Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 33

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 33
1460 ára tímabili. Út frá því var sá árafjöldi kallaður Sót- histímabil. Kunnugt er um að árið 139 e. Kr. féllu stjörnuár og almanaksár Egypta saman. Út frá því vita menn að það sama gerðist árið 1321 f. Kr. og þar næst á undan árið 2781 f. Kr. Notkun þessa gamla egypska tíma- tals má þannig fylgja aftur til elstu sögulegra tíma í þessu forna menningarríki. Það má því álykta með nokkurri vissu að tímatal Egypta hafi verið fundið upp og tekið í notkun árið 2781 f. Kr. og að það sé fyrsta skráða ártalið í gjörvallri sögu mannkyns- ins. Við þetta er því svo að bæta að egypska tímatalið er grundvöllur þess tímatals sem við notum. Júlíus Caesar endurbætti það með hjálp egypska stjörnufræðingsins Soi- sigenesar árið 46 f. Kr. og var upp frá því talað um júlí- anskt tímatal. En til lengdar reyndist það tímatal heldur ekki alveg rétt og því voru gerðar á því endurbætur árið 1582. Þessi leiðrétting var kennd við Gregoríus páfa 13., og af þeim sökum jafnan talað um það sem gregoríanskt tímatal. Nokkur tregða var í löndum mótmælenda við að taka upp þetta endurbætta tímatal, þar sem það var runnið undan rifjum páfa og katólsku kirkjunnar. Hér á landi not- uðum við því löngum júlíanska tímatalið eins og margir aðrir og það var ekki fyrr en aldamótaárið 1700 sem við tókum upp gregoríanskt tímatal og þá að boði konungsins í Kaupmannahöfn. Það höfum við síðan notað eins og flestar aðrar þjóðir til þessa dags. Hnotafjall í Svarfaðar- dalsbotni Ljósm.: ísland 1939. Mi ÍJJiiiii/i* Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka? Heima er bezt 449

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.