. Nú bíðið þið, ágætu lesendur,
eftir næsta vísnaþætti og þar með hagyrðingi nóvember-
mánaðar.
Dægurljóð
Ég þakka sendingar ljóða og þakkarorð, sem fylgja
gjarnan. Það örvar mig til að koma á framfæri ljóðum,
sem vinsæl hafa reynst á liðnum tíma.
Sæunn Sigurlaugsdóttir á Skeiðflöt í Mýrdal skrifar:
„Sæll vertu, Auðunn Bragi, og þakka þér fyrir þína
góðu dægurlagaþætti og kviðlinga kvæðanna. Ástæðan
fyrir því, að ég sendi þér þessa vísu er sú, að ég var beðin
um að hafa upp á ljóðinu, sem er hér fyrir neðan. Ég aug-
lýsti eftir því í Fréttabúanum mínum (sem er héraðsblað
Vestur-Skaftfellinga), en fékk engin svör. Nú langar mig
til að biðja þig um, hvort þú sæir þér fært að koma þessu
ljóði í þáttinn þinn, í þeirri von, að hefðist upp á ljóðinu
öllu.
Bestu kveðjur og þakkir.“
Ljóðið fer hér á eftir, eins og Sæunn sendir það:
Nú liggur þú, dropi, í lófa mínum.
Láttu mig heyra af ferðum þínum.
Ég hafði áður vökvað blóm við bœinn,
svo breyti ég mér í lækinn,
sem rennur út í sæinn.
Svona gengur það koll af kolli.
Ég er kannske stundum í einhverjum polli.
En þegar loksins sólin blessuð skín
hún biður mig að koma upp til sín.
Þá förum við, dropar, í félagi saman;
okkur finnst það gaman.
Svo látum við okkur detta, detta;
þá gerir dembu þétta.
Ég þakka þetta ljóð, og vera má, að einhver muni það,
sem á vantar.
Freyja Friðbjarnardóttir á Djúpavogi sendir ljóðið
Völluvísur, sem hún segist hafa eftir tengdamóður sinni,
Álfheiði Ákadóttur, Hammcrsminni 4 á Djúpavogi. Þetta
eru býsna gamansamar vísur, sem nokkur fengur er að,
og hér koma þá þessar ágætu Völluvísur:
Hún Valla kom í kaupstaðinn,
hún kom þá ofan úr sveit.
Hún kunni sig ei fyrst í stað,
þeim fannst hún undirleit.
Þeim fannst hún hvorki bólfim
né blíðleg til að sjá,
en böggulsleg og tilkomulaus,
helst þó aftan á.
Veslings Valla,
varð honum að orði, honum Kalla;
veslings Valla, hún verður eflaust
betri í haust - vafalaust.
Hún kunni ekki að dansa
upp á danskan, nýjan móð.
Hún dágóð var í polka þó,
en valsinn skakkt hún tróð.
Hún steig ekki, trippið það,
hún týndi sporinu,
en Tryggvi sagði:
„Þetta kemur allt með vorinu! “
Og vals kunni Valla;
svo voðalega flink varð hún að tralla.
Hún söng la la lalla,
svo yndisleg, af öllum bar hún þá.
Svo komst hún í stelling,
og stikaði ei eins og sveitakelling;
svo komst hún í stelling.
Nú kann hún að dansa vínarkruss og rœl.
- Og verið þið sœl.
Er þetta ekki nokkuð sniðugt ljóð?
Sigurður Júlíus Jóhannesson, læknir og skáld í Vestur-
heimi, orti margt ljóða fyrir börn, eins og kunnugt er. Má
þar nefna „Til himins upp hann afi fór“ og „Ég á lítinn,
skrýtinn skugga.“ Og þar sem mörg börn lesa væntanlega
Heima er bezt, langar mig að birta hér ljóð eftir S. J. J.
um kisu, sem mörg börn hafa yndi af. Ljóðið heitir
„Draumurinn hennar Dísu“, og segir hún frá í ljóðinu,
sem fer hér á eftir:
Eg man, hvað ég kvaldi hana kisu,
hún kisa mín var mér svo góð.
Ég stríddi henni, kleip hana og kreisti;
afkvölunum rak hún upp hljóð.
Ogþegar húnflýtti sér frá mér
og fór undir borð eða stól,
þá reif ég í rófuna á henni
og reiddist og lét eins ogfól.
Heima er bezt 445