Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 30

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 30
En hvernig, sem kvaldi ég kisu, hún klóraði aldrei né beit, en stundum var sársauki í svipnum, það sá ég, ef á mig hún leit. En svo var það dag einn um sumar í sólskini, - veðrið var heitt - hjá kisu ég sat úti á sandi og sofnaði, - ég var svo þreytt. Mig dreymdi svo skrýtið, svo skrýtið, og skýrt get ég ei fyrir þér þá kvöl: ég var orðin að kisu og kisa var orðin að mér. Þá beitti hún mig öllum þeim brögðum, sem beitti ég við hana fyr. Hún hlœjandi reitti af mér hárið og henti mér út fyrir dyr. Og allt, sem ég cetlaði að reyna var ónýtt og varnarlaust fálm. Hún barði mig, kleip mig og kreisti; af kvölunum rak ég upp mjálm svo hátt, að ég vaknaði við það, en var þó í draumlöndum hálf. 0, hve ég var farscel ogfegin að finna, að ég var þarna sjálf. Þannig endaði sú saga. Guðrún Hansdóttir, sem lesendur HEB þekkja, sendir ljóð, sem hún nefnir „Sýn“. Það er fagur óður um ástina og lífið. Þín návist gefur mér gildi lífsins og gleður mig sérhvert skref farlœgir alla fötra kífsins; ei fegra ég litið hef. Eg hefborist með brotsjóakólgu um báróttan kvikusand. Eg hef velkzt gegnum órofa ólgu upp á hið hrjóstruga land. O sál minni ólga brimsins boðar og brjóta um eyðisker. Nú finn ég loks, hvernig fegurð roðar þau föll, sem migyfir ber. Ég finn, hvernig Ijósgeisli lífs míns streymir og leiftrandi stjarna skín. í vöku og svefni minn vorhug dreymir, vina mín, augun þín. Sú hugmynd hefúr orðið til, að birta í nokkrum hefturm HEB ljóð, sem helguð eru ákveðnum þéttbýlisstöðum. Bið ég lesendur ffá kaupstöðum landsins að senda mér ljóð, sem heita mega söngur viðkomandi byggðar. Ég ætla að ríða á vaðið og birta ljóð um Hafnarfjörð. Það er eftir Guð- laugu Pétursdóttur (1879-1966), en eiginmaður hennar, Friðrik Bjamason (1880-1962), tónskáld, gerði sönglagið. Hafnarfjörður. Þú, hýri Hafnarföður, sem horfir móti sól, þótt hraun þín séu hrjóstrug, er hvergi betra skjól. Þinn fagri fiallahringur með fönn á efstu brún og hamraborgir háar; á holti gróin tún. Sér leikur létti blærinn við lága klettaströnd. Þar bcerist fley á báru og blika seglin þönd. Er dvína dagsins glæður og daprast geislatjöld, þín gœti, gamli Fjörður, hin góðu máttar\>öld. Guðmundur Eyjólfsson Geirdal skáld á ísafirði( 1885- 1952) orti,er hann frétti andlát Jóns Sigfússonar Berg- manns,1927: Nú er Bergmann Jallinn frá, fækkar snillingonum; á þar baga' á bak að sjá bestu tilþrifonum. Straums í volki og veðragný vaskan þreytti' 'ann róður. Reyndist sökum öllum í ávallt drengur góður. Stýri' á lífsins Stórasjó steytti 'ann oft að grunni, hóf þó vað og herti kló á hinstu siglingunni. Þannig endar þessi dægurljóðaþáttur, góðir lesendur, sem ég býst við, að séu á öllum aldri - og eiga að að vera það. Lifið heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík Sími: 552-6826 Netfang: audbras@simnet. is 446 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.