Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 31
Lífsreynsla
Raunsönn frásögn
Þetta var eins raunveruleg reynsla
og mögulegt er.
Ég hafði farið í milcla aðgerð á
Landspítalanum, aðgerð sem mistek-
ist hafði þannig að það blæddi inn í
kviðarholið. Eftirköstin því miklu
meiri en eðlilegt hefði verið eftir slíka
aðgerð.
Þama lá ég nú þrem til fjórum dög-
um eftir aðgerðina, kvölum kvalin og
hafði ekki viðbæringu, alveg sérstak-
lega var ég kvalin af hræðilegum höf-
uðverk. Ég hringdi bjöllunni til að
biðja um verkjatöflur en þetta var á
dagvakt og eflaust milcið annríki, alla
vega var ekki anzað og konurnar á
stofunni með mér, sem sáu hvað mér
leið voru einnig famar að hringja.
Síðast grét ég af kvölum, en ekki
komu verkjatöflumar.
En þegar kvalimar voru sem mestar
þá fór ég í smáferðalag.
Ég var allt í einu farin að horfa á
rúmið mitt fyrir neðan mig, þar sem
ég lá, kvalirnar voru gjörsamlega
horfnar, hugsunin var alveg skýr og
ljós.
Það voru engir verkir til staðar, en
Una Sveinsdóttir:
ég upplifði mikla birtu og um mig fór
yndisleg, heit vellíðan.
En um hugann fór ofurskýrt spurn-
ing sem ég þóttist þurfa að svara.
Hvernig ætlar þú að fara með mál
þriggja ára sonar þíns?
Og ég stóð andspænis valinu um
það hvort ég ætti að fara eða koma
aftur og þá til allra kvalanna.
Og þá varð ábyrgðartilfinningin
öllu yfirsterkari enda hugsunin morg-
unljós:
Ég gat ekki farið alfarið á fund
Drottins míns, því ég var þess fullviss
að þangað væri ég að fara, ég tók þá
fortakslausu ákvörðun að snúa við.
Ég kom aftur til sjálfrar mín og
verkjanna urn leið, hjúkrunarfræðing-
ur kom inn, baðst afsökunar á biðinni
og ég fékk verkjatöflurnar og allt fór
að ganga bemr.
En þessi aðgerð kostaði mig þó
þrjár vikur á Landspítala.
Eftir á er ég þess fullviss að enginn
spurði í raun, þessi ákvörðun mín var
aðeins milli mín og Drottins.
Ég er þess fullviss einnig urn hvað
ég var að velja og til að taka af allan
vafa þá hafði ég ekki fengið nein þau
verkjalyf sem í nokkru gátu skapað
minnstu vímu.
Dagljós er þessi lífsreynsla mér enn
í dag eins og mín ríka trúarvissa.
Ég átti hlutverk eftir hér á jörð.
Úr hlaðvarpanum framhald afhls. 420.
Þá svaraði einn af sveinunum og mælti: „Sjá, ég hefi séð
son Ísaí Betlehemíta, sem kann að leika á strengjahljóðfæri
og er hreystimenni og bardagamaður, vel rnáli farinn og
vaxinn vel, og Drottinn er með honum.“
Þá gjörði Sál rnenn til Ísaí og lét segja honum: „Sendu
Davíð son þinn til mín, þann er sauðanna gætir.“ [...]
Og jafnan þegar hinn illi andi frá Guði kom yfir Sál, þá
tók Davíð hörpuna og lék hana hendi sinni. Þá bráði af Sál
og honum batnaði, og hinn illi andi vék frá honum“.
Af þessu má ráða að ekki síður í fyrndinni fundu menn
fyrir krafti og dýrmæti fallegrar tónlistar. En hvort Davíð
hafi leikið einhverja „nútímatónlist" þess tíma, skal ósagt
látið, en brott vék hin illi andi, samkvæmt sögunni.
Allir þekkja það þegar tónlist fær fólk til þess að klappa
saman höndum og lireyfa sig í takt við hana, og er ekki að
efa að þrá mannsins til þess að dansa er afleiðing þarfar-
innar til þess að hreyfa sig í takt við grípandi tónlist. Jafn-
vel ómálga börn finna hjá sér hvöt til þess að dilla sér í takt
við tónlist, sem þeirn fellur í geð og fangar huga þeirra, og
það áður en nokkur heftir haft tök á að kenna þeim það eða
sýna.
Svona er lífið fullt af tilbrigðum, sem betur fer. Lífssym-
fónían er svo víðtæk og nær yfir svo margt fleira en það
sem séð verður, tilfinningar og upplifun er ekki siður
mikilvægt til þess að komast af innan endimarka jarðlífs-
ins, og falleg tónlist, hvernig svo sem hún er til komin, er
áreiðanlega mikilvægur þáttur á þeirri braut allri.
Guðjón Baldvinsson
Heima er bezt 447