Heima er bezt - 01.10.2002, Page 36
Ég hef alltaf
viljað horfa
fram á veginn
Viðtal við Gróu Salvarsdóttur
Framhald af bls. 429
„Nú, þama er nú aldeilis fínt starf
fyrir okkur. Vitavarðarstaða á Hom-
bjargi.“
Hann var samþykkur því, og hafði
engar vöflur á, heldur talaði strax við
Vitamálastofnun og við fáum starfið.
Þar vomm við svo í þrjú ár. Ég var
reyndar orðin ófrísk að sjöunda bam-
inu, átti í vændum sjöttu fæðinguna. En
maður lét það nú ekkert standa í vegin-
um, hélt bara sínu striki og við fómm
norður 24. mai um vorið með allt okkar
hafurtask. Ég fór svo suður til Reykja-
víkur að eiga bamið, eitthvað þrem vik-
ur áður en fæðingin var áætluð. Annars
átti ég öll mín böm heima hjá mér nema
þennan eina dreng, hann er fæddur í
Reykjavík, 22. september 1955 og var
síðan alltaf kallaður vitavörðurinn.
Það var ágætt að vera á Hombjargi,
en maður var náttúrlega alltaf svolítið
hræddur um krakkana fyrst, þessi litlu,
því húsið er þama nánast á bjargbrún-
inni svo það var ekki um annað að ræða
en að binda þau við stólpa, svo þau
fæm sér ekki að voða. En Halldór byrj-
aði strax á því að girða allt í kring og
fyrir bjargbrúnina. Það er tvítugt bjarg
þama rétt fyrir framan og það var ekk-
ert sem hindraði það að fólk hrataði
ofan fyrir ef ekki var varlega farið. Fyr-
ir neðan tóku við berir klettar og hafíð.
En eftir fyrsta árið þurfti svo ekki að
binda þau frekar, því þá höfðu þau lært
að þekkja hættuna.
Þama var alltaf nóg að gera, í fyrsta
lagi við heimilishaldið og bömin, og
svo vomm við með skepnur, sem hirða
þurfti um og vinna úr afurðum. Við
fengum vistir einungis á vorin og þær
þurftu að endast allt árið. Síðar urðu
ferðir reyndar tíðari til vitavarða er
þama dvöldu.
Vitinn á Dalatanga
Svo þegar við höfðum verið þama í
þrjú ár, þá var okkur boðin vitavarðar-
Vitarnir á Dalatanga.
Ljósm.: Guðmundur Sœmundsson.
Hornbjargsviti.
Ljósm. úr safni Guómundar Sœmundssonar.
staða á Dalatanga. Við ákváðum að
þiggja þá stöðu þvi hún var betur laun-
uð. Þar vom fleiri vitar. í fyrsta lagi var
þar náttúrlega fúll veðurþjónusta eins
og á Hombjargi, en svo var þar hljóð-
og radíóviti, auk ljósvitans. Hljóðvit-
amir em aðeins tveir á landinu, þ.e. á
Sauðanesi og Dalatanga. Þeir eru notað-
ir þegar þoka er, og þá látnir þeyta lúð-
ur. Ég man eftir að eina vikuna á Dala-
tanga var afar skrautlegt veður. Það var
ýmist þoka, slydda eða snjókoma, svo
að í heila viku þurftum við að keyra
hljóðvitann. Þetta var knúið af s.k. Elvi-
vélum, sem kveikt var á með sígarett-
um, eins og það var kaliað. Það var sett
í saltpétur, nokkurs konar þerripappír,
og síðan snúið upp með lofti. Það var
svo merkilegt að þó þetta væri keyrt af
og til allan sólarhringinn í heila viku, þá
truflaði þetta mann ekki vemlega. Mað-
ur einhvern veginn hætti að heyra það.
Aftur á móti ef það hætti einhverra
hluta vegna, þá hrökk maður upp. Sama
var þegar við vom á Hombjargsvita,
maður heyrði eða fann strax ef eitthvert
feilpúst var í gangi í vélunum. Þetta er
svona svipað því þegar þú býrð við
mikla umferðargötu hér í Reykjavík, þú
heyrir í umferðinni að byrja með en svo
hættir þú að taka eftir henni.
Eldri strákamir okkur fóm í Alþýðu-
skólann á Eiðum í S-Múlasýslu, og
vom þar á heimavist.
Á Dalatanga vomm við svo alls í 9
ár, samfleytt. 1 vitavarðarstarfínu þarf
að vera á vakt allan sólarhringinn. Það
máttu ekki vera meira en 2 tímar og 40
mínútur á milli þess sem veður var tek-
ið. Við gerðum þetta til skiptis en ég
hafði þó yfirleitt næturveðrið og oft
dagveðrið líka. Halldór tók reyndar
alltaf miðnæturveðrið. Hann var nefni-
lega þannig að hann átti erfítt með að
sofna strax aftur eftir að hann hafði
vaknað, og var kannski rétt að sofna
þegar tími var kominn til að taka veðrið
aftur. Ég átti aftur á móti mjög auðvelt
með að sofna strax og ég kom inn. Ég
er eins og sjóari, að þessu leytinu. Ég
fór bara yfirleitt í galla utan yfir náttföt-
in, síðan út og tók veðrið. Einu sinni
kom hafís alveg upp að landi á þeim
tíma sem við vomm þama, og reyndar
fór hann mun lengra suður með land-
inu.
Mér leið vel á báðum þessum stöð-
um, Hornbjargi og Dalatanga, og ekki
gat ég fundið að það væri neitt illviðra-
samara á Hornbjargi. Það var svolítið
öðmvísi fyrir austan, þannig að það var
oft meiri þokuslæðingur þar. Sonur
minn, Ragnar, var svo síðar vitavörður
á Hombjargi í þrjú ár á ámnum 1984-
87, að mig minnir.
Nú er búið að leggja Hombjargsvita
af, en Dalatangaviti er enn starfræktur.
Ég hélt því alltaf ffam að vitavarðar-
starfíð væri minnst þriggja manna
vinna, vegna hinnar ströngu viðvem-
skyldu. Þú þarft alltaf að vera vakandi
fyrir veðrinu og taka eftir veðurbreyt-
ingum svo hægt sé að senda rétta veð-
urlýsingu. Það gat nú verið misjafnt hjá
vitavörðum, hversu nákvæmlega réttar
veðurlýsingamar vom.
Veðurskeytin voru alltaf send um tal-
stöð. Á Hornbjargsvita var kallað til
452 Heima er bezt